„Niels Stephan Ringsted“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 27: | Lína 27: | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Prestþjónustubækur.}} | *Prestþjónustubækur.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Verslunarstjórar]] | [[Flokkur: Verslunarstjórar]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] |
Útgáfa síðunnar 16. ágúst 2015 kl. 10:54
Niels Stephan Ringsted verslunarstjóri í Godthaab fæddist 1805, - nefndur Stefán Ringsted í Eyjum.
Ringsted var assistent við Godthaabsverslun hjá Christian Jakob Kemp verslunarstjóra, en eftir lát Kemps 17. apríl 1839 varð hann verslunarstjóri skamma stund. Hann afhenti stjórnina Jes Thomsen Christensen 23. apríl 1839. Jes var verslunarstjóri um hríð og við tók líklega F.L. Hansen og stýrði til ársins 1846.
Ringsted fór með fjölskylduna til Kaupmannahafnar 1844, var kominn til Reykjavíkur 1845. Hann sneri til Eyja með fjölskylduna 1846 og tók við verslunarstjórn af F.L. Hansen, en fór alfarinn til Hafnar með fjölskylduna 1847.
Fyrri kona Ringsteds var Helga Austmann. Þau bjuggu í Godthaab 1833, í „Jónshúsi – Steinshúsi“ 1836 og 1837, en voru í Ringstedshúsi við andlát Helgu 1839.
Hann bjó í Godthaab með Helgu síðari við sóknarmannatal í lok árs 1839 og þar bjuggu þau 1840 og 1841, en í „Pétursborg – Steinshúsi“ 1842 og 1843.
Þrjár stúlkur eignuðust þau 1840-1842, þar af voru tvíburar. Börnin lifðu öll frumbernsku sína.
I. Barnsmóðir hans var Þuríður Björnsdóttir frá Steinsstöðum, f. 13. desember 1813, d. 16. október 1837. (Ringsted neitaði).
Barnið var
1. Stefán Þuríðarson, f. 21. ágúst 1833, d. 29. ágúst 1833 úr ginklofa.
Niels Stefán Ringsted var tvíkvæntur.
II. Fyrri kona hans, (30. september 1833), var Helga Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 1812, d. 17. maí 1839.
Þau Helga voru barnlaus.
III. Síðari kona Ringsteds, (1. október 1839), var Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 1801.
Börn þeirra hér:
2. Rebekka Beate, f. 8. september 1840, tvíburi.
3. Helga Sigurlaug, f. 8. september 1840, tvíburi.
4. Emilie Ingibjörg, f. 8. apríl 1842.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gamalt og nýtt. Útgefandi: Einar Sigurðsson. Vestmannaeyjum 1949-1952.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.