„Blik 1957/Gömul skjöl“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 140: | Lína 140: | ||
==''Tveir samningar um byggingu templarahúss''== | ==''Tveir samningar um byggingu templarahúss''== | ||
<br> | <br> | ||
[[Mynd: 1957 | [[Mynd: 1957 b 102.jpg|left|thumb|400px]] | ||
Útgáfa síðunnar 9. maí 2010 kl. 18:12
Gömul skjöl
Lestrarfélag Vestmannaeyja
Lestrarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1862.
Hér birtir Blik ávarp frumkvöðlanna, þeirra Bjarna E. Magnússonar, sýslumanns, séra Brynjólfs Jónssonar og J.P.T. Bryde kaupmanns.
Þá birtist hér reglugjörð sú, sem þeir sömdu fyrir félagið, svo og listi yfir menn, sem gjörðust meðlimir félagsins þegar við stofnun þess.
Ávarpið ber með sér áhrif dönskunnar frá síðustu öld. Stafsetning og kommusetning er hin sama og á frumritunum.
Haraldur Guðnason, bókavörður, hefur gefið Bliki afrit af skjölum þessum. Færum við honum beztu þakkir fyrir.
Hverjum manni má kunnugt vera, hve mjög almenn menntan og þekking styður að því að efla heill og velferð lýða og landa, og má með sanni álítast sem grundvöllurinn undir andlegum og líkamlegum framförum hvers einstaks manns og þjóðfélagsins yfir höfuð; því upplýsingin og þekkingin hvetur menn til dáða og dugnaðar, og til þess að neyta krapta sinna, sér og öðrum til gagns og nota, því með almennri upplýsingu fylgir allajafna almenn velferð, dáð og dugur, en með vanþekkingu ódugnaður og eymdarskapur.
Af þessum ástæðum hefur oss undirskrifuðum, er fúslega viljum stuðla til þess, er miðar Vestmannaeyjum til heilla og velferðar, komið ásamt um, að til þess að efla og glæða almenna og nytsama þekkinu meðal Eyjabúa, sem vér, eins og nú er getið, álítum svo áríðandi, væri mjög nauðsynlegt að bókasafn yrði stofnsett hér í Vestmannaeyjum, innihaldandi ýmsar fróðlegar og lærdómsríkar bækur á íslenzku og dönsku máli, er frætt gæti alþýðu, og virðist oss þetta hér því æskilegra, sem enga skólamenntun er að fá hér handa börnum og unglingum, sem menn á öðrum stöðum, einkum í útlöndum geta orðið aðnjótandi, eins og það á hinn bóginn er alkunnugt, að mörgum, bæði ungum og gömlum, bæði hér og annarsstaðar á Íslandi, þykir mikil unun að bókum, en geta opt eigi sökum fátæktar eða annarra orsaka vegna, fengið þær. Undir eins og vér því, erum fullvissir um, að margir hér muni hafa vilja til þess, að afla sér þess fróðleiks, er glætt geti sanna framfaralöngun í andlegu og líkamlegu tilliti, ef þess gæfist kostur, viðurkennandi sannleika hins forna málsháttar, „að blindur er bóklaus maður“, verðum vér jafnframt að játa, að flesta skortir efni til, að afla sér nytsamra og fróðlegra bóka, og viljum því — þar félagsskapur og samtök góðra manna geta ráðið bót á þessu — skora á þá af Eyjabúum, sem einhver efni hafa, og vilja vel sér og þessum afskekkta Hólma, að ganga í lið með oss, og styrkja oss með tillögum sínum, að stofnsetja bókasafn, sem tilheyra á Vestmannaeyjum, og heita „BÓKASAFN VESTMANNAEYJA LESTRARFÉLAGS“ og miða til upplýsingar og uppfræðingar fyrir alþýðu hér á eyju. — Bráðabirgðar reglugjörð fyrir félag þetta fylgir hérmeð, til eftirsjónar fyrir þá er kynnu að vilja ganga í ofangreint Lestrarfélag.
- REGLUGJÖRÐ
- fyrir
- REGLUGJÖRÐ
- Lestrarfélag Vestmannaeyja.
- 1.
