„Ólafur Einarsson (Litlakoti)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ólafur Einarsson (Litlakoti)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 27: | Lína 27: | ||
*Prestþjónustubækur. | *Prestþjónustubækur. | ||
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}} | *Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Verkamenn]] | [[Flokkur: Verkamenn]] | ||
[[Flokkur: Sjómenn]] | [[Flokkur: Sjómenn]] |
Útgáfa síðunnar 15. ágúst 2015 kl. 20:01
Ólafur Einarsson sjómaður, þurrabúðarmaður í Litlakoti fæddist 7. október 1836 í Ytra-Hrauni í Landbroti og lést 6. apríl 1916.
Foreldrar hans voru Einar Vigfússon bóndi víða, en síðast að Uppsölum í Landbroti, f. 1768 í Mýrdal, d. 6. september 1846 í Holti á Síðu, og þriðja kona hans Hallný Ingimundardóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1794 í Ásgarði í Landbroti, d. 12. janúar 1883 í Hörgsdal á Síðu.
Ólafur var með móður sinni í Ytra-Hrauni 1837, en þá hafði faðir hans brugðið búi og var í dvöl í Þykkvabæ. Ólafur var síðan með vinnukonunni móður sinni víða, en síðat á Prestbakka á Síðu 1844. Hann var síðan ómagi, fósturbarn og niðursetningur á ýmsum bæjum næstu 4 árin, síðast á Núpstað í Fljótshverfi 1848. Vinnumaður var hann á Ketilsstöðum í Mýrdal 1848-49, í Kárhólma þar 1849-1850. Þá fór Ólafur austur á Síðu.
Til Eyja var hann kominn 1855 og var þá vinnumaður í Svaðkoti, á Vesturhúsum 1860.
Hann var 34 ára þurrabúðarmaður í Litlakoti 1870 með Guðríði konu sinni og börnunum Sigurði 9 ára, Ólafi Diðriki 5 ára, Jóhönnu 5 ára og Kristínu tveggja ára. Í Litlakoti var hann enn 1880. Þá hafði bæst við fjölskylduna Ingimundur 8 ára og Einar 5 ára, en Sigurður hafði hleypt heimdraganum. Þar var einnig ekkjan Kristín Guðmundsdóttir 70 ára, en hún var móðir Guðríðar húsfreyju.
Við manntal 1890 var Ólafur ekkill í Litlakoti hjá Sigurði stjúpsyni sínum og Guðrúnu Þórðardóttur konu hans. Hann var nefndur bóndi, sem lifði á fiskveiðum.
1901 var hann 65 ára ekkill í Vegg hjá Sigurði og konu hans Guðrúnu. Hér var komið nýtt nafn á húsið Litlakot.
1910 var Ólafur ekkill og leigjandi hjá Ólafi Diðriki (stjúp)sonarsyni sínum og konu hans Guðrúnu Bjarnadóttur á Strönd.
Ólafur lést 1916.
Kona Ólafs, (16. október 1863), var Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja frá Dalahjalli, f. 19. mars 1834, d. 25. júlí 1890.
Börn þeirra hér:
1. Ólafur Diðrik Ólafsson, f. 24. ágúst 1863, d. 31. ágúst 1863 úr ginklofa.
2. Andvana barn fætt 27. ágúst 1864.
3. Ólafur Diðrik Ólafsson sjómaður á Bjargi, f. 4. ágúst 1865, d. 9. apríl 1913, tvíburi.
4. Jóhanna Ólafsdóttir verkakona, f. 4. ágúst 1865, d. 29. október 1947, tvíburi.
5. Kristín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1868, d. 6. janúar 1944.
6. Ingimundur Ólafsson sjómaður á Seyðisfirði, f. 25. maí 1872, d. 10. september 1894.
7. Einar Ólafsson landverkamaður og sjómaður í Reykjavík (1910), f. 2. apríl 1875, d. 22. október 1942.
Stjúpbarn Ólafs, barn Guðríðar frá fyrra hjónabandi:
8. Sigurður Ólafsson útvegsbóndi, f. 10. október 1860, d. 10. mars 1931.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.