„Blik 1962/Fréttamyndir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:




=Fréttamyndir=
<big><big><big><big><center>Fréttamyndir</center> </big></big></big>
<br>
<br>
<br>
<br>
[[Mynd: 1962 b 341 A.jpg|ctr|500px]]
[[Mynd: 1962 b 341 A.jpg|ctr|500px]]


<big>''Árið 1895 lét danski selstöðukaupmaðurinn [[J.P.T. Bryde]] rífa til grunna verzlunarhús sitt hið stærsta á [[Miðbúðin|Miðbúðarlóðinni]] í Vestmannaeyjum og flytja það til Víkur í Mýrdal. Þar byggði hann síðan mjög stórt verzlunarhús og hóf þá mikla verzlun við skaftfellska bændur og búaliða.
''Árið 1895 lét danski selstöðukaupmaðurinn [[J.P.T. Bryde]] rífa til grunna verzlunarhús sitt hið stærsta á [[Miðbúðin|Miðbúðarlóðinni]] í Vestmannaeyjum og flytja það til Víkur í Mýrdal. Þar byggði hann síðan mjög stórt verzlunarhús og hóf þá mikla verzlun við skaftfellska bændur og búaliða.


''Myndin hér að ofan er af helmingi þessa mikla vörugeymslu- og verzlunarhúss Bryde í Vík. Smiðir úr Eyjum reistu húsið, a.m.k. var [[Sveinn Jónsson smiður|Sveinn Jónsson]] á [[Sveinsstaðir|Sveinsstöðum]] hér yfirsmiður við bygginguna. <br>
''Myndin hér að ofan er af helmingi þessa mikla vörugeymslu- og verzlunarhúss Bryde í Vík. Smiðir úr Eyjum reistu húsið, a.m.k. var [[Sveinn Jónsson smiður|Sveinn Jónsson]] á [[Sveinsstaðir|Sveinsstöðum]] hér yfirsmiður við bygginguna. <br>

Útgáfa síðunnar 19. október 2010 kl. 19:38

Efnisyfirlit 1962



Fréttamyndir



ctr

Árið 1895 lét danski selstöðukaupmaðurinn J.P.T. Bryde rífa til grunna verzlunarhús sitt hið stærsta á Miðbúðarlóðinni í Vestmannaeyjum og flytja það til Víkur í Mýrdal. Þar byggði hann síðan mjög stórt verzlunarhús og hóf þá mikla verzlun við skaftfellska bændur og búaliða.

Myndin hér að ofan er af helmingi þessa mikla vörugeymslu- og verzlunarhúss Bryde í Vík. Smiðir úr Eyjum reistu húsið, a.m.k. var Sveinn Jónsson á Sveinsstöðum hér yfirsmiður við bygginguna.
Annars mun Bryde kaupmaður hafa hafið lausaverzlun í Vík í Mýrdal 1889, eftir því sem bezt er vitað, og reisti þá þar vörugeymsluhús undir svonefndu Blánefi. Vitað er, að hákarlaskipið Jason flutti vörur til Víkur fyrir kaupmanninn. Fyrstu 6 árin, sem J.P.T. Bryde verzlaði í Vík, rak hann verzlunina þar á vorin og fram á sumarið. Á fyrstu 10—15 árunum, sem Bryde verzlaði í Vík, störfuðu hjá honum ýmsir lausamenn frá Eyjum, svo sem Eiríkur Hjálmarsson, kennari, Árni Filippusson, kennari, sem síðar urðu kunnir menn í Eyjum.
Áður en Bryde kaupmaður hugðist flytja hið mikla verzlunarhús úr Eyjum til Víkur, keypti hann stóra athafnalóð af Víkurbændum. Lóðarkaupasamning þann gerði Árni Filippusson fyrir kaupmanninn og undirritaði 29. des. 1894.





