„Jón Hannesson (Nýja-Kastala)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Jón Hannesson (Nýja-Kastala)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 9. maí 2014 kl. 10:54
Jón Hannesson sjómaður í Nýja-Kastala fæddist 1820 og drukknaði 21. október 1853.
Foreldrar hans voru Hannes Gottsveinsson bóndi og póstur á Brekkum í Mýrdal, f. 1796 í Eyjum, fórst á Skeiðarárjökli 19. september 1838, og kona hans Margrét húsfreyja, f. 4. apríl 1796, d. 27. janúar 1883, Jónsdóttir.
Jón var með foreldrum sínum í Hraunkoti í Landbroti 1835, hann var kominn til Eyja 1845 og var vinnumaður í Kastala þar.
Hann var tómthúsmaður í Ensomhed í Eyjum 1850 með Margréti Jónsdóttur konu sinni og barni hennar Sesselju Jónsdóttur 6 ára.
Jón drukknaði af hákarlaskipinu Najaden 21. október 1853.
Kona Jóns Hannessonar var Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Nýja-Kastala, f. 1818.
Börn Jóns og Margrétar:
1. Hannes Jónsson, (Hannes lóðs), f. 21. nóvember 1852, d. 31. júlí 1937.
2. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja á Fögruvöllum, f. 2. maí 1849. Hún fór til Vesturheims frá Fögruvöllum 1891, þá orðin ekkja eftir Guðmund Guðmundsson á Fögruvöllum, f. 1848. Með henni fór dóttir hennar Margrét Jónína Guðmundsdóttir, f. 1873.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.