„Bóel Jensdóttir (Oddsstöðum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
3. Þórunn Jónsdóttir, d. 30. ágúst 1805, 6. daga gömul, úr ginklofa.<br> | 3. Þórunn Jónsdóttir, d. 30. ágúst 1805, 6. daga gömul, úr ginklofa.<br> | ||
4. [[Arnfríður Jónsdóttir (Oddsstöðum)|Arnfríður Jónsdóttir]] húsfreyja á Oddsstöðum, f. 1807, kona [[Guðmundur Sigurðsson (Oddsstöðum)|Guðmundar Sigurðssonar]] bónda og járnsmiðs.<br> | 4. [[Arnfríður Jónsdóttir (Oddsstöðum)|Arnfríður Jónsdóttir]] húsfreyja á Oddsstöðum, f. 1807, kona [[Guðmundur Sigurðsson (Oddsstöðum)|Guðmundar Sigurðssonar]] bónda og járnsmiðs.<br> | ||
5. Ari Jónsson, f. 21. ágúst 1812, d. 28. september 1812.<br> | |||
{{Heimildir| | |||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | ||
*Íslendingabók.is. | *Íslendingabók.is. |
Útgáfa síðunnar 18. október 2013 kl. 21:41
Bóel Jensdóttir húsfreyja og sýslumannskona á Oddsstöðum fæddist 1783 á Eyvindarmúla í Fljótshlíð og lést 22. maí 1855.
Faðir hennar var Jens bóndi í Hallskoti, Múlakoti og Ámundakoti í Fljótshlíð, f. 1747, Sigurðsson, bónda í Múlakoti, bónda og umboðsmanns á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, síðar bónda á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð í N-Múl., f. 1720, á lífi 1754, drukknaði í Lagarfljóti, Eyjólfssonar „spaka‟, „mókolls‟, bónda og lögréttumanns (1724-1746) í Eyvindarmúla, f. um 1689, d. 24. nóvember 1781, Guðmundssonar, og konu Eyjólfs, Hildar húsfreyju, f. 1697, Þorsteinsdóttur prests í Holti Oddssonar.
Móðir Jens í Hallskoti og kona Sigurðar í Múlakoti var Bóel húsfreyja, f. 1724, d. 26. febrúar 1797, Jensdóttir Wíum sýslumanns í Múlaþingi, (ættföður Wíum-ættar), f. (1690), d. 1740, Péturssonar Wíum, og konu Jens Wíum, Ingibjargar húsfreyju, f. 1690, á lífi 1762, Jónsdóttur.
Móðir Bóelar á Oddsstöðum og kona Jens í Hallskoti var Arnfríður húsfreyja í Hallskoti 1801, f. 1744, Erlendsdóttir bónda á Austur-Torfastöðum í Fljótshlíð, f. 1706, d. 16. september 1767, Einarssonar bónda á Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1662, d. 1707 (í bólunni), Jónssonar, og konu Einars, Guðrúnar húsfreyju, f. 1671, d. 1707 (í bólunni), Erlendsdóttur.
Móðir Arnfríðar í Hallskoti og kona Erlendar á Austur-Torfastöðum var Guðrún húsfreyja, f. 1705, Magnúsdóttir bónda á Grafarbakka í Hrunamannahreppi, f. 1661, á lífi 1729, Jónssonar, og konu Magnúsar, Hallberu húsfreyju, f. 1673, á lífi 1729, Ásmundsdóttur.
Maður Bóelar á Oddsstöðum var Jón Þorleifsson sýslumaður í Eyjum 1801-1812, f. um 1769, drukknaði við Eyjar 22. apríl 1815. Hún var síðari kona hans.
Börn Bóelar og Jóns hér voru:
1. Guðrún Jónsdóttir, f. 1804. Hún var á Oddsstöðum 1816; mun ekki hafa náð fullorðinsaldri.
2. Þórður Jónsson trésmiður, f. 1805. Ókvæntur og barnlaus.
3. Þórunn Jónsdóttir, d. 30. ágúst 1805, 6. daga gömul, úr ginklofa.
4. Arnfríður Jónsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum, f. 1807, kona Guðmundar Sigurðssonar bónda og járnsmiðs.
5. Ari Jónsson, f. 21. ágúst 1812, d. 28. september 1812.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Lögréttumannatal. Sögurit. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1952-1955.
- Manntöl.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.