76.867
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
|||
Lína 3: | Lína 3: | ||
<big><big><center>'''FRAM TIL SIGURS'''</center></big> | |||
<center>'''I.'''</center> | |||
ALLIR menn eiga sínar margvíslegu manndómsþrár. Æskudraumar unglingsins hafa þroskazt og glæðzt, hugsunin hefir hækkað, hugsjónir skapast, viljinn eflist og áhuginn fest varanlegri rætur. Þráin að sigra hlýtur snemma öndvegið hjá framsækna ungmenninu. Fyrir sigurþrána hafa menn barizt með orðum og verkum. Hún hefir orðið helgust allra takmarka í sókn og vörn. <br> | ALLIR menn eiga sínar margvíslegu manndómsþrár. Æskudraumar unglingsins hafa þroskazt og glæðzt, hugsunin hefir hækkað, hugsjónir skapast, viljinn eflist og áhuginn fest varanlegri rætur. Þráin að sigra hlýtur snemma öndvegið hjá framsækna ungmenninu. Fyrir sigurþrána hafa menn barizt með orðum og verkum. Hún hefir orðið helgust allra takmarka í sókn og vörn. <br> | ||
Lína 13: | Lína 16: | ||
En að lokum fara nokkrir menn að vakna til nýrrar meðvitundar, frelsisþráin er að brjótast til valda og ný barátta frelsis og manndóms er hafin, þjóðin er vöknuð til vitundar um kall sitt.<br> | En að lokum fara nokkrir menn að vakna til nýrrar meðvitundar, frelsisþráin er að brjótast til valda og ný barátta frelsis og manndóms er hafin, þjóðin er vöknuð til vitundar um kall sitt.<br> | ||
Við minnumst öll með þakklæti og stolti þeirra mætu manna, sem helguðu líf sitt sjálfstæðisbaráttu þjóðar vorrar. Hin góðu öfl, sem þar voru að verki, eru „óskasteinar fortíðarinnar.“ Hugsjónin var hrein og voldug. Það var hugsjón sigursins, sem var að verki, sem nam nýtt land í hjörtum manna, sem barðist nýrri baráttu — og sigraði. | Við minnumst öll með þakklæti og stolti þeirra mætu manna, sem helguðu líf sitt sjálfstæðisbaráttu þjóðar vorrar. Hin góðu öfl, sem þar voru að verki, eru „óskasteinar fortíðarinnar.“ Hugsjónin var hrein og voldug. Það var hugsjón sigursins, sem var að verki, sem nam nýtt land í hjörtum manna, sem barðist nýrri baráttu — og sigraði. | ||
<center>'''II.'''</center> | |||
Vér nútímamennirnir megum margt af fortíðinni læra. Vér getum gjört hið góða í fari forfeðra vorra að fyrirmynd, og vér getum einnig varast hið illa. En vér eigum einnig að nema hugsjónum vorum og þrám ný lönd í hjörtum okkar og annarra. Vér eigum að þroska okkar manndómsþrár og starfa í þeirra þágu. Vér eigum að gefa niðjum vorum, sem eiga að erfa landið, nýjar fyrirmyndir siðgæðis og sóma.<br> | Vér nútímamennirnir megum margt af fortíðinni læra. Vér getum gjört hið góða í fari forfeðra vorra að fyrirmynd, og vér getum einnig varast hið illa. En vér eigum einnig að nema hugsjónum vorum og þrám ný lönd í hjörtum okkar og annarra. Vér eigum að þroska okkar manndómsþrár og starfa í þeirra þágu. Vér eigum að gefa niðjum vorum, sem eiga að erfa landið, nýjar fyrirmyndir siðgæðis og sóma.<br> | ||
Lína 23: | Lína 29: | ||
Vér verðum að stefna að því marki, að framtíðin verði fullkomnari en fortíðin var. Og það er á valdi hinnar íslensku æsku með samstarfi og aðstoð fullorðna fólksins, hvort því marki verður náð eða ekki.<br> | Vér verðum að stefna að því marki, að framtíðin verði fullkomnari en fortíðin var. Og það er á valdi hinnar íslensku æsku með samstarfi og aðstoð fullorðna fólksins, hvort því marki verður náð eða ekki.<br> | ||
Stefnum öll að því takmarki, að manndómurinn megi sigra, og það er trúa mín, að yfir hinni komandi framtíð Íslands muni ríkja heiðríkja frelsis og dáða. | Stefnum öll að því takmarki, að manndómurinn megi sigra, og það er trúa mín, að yfir hinni komandi framtíð Íslands muni ríkja heiðríkja frelsis og dáða. | ||
:::::::::::::::[[Helgi Sæmundsson|''H.S.'']] ''1. bekk''. | ::::::::::::::::::[[Helgi Sæmundsson|''H.S.'']] ''1. bekk''. | ||
____________________ | <center>____________________</center> | ||
Drengur: Ég fékk þrenn verðlaun í skólanum í vetur, sem leið. Ein fyrir framúrskarandi gott minni, en ég er nú búinn að gleyma, fyrir hvað ég fékk hin. | Drengur: Ég fékk þrenn verðlaun í skólanum í vetur, sem leið. Ein fyrir framúrskarandi gott minni, en ég er nú búinn að gleyma, fyrir hvað ég fékk hin. |