Oddur Jónsson (Ömpuhjalli)
Oddur Jónsson vinnumaður frá Ömpuhjalli fæddist 28. febrúar 1828 í Arnardrangi í Landbroti og drukknaði við Elliðaey 17. júní 1864.
Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson bóndi í Fagurhlíð í Landbroti, f. 18. apríl 1807 í Mörtungu á Síðu, d. 28. maí 1851 í Fagurhlíð, og Ingibjörg Bjarnadóttir vinnukona á Arnardrangi, f. í maí 1798 á Fossi á Síðu, d. 29. apríl 1835 á Kálfafelli.
Tungur sögðu hann son sr. Jóns Sigurðssonar prests, þá búsettur á Arnardrangi, síðar aðstoðarprestur á Kálfafelli, en síðast og lengst prestur í Kálfholti í Holtum, f. 12. október 1801, d. 27. júlí 1863.
Oddur var með móður sinni í Eystra-Hrauni í Landbroti 1828-1829, með henni á Arnardrangi hjá Jóni Sigurðssyni 1829-31, í Eystra-Hrauni 1831-1832, á Kálfafelli með móður sinni hjá Jóni 1832-1835, tökubarn þar 1835-1836, á Kirkjubæjarklaustri 1836-1837, í Nýjabæ í Meðallandi 1837-1838, á Stóru-Heiði í Mýrdal 1838-1852. Hann var vinnumaður í Reynisholti þar 1855 til a.m.k. 1858.
Hann fluttist að Nöjsomhed 1860, var vinnumaður í Ömpuhjalli 1861 og þar var Kristín Jónsdóttir þá vinnukona. Þau voru þar enn 1862, þegar Kristín ól honum andvana barn og þar voru þau 1863 og 1864, þegar Oddur drukknaði við Elliðaey ásamt 2 öðrum.
Þeir, sem fórust auk Odds voru:
1. Helgi Jónsson bóndi í Kornhól faðir Jónasar í Nýjabæ, 58 ára, f. 9. júlí 1806.
2. Jón Jónsson vinnumaður á Vesturhúsum, 47 ára.
I. Barnsmóðir Odds var Þorgerður Jónsdóttir, þá hjá móður sinni á Litlu-Heiði í Mýrdal, síðar húsfreyja á Litlu-Heiði, f. 12. desember 1830, d. 11. febrúar 1920.
Barn þeirra var
1. Jóhann Magnús Oddsson bóndi, vinnumaður, söðlasmiður í Mýrdal, kennari, f. 12. september 1851, d. 18. febrúar 1911.
II. Barnsmóðir hans var Kristín Jónsdóttir, þá vinnukona í Ömpuhjalli, f. 20. nóvember 1843, d. 20. janúar 1895.
Barn þeirra var
2. Andvana fætt stúlkubarn 19. desember 1862 í Ömpuhjalli.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.