„Ritverk Árna Árnasonar/Bjarni Helgason (Heiði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''''<big>Kynning.</big>'''''
'''Bjarni Helgason''' málari fæddist 26. júlí 1927 og lést 10. febrúar 2013.<br>  
'''Bjarni Helgason''' málari fæddist 26. júlí 1927 og lést 10. febrúar 2013.<br>  
Foreldrar Bjarna voru [[Helgi Guðlaugsson (Heiði)|Helgi Guðlaugsson]] bifreiðarstjóri, f. 3. september 1901 á Eyrarbakka, d. 9. júní 1985, og kona hans [[Guðrún Jónína Bjarnadóttir (Túni)|Guðrún Jónína Bjarnadóttir]], f. 31. júlí 1904, d. 2. apríl 1971.<br>
Foreldrar Bjarna voru [[Helgi Guðlaugsson (Heiði)|Helgi Guðlaugsson]] bifreiðarstjóri, f. 3. september 1901 á Eyrarbakka, d. 9. júní 1985, og kona hans [[Guðrún Jónína Bjarnadóttir (Túni)|Guðrún Jónína Bjarnadóttir]], f. 31. júlí 1904, d. 2. apríl 1971.<br>
Lína 12: Lína 14:
Bjarni er málari að iðn, flinkur í starfi sínu og einkar vel látinn af öllum, prúður í allri framkomu.
Bjarni er málari að iðn, flinkur í starfi sínu og einkar vel látinn af öllum, prúður í allri framkomu.
{{Árni Árnason}}
{{Árni Árnason}}
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.

Útgáfa síðunnar 13. ágúst 2013 kl. 21:24

Kynning.

Bjarni Helgason málari fæddist 26. júlí 1927 og lést 10. febrúar 2013.
Foreldrar Bjarna voru Helgi Guðlaugsson bifreiðarstjóri, f. 3. september 1901 á Eyrarbakka, d. 9. júní 1985, og kona hans Guðrún Jónína Bjarnadóttir, f. 31. júlí 1904, d. 2. apríl 1971.

Kona Bjarna, (11. júní 1955) er Helga Sigurðardóttir frá Nýjabæ, f. 10. nóvember 1929.
Börn þeirra Helgu:
1. Jóhann, f. 14. október 1956.
2. Guðmundur, f. 7. júní 1962, d. 4. apríl 1963.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Bjarni Helgason er ókvæntur (1954, nóvember), en opinberlega trúlofaður Helgu, fædd 10. nóvember 1929, Sigurðardóttur, fæddur 2. febrúar 1888, í Nýjabæ Þorsteinssonar og konu hans Jóhönnu, fædd 29. október 1898, dóttur Jónasar í Nýjabæ Helgasonar og konu hans Steinunnar Jónsdóttir frá Hallgeirsey formanns Brandssonar, (sjá um Jónas Helgason í Álseyjarbók.)
Bjarni hefir verið dálítið til lundaveiða bæði á heimalandinu, Brandinum, Álsey og víðar og er sagður vera lipur og líklegur til að verða góður veiðimaður með nægilegri þjálfun. En heilsa hans hefir ei verið góð síðastliðin ár, svo hann hefir dregist aftur úr. Hann er kátur og skemmtilegur og sagður ágætis félagi í útey og oft unnið meir en heilsa hans leyfði. Hann er rúmlega meðalhár, dálítið lotinn, magur og toginleitur, fremur fríður í andliti, svarthærður en hvítur í andliti. Bjarni er málari að iðn, flinkur í starfi sínu og einkar vel látinn af öllum, prúður í allri framkomu.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar – Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson málari. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.