„Vilborg Erlendsdóttir (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 16: Lína 16:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]

Núverandi breyting frá og með 29. júní 2015 kl. 15:25

Vilborg Erlendsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 1749 í Ytri-Selshjáleigu í A-Landeyjum og lést 15. mars 1836.
Foreldrar hennar voru Erlendur Jónsson bóndi í Ytri-Selshjáleigu, f. 1719, á lífi 1756, og Guðríður Björnsdóttir úr Eyjum.

Vilborg og Stefán bjuggu á Kirkjubæ. Stefán lést 1793 og hún var til heimilis hjá Ólafi syni sínum og Guðnýju konu hans í Gerði 1812 og 1816.
1835 var Vilborg til heimilis að Tjörnum u. Eyjafjöllum, 85 ára. Hún var þar í skjóli Ólafs sonar síns og Einars sonar hans og konu Einars Drisjönu (ritað Drysiana á manntalinu) Þórarinsdóttur, en Ólafur faðir hans var þar, einn af eigendum jarðarinnar. Þar var einnig Guðný kona Ólafs og móðir Einars.
Vilborg lést 1836.

Maður Vilborgar var Stefán Guðmundsson bóndi, f. 1750, d. 13. febrúar 1793.
Börn þeirra hér. (Ath. að fæðingaskrá í Eyjum er til frá árinu 1786, en dánarskrá með eyðum frá 1785):
1. Ólafur Stefánsson bóndi í Gerði, f. 11. apríl 1786 og lést 13. mars 1838 á Suðurnesjum.
2. Þorbjörg Stefánsdóttir, f. 4. apríl 1788, d. 12. apríl 1788 úr sótt.
3. Bjarni Stefánsson bóndi og sjómaður á Búastöðum, f. 29. apríl 1790, d. 3. júní 1855.
4. Vilborg Stefánsdóttir, f. 26. mars 1792, d. 9. apríl 1792 úr ginklofa.
.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.