„Ingibergur Gíslason (Sandfelli)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
m (Viglundur færði Ingibergur Gíslason á Ingibergur Gíslason (Sandfelli)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 19. nóvember 2018 kl. 21:23
Ingibergur Gíslason, Sandfelli, fæddist á Eyrarbakka 16. janúar 1897 og lést 15. janúar 1987. Til Vestmannaeyja fór Ingibergur árið 1919 og gerðist háseti á Kristbjörgu hjá Þórarni Guðmundssyni. Eftir það er hann vélamaður á ýmsum bátum allt til 1927 að hann byrjar formennsku með Frans. Eftir það var Ingibergur meðal annars með Ásdísi, Helgu og Auði.
Kona Ingibergs var Árný Guðjónsdóttir. Guðjón Ingibergsson var sonur þeirra.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Ingiberg:
- Sandfells Ingi Auði ver
- ill þótt kveini dýna,
- í dragnótina dregur sér
- drætti stundum fína.
Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:
- Ingiberg, bróður Inga,
- ofið skal sanna lofið.
- Valinn er heiðurs halur,
- hrísla af rótum Gísla.
- Verjinn um skurðinn skerja,
- Skallagrím ennþá lallar.
- Hugaður bylgjur bugar.
- bjóðurinn miða fróður
Myndir
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.