„Sigurður Magnússon (Kornhól)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigurður Magnússon''' vinnumaður í Kornhól, síðar bóndi í Arabæ í Flóa, fæddist 10. mars 1787 í Vesturkoti í Hjálmholtssókn í Árn. og lést 27. j...) |
m (Verndaði „Sigurður Magnússon (Kornhól)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 10. mars 2015 kl. 20:51
Sigurður Magnússon vinnumaður í Kornhól, síðar bóndi í Arabæ í Flóa, fæddist 10. mars 1787 í Vesturkoti í Hjálmholtssókn í Árn. og lést 27. júlí 1846.
Foreldrar hans voru Magnús Björnsson bóndi í Suðurkoti þar 1801, f. 1752, d. 4. ágúst 1825, og kona hans Vilborg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1757, d. 2. febrúar 1823.
Sigurður var með foreldrum sínum í Suðurkoti 1801.
Hann var kominn til Eyja 1817, vinnumaður í Kornhól. Þau Helga eignuðust Þorstein 1817, en hann dó mjög líklega úr ginklofa.
Þau fluttust að Þjótanda í Flóa 1817, en þar bjó faðir Sigurðar, bjuggu síðan á Arabæ þar.
Þau eignuðust Þorstein og Ástríði, en Helga kona hans lést 1826.
Sigurður bjó með Jarþrúði í Arabæ 1835.
Hann var ekkill og vinnumaður í Nesi í Flóa 1840, en var bóndi í Vestri-Rauðarhól í Stokkseyrarhreppi 1845-1846.
Sigurður lést 1846.
I. Fyrsta kona Sigurðar var Helga Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1790, d. 14. apríl 1826.
Börn þeirra hér:
1. Þorsteinn Sigurðsson, f. 2. maí 1817, d. 7. maí, „deiði af Barnaveikinni“.
Börn fædd utan Eyja:
2. Þorsteinn Sigurðsson, f. 1820, á lífi 1835.
3. Ástríður Sigurðardóttir vinnukona á Forsæti, Nesi í Flóa og víðar, f. 1822, d. 4. desember 1889.
II. Önnur kona Sigurðar var Jarþrúður Snorradóttir húsfreyja, f. 1778, d. 14. apríl 1840.
III. Síðasta kona hans var Guðný Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1800, d. 9. mars 1905.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.