„Guðrún Bergsteinsdóttir (Dal)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Guðrún Bergsteinsdóttir (Dal)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 2: | Lína 2: | ||
Foreldrar hennar voru Bergsteinn Einarsson bóndi á Tjörnum og Fitjarmýri u. Eyjafjöllum, f. 24. júlí 1841, d. 30. nóvember 1904, og kona hans Anna Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1840, d. 17. febrúar 1914.<br> | Foreldrar hennar voru Bergsteinn Einarsson bóndi á Tjörnum og Fitjarmýri u. Eyjafjöllum, f. 24. júlí 1841, d. 30. nóvember 1904, og kona hans Anna Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1840, d. 17. febrúar 1914.<br> | ||
Systur Guðrúnar voru:<br> | |||
1. [[Kristólína Bergsteinsdóttir (Steinsstöðum)|Kristólína Bergsteinsdóttir]] húsfreyja á [[Steinsstaðir|Steinsstöðum]] og [[Hjalli|Hjalla]], kona [[Sveinn P. Scheving|Sveins P. Schevings]] bónda og lögregluþjóns.<br> | |||
2. [[Ingibjörg Bergsteinsdóttir (Dal)|Ingibjörg Bergsteinsdóttir]] húsfreyja í Dal, kona [[Magnús Þórðarson (Dal)|Magnúsar Þórðarsonar]] formanns og útgerðarmanns.<br> | |||
Guðrún var með foreldrum sínum á Tjörnum 1880 og á Fitjarmýri 1890.<br> | Guðrún var með foreldrum sínum á Tjörnum 1880 og á Fitjarmýri 1890.<br> |
Útgáfa síðunnar 1. júlí 2014 kl. 21:36
Guðrún Bergsteinsdóttir húsfreyja í Dal fæddist 17. febrúar 1873 og lést líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Bergsteinn Einarsson bóndi á Tjörnum og Fitjarmýri u. Eyjafjöllum, f. 24. júlí 1841, d. 30. nóvember 1904, og kona hans Anna Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1840, d. 17. febrúar 1914.
Systur Guðrúnar voru:
1. Kristólína Bergsteinsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum og Hjalla, kona Sveins P. Schevings bónda og lögregluþjóns.
2. Ingibjörg Bergsteinsdóttir húsfreyja í Dal, kona Magnúsar Þórðarsonar formanns og útgerðarmanns.
Guðrún var með foreldrum sínum á Tjörnum 1880 og á Fitjarmýri 1890.
Hún fluttist til Eyja 1891, 16 ára vinnukona að Draumbæ.
Við giftingu voru þau Árni bæði í Nýjabæ. Húsfreyja var hún í Dal 1901.
Þau Árni fóstruðu Katrínu Guðjónsdóttur, f. 15. ágúst 1887. Hún var dóttir Guðjóns Ingimundarsonar frá Draumbæ og Guðrúnar Sigurðardóttur vinnukonu þar. Katrín fluttist til Vesturheims 1902 frá Dal, 14 ára. Faðir hennar hafði flust vestur 1892, en Sigurður bróðir hans fluttist þangað 1902, og líklega hefur Katrín ferðast í skjóli hans.
Guðrún og Árni fluttust með Margréti vestur 1904.
Maður Guðrúnar, (2. nóvember 1900), var Árni Sigurðsson í Dal, f. 24. nóvember 1871.
Barn þeirra hér:
1. Margrét Árnadóttir, f. 30. maí 1901.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.