Það er mark og mið lestrarfélags Vestmannaeyja með stofnun bókasafns, er innihaldi ýmsar fróðlegar og nytsamar bækur, einkum á íslenzku og dönsku máli, að efla almenna þekkingu á öllu því, er stutt geti að andlegum og líkamlegum framförum, og þar með fylgjandi heill og hagsæld Eyjabúa sérílagi.
- 2.
Hver sem verða vill meðlimur félags þessa, borgi, um leið og hann gengur í það, og svo lengi sem hann er í því, ár hvert, að minnsta kosti tvö mörk, hvort heldur er í peningum eða með einhverri þeirri bók, er forstöðunefnd félagsins álitur félaginu gagnlega, og skal hann hafa goldið tillag sitt innan maímánaðarloka hvert ár.
- 3.
Sá félagsmaður sem lætur eitthvað af hendi rakna við félagið, fram yfir það, sem minnst er tiltekið, skal hafa þeim mun meiri rétt til bókalána hjá félaginu.
- 4.
Hver sá er auðsýna kynni félaginu einhverja sérlega velgjörð, getur á aðalfundi félagsins, ef fleiri atkvæði eru með en móti, orðið kjörinn sem heiðursfélagi.
- 5.
Hvern þann félaga, sem ekki greiðir hið minnsta tiltekna tillag í 2 ár samfleytt, má eftir uppástungu forstöðunefndarinnar útiloka úr félaginu, nema því aðeins að hann þá borgi skuld sína, og æski framvegis að vera í félaginu.
- 6.
Sá sem vill segja sig úr félaginu, gjöri það ekki seinna en misseri á undan aðalfundi.
- 7.
Félagi þessu, sem nú stofnast, sé hið fyrsta ár veitt forstaða af sýslumanni og sóknarpresti Vestmannaeyja, og velji þeir sér til aðstoðar mann, er þeir álíta bezt til þess fallinn; — en að þessu ári liðnu og fremvegis, skulu 3 menn kosnir í forstöðunefnd af félagsmönnum, á aðalfundi félagsins, er jafnan skal haldinn einu sinni á ári, um fardaga leytið. —
- 8.
Meðlimir forstöðunefndarinnar skulu eftir samkomulagi sín á milli, hafa öll þau störf á hendi er viðkoma félaginu, svo sem bókhald, bókageymslu og reikninga yfir tekjur og gjöld félagsins, skal nefndin hafa 3 bækur, eina gjörðabók, aðra fyrir reikninga félagsins og hina 3ju innihaldandi bókalista og útlán bóka. —
- 9.
Á aðalfundi félagsins, sem getið er í niðurlagi 7. greinar, skal forstöðunefndin skýra frá aðgjörðum félagsins um hvert undanfarið ár, einnig framleggja reikning yfir fjárhag þess.
- 10.
Förstöðunefndin lánar út bækur til meðlima félagsins einu sinni í viku hverri (og mun hún, þegar þar að kemur, gefa félagsmönnum nákvæmari ávísun um meðferð bóka og annað þar að lútandi).
- 11.
Þyki þess þörf að gjörð sé breyting á reglum þessum eða við þær bætt, skal þar um rætt á almennum fundi.
Reglugjörð þessi er samantekin af stofnendum félagsins. —
Vestmannaeyjum í Júnímánuði 1862.
