„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Ledd“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Afverndaði „Ledd“)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 2. desember 2011 kl. 17:12


Ledd.


Í landsuður af Heimaey er fiskimið, sem kallað er Ledd og stundum Katrínar-Ledd. Er það miðað þannig: Hábrandurinn við Suðurey og Hafnarbrekkan frammi. Hafnarbrekkan er í Bjarnarey og á að sjást í hana af miðinu. Mið þetta er jafnan fiskisælt, en slæmt kargahraun í botni, og var títt að menn töpuðu þar vaðsteinum sínum eða sökkum.
Það er forn sögn, að miðið dragi nafn af því, að það bar einhverju sinni við, að menn, sem voru þarna á sjó, drógu marbendil. Slepptu þeir honum ekki fyrri en hann hafði sagt til nafns síns. Kvaðst hann heita Ledda, og nefndu þeir miðið eftir honum og hefur það haldizt síðan.
(Sögn Hannesar Jónssonar hafnsögumanns)