„Ragnhildur Þorsteinsdóttir (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ragnhildur Þorsteinsdóttir''' húsfreyja á Vesturhúsum og Löndum, en síðar í V-Skaftafellssýslu, fæddist 1760 á Hvoli í Mýrdal og lést 24. júlí 1843 á Lan...) |
m (Verndaði „Ragnhildur Þorsteinsdóttir (Vesturhúsum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 12. mars 2014 kl. 20:47
Ragnhildur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum og Löndum, en síðar í V-Skaftafellssýslu, fæddist 1760 á Hvoli í Mýrdal og lést 24. júlí 1843 á Langholti í Meðallandi.
Foreldrar hennar voru sr. Þorsteinn Jónsson, síðar prestur í Mjóafirði eystra og á Dvergasteini í Seyðisfirði, f. 1737, d. 10. ágúst 1800 og barnsmóðir hans Steinunni Runólfsdóttur húsfreyja á Leiðvelli í Meðallandi, en þá ekkja á Hvoli í Mýrdal, f. 1723.
Ragnhildur var í fyrstu skráð Steinunnardóttir, þar sem faðir hennar sór fyrir hana, en hún var síðar kennd við föður sinn.
Hún var húsfreyja í Jórvík í Álftaveri 1784 með Bjarna eiginmanni sínum. Þau misstu frumburð sinn líklega skömmu eftir fæðingu. Þau flúðu til Eyja með Katrínu á fyrsta ári og Steinunni móður Ragnhildar. Katrín dó á leiðinni.
Í Eyjum bjuggu þau á Vesturhúsum og Löndum.
Þar tók Bjarni þátt í Miðhúsaráninu og var dæmdur í fangelsi í Reykjavík 1791.
Meðan á fangelsisdvölinni stóð eignaðist Ragnhildur tvíbura með Árna Hákonarsyni bónda og sjómanni í Gerði. Þetta mun það hafa stuðlað að skilnaði þeirra Bjarna.
Ragnhildur fluttist að nýju til V-Skaftafellssýslu.
Hún var á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 1792-1796, á Hnausum þar 1797-1798, í Efri-Ey þar 1798-1799, á Söndum þar 1797-1798, í Efri-Ey 1798-1799, á Söndum 1799-1800, vinnukona á Syðri-Steinsmýri 1800-1802, þar sem hún eignaðist Sigríði með Eyjólfi bónda þar. Hún var vinnukona í Gamlabæ (á Syðri-Steinsmýri) 1802-1803, á Ytri-Lyngum í Meðallandi 1803-1805.
Hún var húsfreyja á Ytri-Lyngum í Meðallandi 1805-1816, var með Guðmundi síðari manni sínum á Slýjum þar 1816-1835, á Syðri- Steinsmýri þar 1835-1839, á Oddum þar 1839-1843, í Langholti þar 1843-dd.
Ragnhildur var tvígift, en átti börn með 3 mönnum.
I. Fyrri eiginmaður hennar (skildu) var Bjarni Sigvaldason bóndi, f. um 1757.
Börn þeirra voru:
1. Barn, f. í V-Skaft., dó ungt.
2. Katrín Bjarnadóttir, f. 1784, lést á flóttanum undan Skaftáreldum.
3. Andvana fædd stúlka 26. apríl 1788.
4. Andvana fæddur sonur í október 1789.
II. Barnsfaðir Ragnhildar var Árni Hákonarson bóndi og sjómaður í Stóra-Gerði, f. 1741, drukknaði 16. febrúar 1793. Bjarni maður hennar var þá fangi í Reykjavík.
Börn þeirra voru
5. Jón Árnason, f. í maí 1792, tvíburi, d. 3. maí 1792 úr ginklofa, lifði 3 daga.
6. Ingibjörg Árnadóttir, f. í maí 1792, tvíburi, d.3. maí 1792 úr ginklofa, lifði 3 daga.
III. Barnsfaðir hennar var Eyjólfur Jónsson bóndi á Syðri-Steinsnmýri í Meðallandi, f. 1768, d. 1823.
Barn þeirra var
7. Sigríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 30. mars 1801 á Syðri-Steinsmýri, d. 22. desember 1865 í Háu-Kotey í Meðallandi. Hún var þrígift austur þar.
IV. Síðari eiginmaður Ragnhildar, (1806), var Guðmundur Ólafsson bóndi á Ytri-Lyngum.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Jón Steingrímsson. Æfisagan - og önnur rit. Kristján Albertsson gaf út. Helgafell 1973.
- Prestþjónustubækur.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. 2. útgáfa. Skuggsjá 1966.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.