„Ólafur Guðbrandsson (Steinsstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ólafur Guðbrandsson''' vinnumaður á Steinsstöðum fæddist 1835 í Mýrdal og drukknaði 29. apríl 1858.<br> Foreldrar hans voru Guðbrandur Jónsson bóndi...)
 
m (Verndaði „Ólafur Guðbrandsson (Steinsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 11. mars 2015 kl. 21:42

Ólafur Guðbrandsson vinnumaður á Steinsstöðum fæddist 1835 í Mýrdal og drukknaði 29. apríl 1858.
Foreldrar hans voru Guðbrandur Jónsson bóndi í Pétursey og á Syðsta-Fossi í Mýrdal, f. 1802, d. 21. maí 1840, og kona hans Gróa Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 1798, d. 23. september 1843.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, var niðursetningur víða í Mýrdal til 1851, Reynisholti, á Skammadalshóli, á Hvoli, í Sólheimahjáleigu, síðast í Steig.
Hann var vinnudrengur á Mýrum í Álftaveri 1851-1853, fór þá að Kaldrananesi í Mýrdal, síðan að Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum.
Hann fluttist að Draumbæ frá Ytri-Skógum 1855, var þar léttadrengur á því ári, vinnupiltur þar 1856.
Hann var vinnumaður á Steinsstöðum 1857 og 1858.
Ólafur drukknaði „ á smáferju á siglingu“ út af Klettsnefi 1858.
Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.