„Guðríður Ingimundardóttir (Götu)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 12: | Lína 12: | ||
Börn þeirra Þórðar:<br> | Börn þeirra Þórðar:<br> | ||
2. [[Guðrún Þórðardóttir (Túni)|Guðrún Þórðardóttir]] í [[Tún (hús)|Túni]], f. 11. desember 1839, d. 27. ágúst 1890.<br> | 2. [[Guðrún Þórðardóttir (Túni)|Guðrún Þórðardóttir]] í [[Tún (hús)|Túni]], f. 11. desember 1839, d. 27. ágúst 1890.<br> | ||
3. Þórður Þórðarson, f. 1841, d. 24. júní 1841 úr ginklofa.<br> | 3. Þórður Þórðarson, f. 11. janúar 1841, d. 24. júní 1841 úr ginklofa.<br> | ||
4. Karítas Þórðardóttir, f. 1842, d. 13. febrúar 1842 úr ginklofa.<br> | 4. Karítas Þórðardóttir, f. 1842, d. 13. febrúar 1842 úr ginklofa.<br> | ||
Útgáfa síðunnar 2. nóvember 2014 kl. 19:07
Guðríður Ingimundardóttir húsfreyja í Götu 1839-1849, en í Hallgeirseyjarhjáleigu í Landeyjum 1849 til 1852 og síðast í Húsagarði á Landi, f. 23. júlí 1818 í Ystabæliskoti undir Eyjafjöllum, d. 9. september 1880 í Húsagarði á Landi.
Faðir hennar var Ingimundur bóndi í Ystabæliskoti, f. 1783 í Bessastaðasókn, d. 27. ágúst 1818, Gunnlaugsson bónda á Skógtjörn á Álftanesi 1801, Þórðarsonar, og konu Gunnlaugs, Guðrúnar húsfreyju, f. 1760, d. 30. maí 1802, Jónsdóttur.
Móðir Guðríðar og kona (2. júní 1814) Ingimundar var Guðrún húsfreyja í Ystabæliskoti, f. 9. nóvember 1788, d. 23. mars 1827, Þorkelsdóttir bónda í Steinum, f. 1743, d. 16. maí 1788, Þorsteinssonar bónda í Eyvindarhólasókn undir Eyjafjöllum 1757, f. 1712, Þórissonar, og konu Þorsteins, Guðnýjar húsfreyju, f. 1722, Eyjólfsdóttur.
Móðir Guðrúnar Þorkelsdóttur og kona Þorkels var Guðríður húsfreyja og ljósmóðir, f. 1749, d. 26. júní 1824, Brandsdóttir bónda á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, f. 1723, d. 30. ágúst 1814, Árnasonar og konu Brands, Guðrúnar húsfreyju, f. 1723, d. 26. júní 1809, Eyjólfsdóttur.
I. Barnsfaðir Guðríðar var Jens Christian skipverji á skipinu Argo. Guðríður var þá í Nöjsomhed hjá Bolbroe lækni.
Barn þeirra var
1. Jens Christian, f. 1. maí 1838, d. 9. maí 1838 úr ginklofa.
Guðríður var tvígift.
II. Fyrri maður hennar (4. október 1839) var Þórður húsmaður í Götu, síðan bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1817 í Mýrdal, d. 30. nóvember 1851, drukknaði undan Landeyjasandi, Árnason, og konu Árna, Guðrúnar „yngri“ húsfreyju, f. 15. febrúar 1792 í Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 15. nóvember 1830 í Garðakoti þar, Þorsteinsdóttur.
Börn þeirra Þórðar:
2. Guðrún Þórðardóttir í Túni, f. 11. desember 1839, d. 27. ágúst 1890.
3. Þórður Þórðarson, f. 11. janúar 1841, d. 24. júní 1841 úr ginklofa.
4. Karítas Þórðardóttir, f. 1842, d. 13. febrúar 1842 úr ginklofa.
II. Síðari maður hennar (27. júlí 1852) var Sigurður Ólafsson bóndi í Húsagarði á Landi, f. 3. júlí 1817, d. 28. febrúar 1897.
Þau voru barnlaus, en Sigurður barnaði Guðrúnu dóttur hennar, sem þá var unglingur hjá þeim í Húsagarði.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
- Manntöl.
- Prestþjónustubók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1866. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.