„Jóhann Þ. Jósefsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 2: | Lína 2: | ||
[[Mynd:KG-mannamyndir 16336.jpg|thumb|220px|Jóhann og Jón Guðmundsson frá París.]] | [[Mynd:KG-mannamyndir 16336.jpg|thumb|220px|Jóhann og Jón Guðmundsson frá París.]] | ||
'''Jóhann Þ. Jósefsson''' fæddist 17. júní 1886 og lést 15. maí 1961, 74 ára gamall. Foreldrar hans voru [[Jósef Valdason]] skipstjóri og [[Guðrún Þorkelsdóttir]]. Þ-ið í nafni Jóhanns stendur fyrir Þorkel en Jóhann notaði ávallt skammstöfunina. | '''Jóhann Þ. Jósefsson''' fæddist 17. júní 1886 og lést 15. maí 1961, 74 ára gamall. Foreldrar hans voru [[Jósef Valdason]] skipstjóri og [[Guðrún Þorkelsdóttir (Fagurlyst)|Guðrún Þorkelsdóttir]]. Þ-ið í nafni Jóhanns stendur fyrir Þorkel en Jóhann notaði ávallt skammstöfunina. | ||
Fyrri kona Jóhanns var Svanhvít Ólafsdóttir. Þau gengu í hjónaband 15. október 1915. Hún lést tæpu ári síðar, aðeins 22 ára gömul. | Fyrri kona Jóhanns var Svanhvít Ólafsdóttir. Þau gengu í hjónaband 15. október 1915. Hún lést tæpu ári síðar, aðeins 22 ára gömul. |
Útgáfa síðunnar 22. apríl 2016 kl. 18:04
Jóhann Þ. Jósefsson fæddist 17. júní 1886 og lést 15. maí 1961, 74 ára gamall. Foreldrar hans voru Jósef Valdason skipstjóri og Guðrún Þorkelsdóttir. Þ-ið í nafni Jóhanns stendur fyrir Þorkel en Jóhann notaði ávallt skammstöfunina.
Fyrri kona Jóhanns var Svanhvít Ólafsdóttir. Þau gengu í hjónaband 15. október 1915. Hún lést tæpu ári síðar, aðeins 22 ára gömul.
Seinni kona Jóhanns var Magnea D. Þórðardóttir. Þau gengu í hjónaband 22. maí 1920 í Reykjavík. Heimili Magneu og Jóhanns í Eyjum var í húsinu Fagurlyst sem Jóhann hafði látið reisa við Urðarveg. Í Fagurlyst ríkti menningarbragur og var þar gestkvæmt. Magnea og Jóhann eignuðust þrjú börn, Svönu Guðrúnu, Ágústu og Ólaf.
Jóhann var fastur þingmaður Vestmannaeyja á tímabilinu 1923-59. Á þessum árum gerði hann fjöldamargt fyrir hag Eyjanna.
Jóhann rak í félagi við Gunnar Ólafsson fyrirtækið Gunnar Ólafsson & co. frá árinu 1910 og höfðu þeir umsvifamikinn atvinnurekstur bæði í verslun og útgerð. Jóhann var frumkvöðull í atvinnulífi Eyjanna og beitti sér meðal annars fyrir stofnun Björgunarfélags Vestmannaeyja og kaupum á björgunarskipinu Þór, fyrsta varðskipi Íslendinga sem var vísir að Landhelgisgæslunni. Hann var ræðismaður Þýskalands frá 1919 og lengi síðan.
Hann var kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Vestmannaeyja 1918 og átti sæti þar næstu tvo áratugi. Hann hlaut kosningu sem þingmaður Eyjamanna 1923 og sat á Alþingi allar götur til 1959. Hann var einn af stofnendum Íhaldsflokksins 1924 og Sjálfstæðisflokksins 1929. Jóhann var fjármála- og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-49 og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Ólafs Thors 1950.
Fjölskyldan fluttist búferlum til Reykjavíkur árið 1935 og bjuggu þau þar á Bergstaðastræti 86. Jóhann lést í Hamborg í Þýskalandi 15. maí 1961 eftir að hafa veikst skyndilega þegar þau hjónin voru á leið heim af þingi Evrópuráðsins í Strassborg.
Tenglar
Heimildir
- Magnea Þórðardóttir, aldarminning, í Morgunblaðinu, 10. október 2001.