Hinn 10. jan. 1961 strandaði belgiski togarinn Marie Jose Rosette á Hörgeyrargarðinum austanverðum.
Björgunarsveitin í Vestmannaeyjum bjargaði skipshöfninni af leikni og harðfylgi upp á hafnargarðinn, en austanstormur var á og kvika mikil við garðinn. Eftir nokkra daga gerði mikið austanbrim, og braut þá togaraflakið gat á hafnargarðinn, svo að sjór flœddi inn um það inn í höfnina.
Myndin að ofan sýnir togarann, þar sem hann „stangar“ hafnargarðinn í austanbriminu, 22. jan., en garðurinn lét undan, svo að gat kom á hann.



VIÐGERÐ Á GARÐINUM
Efri myndin til vinstri er tekin af gatinu á hafnargarðinum um fjöru. Myndin er tekin austan við garðinn. Básaskersbryggjan og Vinnslustöð Vestmannaeyja blasa við í vestrinu.
Neðri myndin til vinstri sýnir undirstöður, sem gerðar eru á þann hátt, að stórir segldúkspokar eru fylltir sementsblöndu.
Efri myndin til hægri: Lögð síðasta hönd á viðgerð garðsins að vestan, hafnarmegin.
Mennirnir frá vinstri: 1. Kristinn Sigurðsson, 2. ..., 3. Magnús Magnússon, 4. Sigurður Kristinsson, 5. Bergsteinn Jónasson, verkstjóri og hafnarvörður, 6. Edvin Jóelsson, 6. Guðni Runólfsson, sem stendur á garðinum.







FRÁ STARFSEMI Í TÓMSTUNDAHEIMILINU AÐ BREIÐABLIKI.
Niður t.v.:
1. Verkleg sjóvinna undir leiðsögn Magnúsar Magnússonar, netagerðarmeistara.
2. Bast- og tágavinna stúlkna undir leiðsögn Dagnýjar Þorsteinsdóttur frá Laufási.
3. Frá ljósmyndadeildinni. Piltar læra að stœkka ljósmyndir. Leiðbeinandi: Guðmundur Lárusson frá Akri.
Niður til hœgri:
1. Sjóvinnunámskeiðinu lýkur með sameiginlegu hófi.
2. Leiklistarflokkurinn í tómstundaheimilinu með leiðbeinanda sínum, frú Unni Guðjónsdóttur.
3. Piltar lœra að framkalla ljósmyndir. Leiðbeinandi er Guðm. Lárusson.
(Guðmundur Lárusson tók myndirnar haustið 1961).



Í KRINGUM EYJAR MEÐ „LÓÐSINUM“
á kostnað Félags kaupsýslumanna.
Dagana 15.—17 júlí 1961 dvöldust hér í Eyjum norsk hjón í heimsókn að Goðasteini, lektor Trygve og Gerd Fjerdingstad frá Hamri í Noregi.
Daginn, sem norsku hjónin komu hingað, bar svo við, að Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum efndi til ferðar verzlunarfólks í Eyjum í kringum Eyjar, vestur um Álfsey og Brand og suður um Suðurey og Hellisey. — Jóhann Friðfinnsson, kaupmaður, sem er formaður kaupsýslumannafélagsins, leyfði norsku hjónunum að vera með í ferðalagi þessu þeim til mikillar ánægju og hugljúfra endurminninga.
Mér er í minni, hversu vel og höfðinglega kaupmennirnir Þorgeir Frímannsson og Bjarni Einarsson veittu góðgjörðir þessum norsku gestum okkar og ber að þakka það alúðlega.
Myndirnar hér að ofan eru frá ferðalagi þessu.
Efri myndirnar frá vinstri:
Norski lektorinn er maðurinn, sem að okkur snýr (með alpahúfu og gleraugu). Að baki honum er frú hans Gerd. Maðurinn með pípuna er negri, sem hér dvaldist nokkrar vikur á s.l. sumri. Negrinn sést einnig á neðri myndinni til hægri. Flestir aðrir þekktir Eyjamenn.
(Páll Helgason tók myndirnar).