„Þuríður Högnadóttir (Kornhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22: Lína 22:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*[[Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum]]. [[Jóhann Gunnar Ólafsson]]. [[Þorsteinn Johnson]] 1938-1939: [[Miðhúsaránið]].}}
*[[Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum]]. [[Jóhann Gunnar Ólafsson]]. [[Þorsteinn Johnson]] 1938-1939: [[Miðhúsaránið]].}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Kornhól]]
[[Flokkur: Íbúar í Kornhól]]

Útgáfa síðunnar 26. ágúst 2015 kl. 13:56

Þuríður Högnadóttir húsfreyja í Kornhól fæddist 1767 og lést 12. september 1801 úr „flogaveiki“.
Aðfaranótt 10. febrúar 1790 var framið rán á Miðhúsum (sjá Miðhúsaránið). Var Bjarni Björnsson bóndi á Vilborgarstöðum talinn viðriðinn það og var dæmdur til þriggja ára fangavistar í Reykjavík 13. júlí 1791.
Þar kynntist hann Þuríði Högnadóttur, sem dæmd hafði verið fyrir fjögur frillulífsbrot, þ.e. barneignir án hjónabands.
Að lokinni vist bjuggu þau saman í Hólakoti í Reykjavík.
Bjarni æskti skilnaðar við konu sína Ingibjörgu Hreiðarsdóttur vegna hórdómsbrots hennar, en hún hafði eignast barn með Páli Guðmundssyni á Vilborgarstöðum 1792. Fékk hann skilnað frá henni 16. júlí 1798.

I. Einn af barnsfeðrum Þuríðar var Einar Þorvarðarson skósmiður í Reykjavík, f. 1762.
Barn þeirra var
Jónas Einarsson Vestmann formaður, f. 1798, d. 1834.

II. Maður Þuríðar í Eyjum, (14. maí 1799), var Bjarni Björnsson, síðar á Miðhúsum, f. 1752, d. 23. nóvember 1827.
Þau fluttust fljótlega til Eyja og bjuggu í Kornhól. Börn Þuríðar fylgdu þeim til Eyja. Sonur hennar Jónas Einarsson, síðar Vestmann varð síðar formaður á Þurfalingi og lést eftir að bátnum hlekktist á í Leiðinni 5. mars 1834.
Börn þeirra hér:
1. Kristján Bjarnason, f. 30. janúar 1800, d. 5. febrúar 1801 úr ginklofa.
Stjúpbörn Bjarna, börn Þuríðar:
2. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1788, d. 10. júní 1848.
3. Jón Jónsson, f. 1792, hrapaði úr Elliðaey 1805.
4. Jónas Einarsson Vestmann formaður, f. 1798, d. 1834 í Þurfalingsslysinu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.