Helga Ólafsdóttir (Kornhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Ólafsdóttir vinnukona í Kornhól, síðar húsfreyja á Arabæ í Flóa, fæddist 17. janúar 1790 á Kirkjulandi í A-Landeyjum og lést 14. apríl 1826.
Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi á Butru, verslunarmaður í Eyjum og verslunarumboðsmaður í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1752, d. 1. júlí 1801, og síðari kona hans Ástríður Magnúsdóttir húsfreyja og bóndi, fædd í Haukadal á Rangárvöllum, skírð 9. október 1761, d. 5. janúar 1820.

Helga var gift vinnukona í Kornhól 1816.
Þau Sigurður fluttust að Þjótanda í Flóa 1817, bjuggu síðan á Arabæ þar.
Helga lést 1826.

Maður Helgu var Sigurður Magnússon vinnumaður, síðar bóndi í Arabæ, f. 10. mars 1787 í Vesturkoti í V-Landeyjum, d. 27. júlí 1846.
Börn þeirra hér:
1. Þorsteinn Sigurðsson, f. 2. maí 1817, d. 7. maí, „deiði af Barnaveikinni“.
2. Þorsteinn Sigurðsson, f. 1820, á lífi 1835.
3. Ástríður Sigurðardóttir vinnukona á Forsæti, Nesi í Flóa og víðar, f. 1822, d. 4. desember 1889.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.