„Ingibjörg Jónsdóttir (Stóra-Gerði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ingibjörg Jónsdóttir''' húsfreyja í Stíflu í Breiðabólstaðarsókn í Rang., síðast í dvöl hjá Kristínu dóttur sinni í Stóra-Gerði, fæddist 17...)
 
m (Verndaði „Ingibjörg Jónsdóttir (Stóra-Gerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. nóvember 2014 kl. 14:58

Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Stíflu í Breiðabólstaðarsókn í Rang., síðast í dvöl hjá Kristínu dóttur sinni í Stóra-Gerði, fæddist 1773 í Giljum í Hvolhreppi og lést 6. janúar 1865 í Stóra-Gerði.

Ingibjörg var húsfreyja í Stíflu 1801, niðursetningur á Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi 1816.
Hún fluttist til Kristínar dóttur sinnar í Stóra-Gerði 1844, 71 árs, og lést þar 1865, 92 ára.

Maður Ingibjargar var Ólafur Ormsson bóndi á Stíflu 1801, f. 1767, d. líklega fyir manntal 1816.
Börn þeirra hér:
1. Þórdís Ólafsdóttir húsfreyja á Álfhólum í V-Landeyjum, f. 1799.
2. Kristín Ólafsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði, f. 1806, d. 19. júní 1875.


Heimildir