„Halldór Jónsson (Helgabæ)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 4: | Lína 4: | ||
Halldór var í frumbernsku með foreldrum sínum, var fósturbarn í Langholti í Meðallandi 1834-1835, í Skurðbæ 1835-1836 á Undirhrauni þar 1836-1848, á Syðri-Steinsmýri þar 1848-1853. <br> | Halldór var í frumbernsku með foreldrum sínum, var fósturbarn í Langholti í Meðallandi 1834-1835, í Skurðbæ 1835-1836 á Undirhrauni þar 1836-1848, á Syðri-Steinsmýri þar 1848-1853. <br> | ||
Hann var vinnumaður í Langholti 1856-1858, húsmaður þar 1858-1860.<br> | Hann var vinnumaður í Langholti 1856-1858, húsmaður þar 1858-1860.<br> | ||
Þau Jóhanna komu frá Langholti að [[Helgahjallur|Helgahjalli]] 1860 með barnið Jóhann á 3. árinu. Þau voru tómthúsfólk í Helgabæ á því ári, - (Helgabær og Helgahjallur voru hvortveggja tómthús), - og þeim fæddist Gunnar í september sama ár . <br> | Þau Jóhanna komu frá Langholti að [[Helgahjallur|Helgahjalli]] 1860 með barnið Jóhann á 3. árinu. Þau voru tómthúsfólk í Helgabæ á því ári, - (Helgabær og Helgahjallur voru hvortveggja tómthús), - og þeim fæddist Gunnar í september sama ár, en misstu hann á fyrsta ári. <br> | ||
Guðrúnu eignuðust þau 1861.<br> | Guðrúnu eignuðust þau 1861.<br> | ||
Halldór missti Jóhönnu 1864 og varð að koma börnunum fyrir á heimaslóð í Meðallandi.<br> | Halldór missti Jóhönnu 1864 og varð að koma börnunum fyrir á heimaslóð í Meðallandi.<br> |
Útgáfa síðunnar 21. nóvember 2014 kl. 17:02
Halldór Jónsson tómthúsmaður, sjómaður í Helgabæ fæddist 14. desember 1832 í Lágu-Kotey í Meðallandi og drukknaði í apríl 1867.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi, síðast á Grímsstöðum í Meðallandi, f. 22. október 1796 á Grímsstöðum, d. 19. september 1887 þar, og fyrri kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1801 á Brunnum í Suðursveit, d. 29. júlí 1863 í Skurðbæ í Meðallandi.
Halldór var í frumbernsku með foreldrum sínum, var fósturbarn í Langholti í Meðallandi 1834-1835, í Skurðbæ 1835-1836 á Undirhrauni þar 1836-1848, á Syðri-Steinsmýri þar 1848-1853.
Hann var vinnumaður í Langholti 1856-1858, húsmaður þar 1858-1860.
Þau Jóhanna komu frá Langholti að Helgahjalli 1860 með barnið Jóhann á 3. árinu. Þau voru tómthúsfólk í Helgabæ á því ári, - (Helgabær og Helgahjallur voru hvortveggja tómthús), - og þeim fæddist Gunnar í september sama ár, en misstu hann á fyrsta ári.
Guðrúnu eignuðust þau 1861.
Halldór missti Jóhönnu 1864 og varð að koma börnunum fyrir á heimaslóð í Meðallandi.
Hann var háseti hjá Magnúsi Oddssyni á þilskipinu Helgu, sem týndist í apríl 1867.
I. Kona hans, (17. júlí 1857), var Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1833, d. 7. mars 1864.
Börn þeirra hér:
1. Jóhann Halldórsson, f. 4. nóvember 1857 í Langholti í Meðallandi. Hann var með foreldrum sínum í Langholti 1860, fór með þeim til Eyja á því ári, fór 7 ára í Meðalland 1864, var tökubarn í Langholt þar 1864-1869, á sveit á Syðri-Steinsmýri 1869-1871. Þá fór hann að Helliskoti. Hann var vinnumaður á Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 1880.
2. Gunnar Halldórsson, f. 6. september 1860, d. 5. júlí 1861.
3. Guðrún Halldórsdóttir verkakona, f. 14. nóvember 1861, d. 26. júlí 1933.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.