B.E.Magnússon ——— Br. Jónsson
- J.P.T. Bryde
- L I S T I
yfir þá sem gjörast vilja meðlimir lestrarfélags VESTMANNAEYJA
No. | Nöfn og aðsetur félagsmanna |
Tillag Rdl. | Tillag Sk. |
1. | B.E. Magnússon sýslumaður borgað í bókum |
10 | |
2. | J.P.T. Bryde | 20 | |
3. | Br. Jónsson borgað í bókum |
10 | |
4. | V.E. Thomsen betalt til BEM | 5 | |
5. | Helgi í Kornhól | 48 | |
6. | P. Bjarnesen | 2 | |
7. | G. Bjarnesen betalt til BEM | 1 | 48 |
8. | C. Bohn borgað í bókum BEM | 5 | |
9. | Magnús Pálsson á Vilborgarstöðum borgað BEM |
48 | |
10. | Páll Jensson á Búastöðum borgað BEM |
32 | |
11. | Brynjúlfur Halldórsson borgað til Br. J. | 48 | |
12. | Ingimundur Jónsson borgað Br. J. | 1 | |
13. | Árni Diðriksson borgað til Br. J. | 1 | |
14. | C. Roed til Br. J. bet. | 2 | |
15. | Bjarni Ólafsson | 48 | |
16. | Jón Jónsson í Gvendarhúsi borgað til Br. | 32 | |
17. | Stefán Austmann | 32 | |
18. | Jón Austmann borgað til Br. | 32 | |
20. | Guðni Guðnason í Dölum | 48 | |
21. | Sveinn Þórðarson borgað til Br. | 48 | |
22. | Árni Einarsson hreppstjóri til Br. J. borgað |
1 | |
23. | S.J.V. Thomsen borgað til BEM | 1 | |
24. | J. Salmonsen borgað til BEM | 2 | |
25. | S. Torfason á Búastöðum | 32 | |
26. | Chr. Magnússon Sjólyst borgað í bókum | 8 | |
27. | Eyjólfur Hjaltason Löndum borgað með bókbandi |
42 |
Tveir samningar um byggingu templarahúss
Myndin er af Goodtemplarahúsinu á Mylnuhól, elzta samkomuhúsi hér í Eyjum, eins og það leit út eftir að Sigurður Sigurfinnsson hafði aukið við það og stækkað. — Norðan við húsið hlusta Eyjabúar á norskan söngkór, sem hingað kom á árunum 1920—1930, „Handelsstandens sangforening“ hét hann, að okkur er tjáð.
Við undirskrifaðir Sveinn Jónsson snikkari, Árni Filippusson, Eiríkur Hjálmarsson, Engilbert Engilbertsson og Sigurður Sigurfinnsson höfum gjört með okkur svolátandi samning:
1. Ég Sveinn Jónsson skuldbind mig til að smíða fundahús handa Good-Templarastúkunni Báru nr. 2 samkvæmt uppdrætti, sem við höfum fallizt á, eða með þeim breytingum, sem okkur öllum kemur ásamt um, og skal í skuldbindingu þessari fólgið, að leggja til alla þá vinnu, sem að húsagjörðinni lýtur fyrir utan járnsmíði og grjótvinnu, og að allt verkið sé vandlega af hendi leyst; að koma fyrir lömum, og læsingum og festa járnum í húsið er þar með talið.
2. Nánari ákvæði um smíðið skulu vera þessi: Húsið skal byggt á grundvelli þeim, er að nokkru leyti er þegar gjörður á svokölluðum Mylnuhól, og vera 12 álna langt og 9 álna vítt að utan máli, 4 1/2 al. á hæð undir bita. Hornstoðir skulu vera krossflettingar úr sívölu tré, tvær stoðir í hvorri hlið og tvær í austurgafli úr trjám 5x5 að gildleika. Allar aðrar stoðir, skástoðir, fótstykki og undirstokkar úr plönkum. Bitar tveir úr trjám 5x5, tveir úr trjám 5x2 1/2 og þrír úr plönkum. Sperrur fjórar úr plönkum og þrjár úr spírum. Hver sperrukjálki skal vera 4 3/4 alin á lengd, og aðeins einn planki tekinn af gildari enda hverrar spíru. Lausholt, sumpart úr plönkum, sumpart úr spírum. Að öðru leyti skal grindarviðum hagað eins og uppdráttur sýnir. — Þakið úr galvaníseruðum járnþynnum, lögðum á langbönd úr spírum og borðum. Á hvorri hlið skulu vera 3 gluggar, hver með 8 rúðum, ein rúða á hjörum í hverjum glugga, og tveir hlerar á hjörum fyrir hverjum, sem hylja þá alla. Á vesturgaflinum 3 gluggar, einn uppi yfir dyrum með þrem rúðum og einn hvoru megin dyranna, hvor með tveim rúðum.
