„Þórunn Eyjólfsdóttir (Fagurhól)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Þórunn Eyjólfsdóttir (Fagurhól)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 19. maí 2014 kl. 15:15
Þórunn Eyjólfsdóttir fiskverkakona fæddist 10. júní 1860 að Ytri-Sólheimum í Mýrdal og lést 27. september 1948.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eyjólfsson bóndi á Ytri-Sólheimum, f. 10. mars 1823, d. 5. apríl 1888, og síðari kona hans Steinunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1824, d. 8. febrúar 1907 á Ytri-Sólheimum.
Systir Þórunnar í Eyjum var Steinunn Eyjólfsdóttir í Fagurhól, móðir Guðjóns Þorleifssonar bátsformanns.
Þórunn var með foreldrum sínum 1882. Hún var vinnukona þar 1882-1923.
Hún fluttist til Eyja 1923, bjó hjá systursyni sínum Guðjóni Þorleifssyni í Fagurhól 1930 og 1840.
Hún lést 1948.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.