„Pétur Jónsson (Elínarhúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Pétur Jónsson''' sjómaður í Elínarhúsi fæddist 1. október 1800 í Presthúsum í Mýrdal og lést 15. maí 1859.<br> Faðir hans var Jón bóndi, lengst í Presthúsum og...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 12: Lína 12:
1. [[Jón Pétursson (Elínarhúsi)|Jón Pétursson]] formaður í Elínarhúsi, f. 29. mars 1829 á Reyni í Mýrdal, d. 15. júlí 1868 í Elínarhúsi, kvæntur [[Vilborg Þórðardóttir (Elínarhúsi)|Vilborgu Þórðardóttur]]. Hann var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var [[Sigurður Árnason (Elínarhúsi)|Sigurður Árnason]] í Elínarhúsi. Þau fóru til Vesturheims, ásamt börnum Vilborgar og Jóns.<br>  
1. [[Jón Pétursson (Elínarhúsi)|Jón Pétursson]] formaður í Elínarhúsi, f. 29. mars 1829 á Reyni í Mýrdal, d. 15. júlí 1868 í Elínarhúsi, kvæntur [[Vilborg Þórðardóttir (Elínarhúsi)|Vilborgu Þórðardóttur]]. Hann var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var [[Sigurður Árnason (Elínarhúsi)|Sigurður Árnason]] í Elínarhúsi. Þau fóru til Vesturheims, ásamt börnum Vilborgar og Jóns.<br>  
2. [[Guðmundur Pétursson (Elínarhúsi)|Guðmundur Pétursson]] sjómaður, f. 1836, var á lífi 1890.<br>
2. [[Guðmundur Pétursson (Elínarhúsi)|Guðmundur Pétursson]] sjómaður, f. 1836, var á lífi 1890.<br>
3. [[Ólafur Pétursson (Elínarhúsi)|Ólafur Pétursson]], f. 1846. Var með fjölskyldunni í Elínarhúsi 1850.<br>
3. Eyjólfur Pétursson, d. 17. ágúst 1840.<br>
4. Guðrún Pétursdóttir, f. 21. febrúar 1842.<br>
5. [[Ólafur Pétursson (Elínarhúsi)|Ólafur Pétursson]], f. 1846. Var með fjölskyldunni í Elínarhúsi 1850.<br>
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].

Útgáfa síðunnar 5. nóvember 2013 kl. 20:36

Pétur Jónsson sjómaður í Elínarhúsi fæddist 1. október 1800 í Presthúsum í Mýrdal og lést 15. maí 1859.
Faðir hans var Jón bóndi, lengst í Presthúsum og Norður-Fossi í Mýrdal, f. 1764 á Reyni þar, d. 13. janúar 1834 á Norður-Fossi, Pétursson bónda á Reyni, f. 1725, á lífi 1792, Ólafssonar bónda í Hjörleifshöfða, f. 1689, Ólafssonar, og konu Ólafs í Hjörleifshöfða, Sigríðar húsfreyju frá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, f. 1695 á Suðurnesjum, d. 1784, Jónsdóttur.
Móðir Jóns í Presthúsum og kona Péturs Ólafssonar er ókunn, fædd 1726.
Móðir Péturs og kona Jóns í Presthúsum var Ástríður húsfreyja, f. 1768 í Hvammi í Mýrdal, d. 14. maí 1832 á Norður-Fossi, Þorsteinsdóttir (líklega) bónda í Norður-Hvammi, f. 1733, Jónssonar, og konu Þorsteins, Guðrúnar húsfreyju (með vissu móðir Ástríðar), f. 1732, Freysteinsdóttur bónda í Hvammi í Mýrdal, f. 1697, Árnasonar.

Kona Péturs í Elínarhúsi var Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1806 í Álftagróf í Mýrdal, d. 28. febrúar 1880 í Elínarhúsi.

Pétur var með foreldrum sínum í Presthúsum í Mýrdal 1801 og 1816, á Norður-Fossi þar 1819 og til 1833. Hann var vinnumaður í Reynishjáleigu þar 1833/4-1835. Þá fór hann til Eyja.
Hann var búandi sjómaður í Elínarhúsi 1845 og enn 1855 og til æviloka 1859.
Þau Guðrún töldust til Kirkjubæjarsóknar árið 1837, búandi í Elínarhúsi.
Börn Péturs og Guðrúnar voru:
1. Jón Pétursson formaður í Elínarhúsi, f. 29. mars 1829 á Reyni í Mýrdal, d. 15. júlí 1868 í Elínarhúsi, kvæntur Vilborgu Þórðardóttur. Hann var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var Sigurður Árnason í Elínarhúsi. Þau fóru til Vesturheims, ásamt börnum Vilborgar og Jóns.
2. Guðmundur Pétursson sjómaður, f. 1836, var á lífi 1890.
3. Eyjólfur Pétursson, d. 17. ágúst 1840.
4. Guðrún Pétursdóttir, f. 21. febrúar 1842.
5. Ólafur Pétursson, f. 1846. Var með fjölskyldunni í Elínarhúsi 1850.


Heimildir