„Blik 1974/Drýgðar dáðir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Blik 1974/Drýgðar dáðir“ [edit=sysop:move=sysop])
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. maí 2010 kl. 20:41

Efnisyfirlit 1974



ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON

Drýgðar dáðir



Manndómur - manngildi
Nú byggjast Eyjar ört á ný. Ég hvarfla huga til Eyjafólks - hugleiði allan þann dugnað og allt það vinnuþrek, sem þetta fólk sýnir og sannar í daglegri önn og athöfn við þá ætlan sína að gera Vestmannaeyjakaupstað aftur að þeirri styrku stoð, sem hann var íslenzka þjóðfélaginu. Með hverjum mánuði, sem líður verður Heimaey æ mannvistarlegri og mennilegri fyrir atbeina fólksins og þeirrar miklu fjárhagslegu aðstoðar, sem það nýtur og hefur notið frá þjóðfélaginu okkar, stofnunum og einstaklingum, svo að þjóðarsómi er að.

Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans.
Þór Magnússon, þjóðminjavörður.
Í skjóli hans var Byggðarsafn Vestmannaeyja varðveitt í byggingu þjóðminjasafns Íslands í hálft annað ár. Það var flutt aftur til Eyja í júlímánuði á þessu ári.

Ég æski þess, að Blik, ársrit Vestmannaeyja, geymi nokkrar heimildir og markverð gögn verðandi hina miklu fórn, manndóm og manngildi, sem leystst hefur úr læðingi og komið ótrúlega miklu góðu til leiðar gagnvart okkur Vestmannaeyingum, sem urðum fyrir áfallinu mikla á s.l. ári við eldsumbrotin á Heimaey.

Starfið í Hafnarbúðum
Blik birtir að þessu sinni skýrslu Georgs Tryggvasonar, lögfræðings Vestmannaeyjabæjar, um þá ómetanlegu hjálp, sem valdhafar Reykjavíkurborgar, Rauði Krossinn, hinn mikli fjöldi einstaklinga og stofnana að ógleymdri Hjálparstofnun þjóðkirkjunnar íslenzku veitti okkur Vestmannaeyingum eftir að ósköpin dundu yfir okkur og við urðum að flýja heimkynnin og eyjuna okkar í mikilli skyndingu til þess að bjarga lífi og limum.
Ekki er við því að búast, að skýrsla þessi sé nándar nærri tæmandi. En hún er markverð söguleg heimild, sem á að geymast til glöggvunar síðari kynslóðum um þessa sögulegu atburði. Ársrit Vestmannaeyja, Blik, leyfir sér að færa lögfræðingnum alúðarþakkir fyrir hið mikla og markverða starf, sem hann hefur innt af hendi með því að taka saman þessa skýrslu.
Vitaskuld er enn margt óskráð um alla þá hjálp, sem okkur var veitt í þeim þrengingum. Alla fræðslu um hana er Blik fúst til að geyma síðari tímum til glöggvunar unnendum sögu og sagna.

Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri.
Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri.
Sveinbjörn Frímannsson, seðlabankastjóri.
Sigurður Örn Einarsson, skrifstofustjóri Seðlabankans. (leiðr.)
Sighvatur Jónasson, forstöðumaður daglegrar afgreiðslu í Seðlabankanum.

Sumir fullyrða, að peningar séu afl þeirra hluta, sem gera skal. Ef til vill sannar saga íslenzku þjóðarinnar þessar fullyrðingar betur en flest annað.


Sparisjóðurinn og Seðlabankinn
Þessar hugleiðingar mínar leiða til þess, að ég hvarfla huga til bankastofnana okkar Eyjamanna. Mikil var sú aðstoð, sú beina og óbeina hjálp, sem þær nutu, eftir að við urðum að flýja með þær til höfuðborgarinnar. Þá er mér auðvitað efst í huga Sparisjóður Vestmannaeyja, sem naut hinnar eftirminnilegu og ómissandi hjálpar Seðlabanka Íslands. Bankastjórar þeirrar stofnunar létu sig ekki um það muna að bjóðast til að hýsa hann og skapa honum skilyrði til starfa, enda þótt bankinn sjálfur búi við þröngan húsakost og að ýmsu leyti erfið starfsskilyrði sökum skorts á viðhlítandi húsnæði. Þessi framboðna hjálp Seðlabankans Sparisjóðnum til handa átti ekki minnstan eða veigalítinn þátt í því, að okkur tókst svo giftusamlega að rétta Sparisjóðsstofnunina við og gera sparisjóðinn aftur að traustri peningastofnun, sem þegar á fyrstu mánuðum viðreisnarstarfsins í Eyjum megnaði að lána Eyjamönnum tugi milljóna króna til endurreisnarstarfsins í bænum.
Þegar ég hvarf frá sparisjóðsstjórastarfinu á miðju s.l. sumri sökum elli og þverrandi starfsorku, hafði Sparisjóður Vestmannaeyja veitt Eyjamönnum um það bil 40 milljón króna lán til viðgerðar á húsum sínum og til nýbygginga. Þá voru þar að auki óveitt lán, sem námu hart nær 10 milljónum, handbært fé, sem stjórnin hafði samþykkt til nýbygginga í bænum.

ctr

Alfreð Guðmundsson.


ctr

Frú Guðrún Árnadóttir.

