„Kristján Ingimundarson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Kristján í Klöpp.jpg|250px|thumb|''Kristján í Klöpp.]] | |||
[[Mynd:Blik1967 7.jpg|thumb|300px|''Brúðhjónin Kristján Ingimundarson og Sigurbjörg Sigurðardóttir.'']] | [[Mynd:Blik1967 7.jpg|thumb|300px|''Brúðhjónin Kristján Ingimundarson og Sigurbjörg Sigurðardóttir.'']] | ||
Útgáfa síðunnar 24. september 2013 kl. 14:07
Kristján Ingimundarson var fæddur 26. júní 1867 að Gjábakka-vestri í Eyjum. Hann lést 14. október 1952. Foreldrar Kristjáns voru Ingimundur hreppstjóri og bóndi Jónsson og kona hans Margrét Jónsdóttir.
Kona Kristjáns var Sigurbjörg Sigurðardóttir, fædd á Raufarfelli undir Eyjafjöllum 3. maí 1861 og dáin í Eyjum 10. mars 1931. Hjónin Kristján og Sigurbjörg bjuggu lengi í tómtúsinu Klöpp.
Heimildir
- Þorsteinn Víglundsson. Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum. Blik, 23. árg 1962.
Frekari umfjöllun
Kristján Ingimundarson í Klöpp, f. 26. júní 1867, d. 14. október 1952.
Foreldrar hans voru Ingimundur Jónsson bóndi á Gjábakka, f. 20. ágúst 1829 á Reyni í Mýrdal, d. 25. apríl 1912 og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Gjábakka, f. 27. maí 1835 í Eyjum, d. 6. febrúar 1916.
Kristján var formaður á Björgu yngri, fiskimatsmaður, hringjari við Landakirkju. Hann var kunnur bjargveiðimaður, stundaði bjargsig á yngri árum og lundaveiðar, - á Kleifum í Heimakletti um áratugaskeið.
Kona Kristjáns var Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Klöpp, f. 3. maí 1861, d. 10. mars 1931.
Börn Kristjáns og Sigurbjargar:
1. Sigurjón Kristjánsson verslunarmaður (mt. 1910), f. 6. ágúst 1886, d. 2. febrúar 1925. Kona hans var Þóra Þórarinsdóttir.
2. Guðfinna Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1899, d. 15. maí 1953, gift Georg Gíslasyni kaupmanni, f. 4. ágúst 1895, d. 27. febrúar 1955.
Kristjáns er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.