„Þorleifur Guðjónsson (Búastöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21: Lína 21:
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Íslendingabók.is.
*Íslendingabók.is.
*Morgunblaðið 26. nóvember 2010. Minning.}}
*Morgunblaðið 26. nóvember 2010. Minning.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Verkamenn]]
[[Flokkur: Verkamenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]

Útgáfa síðunnar 26. ágúst 2015 kl. 11:04

Þorleifur Guðjónsson.

Þorleifur Bragi Guðjónsson verkamaður fæddist 23. júlí 1922 í Fáskrúðsfirði og lést 9. nóvember 2010.
Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason útvegsbóndi og verkamaður á Fáskrúðsfirði, f. 15. mars 1892, d. 25. apríl 1979, og kona hans Ólafía Björg Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1892, d. 25. júní 1964.

Þorleifur var albróðir Lilju Guðjónsdóttur húsfreyju, konu Sigurðar Þórðarsonar útgerðarmanns, og hálfbróðir, (sammæddur), Sigurðar Stefánssonar sjómanns, f. 26. janúar 1915, d. 23. september 1967 og Kristínar Stefánsdóttur á Búðarfelli, f. 13. júlí 1916, d. 16. maí 2001.

Þorleifur ólst upp á Fáskrúðsfirði.
Hann fluttist til Eyja á þrítugsaldri, var þar verkamaður og þótti fjörmaður til verka.
Þau Erika skildu og fluttist Þorleifur til Reykjavíkur. Þar vann hann aðallega við teppalagnir hjá Axminster.
Syðra kvæntist hann aftur 1978.

Þorleifur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1952, skildu), var Erika Putchen húsfreyja.
Barn þeirra er
1. Reynir Carl Þorleifsson bakarameistari, „Reynir bakari“, f. 25. september 1952.

II. Síðari kona Þorleifs, (1978), var Ursula von Bolsom.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.