Alfreð Guðmundsson er forstöðumaður Kjarvalsstaða á Miklatúni í Reykjavík. Í því mikilvœga starfi nýtur hann mikils stuðnings konu sinnar, frú Guðrúnar Árnadóttur. Okkur, sem að söfnunarstörfum Vestmannaeyinga vinnum, verður það æ í minni, er forstöðumaður Kjarvalsstaða og samstarfsmaður hans, hinn ameríski listfrœðingur, Mr. Ponzi, hringdu til okkar í eldhríðinni miklu og buðu okkur að geyma listaverkasafn bæjarins að Kjarvalsstöðum, ef við gætum flutt það frá Eyjum í tœka tíð. — Þarna var safnið geymt næstu 10 mánuðina. — Síðarí hluta nóvembermánaðar 1973 efndi Byggðarsafn Vestmannaeyja til almennrar sýningar á listaverkum Jóhannesar Kjarvals í eigu Vestmannaeyjakaupstaðar ásamt ýmsum markverðum munum úr Byggðarsafni kaupstaðarins. — Við þessi störf nutum við sömu velvildarinnar og hjálpseminnar í þágu bœjarins okkar. Fyrir allt þetta starf og þessa velvild og ýmislegt fleira utan við þetta fœrum við þessum hjónum og öllu starfsfólki Kjarvalsstaða innilegustu þakkir.


Þegar ég minnist þessarar getu sparisjóðsins til stuðnings og styrktar hinu mikla og mikilvæga starfi, sem Eyjamenn inna nú af hendi til endursköpunar og viðreisnar á Heimaey, þá er mér ríkast í huga hjálp Seðlabankans við þessa litlu peningastofnun og svo skilningur Eyjamanna sjálfra á því að efla hana að fjármagni og getu. Þegar ég skrifa þetta, gleymi ég ekki þeim mikla og mikilvæga stuðningi, sem Útvegsbankinn okkar hefur einnig lagt af mörkum í sama augnamiði.
Um miðjan september (1973) fluttum við nokkurn hluta sparisjóðsstarfsins aftur til heimkynna sinna í byggingu hans að Bárugötu 15. Margt var breytt. Bygging sparisjóðsins hafði um tíma hýst eiturgas, sem gert hafði víða vart við sig um tíma í þeim húsum, sem lægst standa í kaupstaðnum. Þess sáust hvimleið merki í húsakynnum Sparisjóðsbyggingarinnar. En ekki tók að kippa sér upp við það. Starfið og markmiðið var okkur allt.
Í marzlokin (1974) fluttum við heim að fullu og kvöddum þá hið góða starfsfólk Seðlabankans, sem alltaf hafði lagt okkur hjálparhönd, þegar við þurftum þess við. Hjálpin og aðstoðin allra þar var okkur ómetanleg, hinna lægri sem hinna hærri í þeirri stofnun.


ctr

Þessi mynd var tekin, er við, sem þá vorum eftir starfandi í Sparisjóði Vestmannaeyja,
fluttum burt úr Seðlabankahúsinu við Hafnarstrœti. Það var í marzlokin (1974).
- Frá vinstri: Jóhann Ingjaldsson, aðalbókari Seðlabankans, Benedikt Ragnarsson,
skrifstofustjóri Sparisjóðsins, nú sparisjóðsstjóri, Kristín S. Þorsteinsdóttir, bókari,
Þorsteinn Þ. Víglundsson, Ólafur Haraldsson, gjaldkeri Sparisjóðsins,
og Stefán Þórarinsson, aðalféhirðir Seðlabankans.


Og þegar upp skyldi gert og sýndur litur á að greiða fyrir hjálp þessa að einhverju leyti, höfðu bankastjórarnir afráðið, að ekkert skyldi greitt.
Eitt vitum við af reynslu, að símanotkunin ein þessa rúma 14 mánuði, sem við nutum hjálpar og dvöldumst með starfið í byggingu Seðlabankans, hefur verið greidd með tugum ef ekki hundruðum þúsunda króna. Svo gífurleg var sú notkun okkar á síma, þar sem við þurftum að ná til viðskiptavina sparisjóðsins, sem dreifðust um land allt. Síminn okkar var í notkun allan starfsdaginn.
Þá er það fjarri mér að draga fjöður yfir þá miklu og hallkvæmu hjálp, sem Seðlabankinn veitti Vestmannaeyjafjölskyldum fyrstu vikurnar eftir flóttann mikla. Hann lét Sparisjóð Vestmannaeyja og Útvegsbankann í Vestmannaeyjum veita þessi lán f.h. bankans, allt að kr. 50.000.00 á fjölskyldu. Sú lánaupphæð öll mun hafa numið yfir 60 milljónum króna, og voru lánin veitt til eins árs til að byrja með.

Þ.Þ.V.