Á austurgaflinn skal klætt með plægðum borðum, lóðréttum, en annarsstaðar skal klætt með klæðningarborðum láréttum. Klæðningin skal máluð utan eða smurð olíu jafnóðum og klætt er. Neðan á bitana skal þiljað með plægðum þiljuborðum. Með líkum borðum skal og húsið þiljað yfir um þvert tveim álnum frá vesturgafli, og skulu vera dyr á því þili einni alin frá norðurhlið hússins, í þeim fulningahurð með lömum og læsing. Gólfið í aðalhúsinu lagt plægðum borðum. Að öðru leyti verður húsið óþiljað að innan.
Fyrir útidyrum hurð úr plægðum borðum með lömum og læsing.
3. Á húsinu byrja ég Sveinn
Jónsson strax á morgun, og
skal halda því tafarlaust áfram unz því er lokið, nema
að því leyti sem óveður eða
aðrar óviðráðanlegar hindranir koma í veg fyrir það. En
undir eins og smíðinni er lokið, skal húsið afhent nefndri
Good-Templarastúku til
fullra umráða. Sömuleiðis
efniviður sá, er afgangs kann að verða.
4. Skyldi húsið farast eða
skemmast af eldsvoða, meðan það er í smíðum og því
er ekki skilað, lendir fjártjónið á mér, Sveini Jónssyni,
ef það er vangæzlu minni að
kenna eða þeirra, sem ég hefi
í verki með mér.
5. Við Árni Filippusson, Eiríkur
Hjálmarsson, Engilbert Engilbertsson og Sigurður Sigurfinnsson skuldbindum okkur
til vegna stúkunnar Báru nr.
2 að annast um að grjótvinnu
þeirri, viðarflutningum og
járnsmíði, er hússmíðinni er
samfara verði svo tímanlega
lokið og haganlega, að það
hindri ekki hr. Svein Jónsson
frá að halda áfram verki sínu, og að honum verði endurgoldin smíðin með 70 — krónum í innskrift við Garðsverzlun, þegar henni er lokið samkvæmt þessum samningi.
6. Verði ágreiningur um skilning á ákvæðum þessa samnings eða um það, hvort vinnan sé leyst af hendi samkvæmt honum, skulu tveir óvilhallir menn, er málspartar kjósa sinn hvor, skera úr þeim ágreiningi.
- Vestmannaeyjum, 13. október 1890.
Við undirskrifaðir Sigurður Sigurfinnsson, Árni Filippusson, Engilbert Engilbertsson, Gísli Lárusson og Sveinn Jónsson höfum gert með okkur svo látandi samning:
1. Ég Sigurður Sigurfinnsson skuldbind mig til að lengja fundahús Goodtemplarstúkunnar Báru nr. 2 um 4 álnir og til að klæða svo með járnþynnum allan austurgafl hússins og alla suðurhlið þess að gluggum undanskildum, og skal í skuldbindingu þessari fólgið að leggja til alla þá vinnu, sem að húsbót þessari lýtur, að undanskildri grjótvinnu og járnsmíði, og að allt verkið sé vandlega af hendi leyst.
2. Nánari ákvæði um smíðina skulu vera þessi: Viðaukinn við húsið skal vera með sömu vídd og hæð og með jöfnu risi og það áður byggða af húsinu, með einum glugga á hliðinni hvoru megin og hlerar á lömum fyrir þeim báðum. Bitar, stoðir, lausholt, fótstykki og undirstokkar skulu vera úr trjám og plönkum, austurgaflinn klæddur með þeim sömu borðum, sem nú eru á honum, norðurhliðin með borðum, sem tekin skulu af suðurhliðinni, en í stað þeirra á suðurhliðinni skulu aftur látin plægð gólfborð, og eins á hinn nýja part hússins þeim megin. Á norðurhliðinni skal hinn nýi gluggi vera með sömu stærð og lagi og þeir gluggar, sem þar eru fyrir, en sunnanmegin skulu þeir gluggar, sem þar eru, teknir upp og færðir með sólbekkjum og hlerum svo miklu utar, sem þarf vegna járnklæðningarinnar, og sett ný vatnsborð nægilega breið fyrir ofan og neðan hvern þeirra. Með sama lagi skal og nýi glugginn á þeirri hlið vera. Allt, sem rjúfa þarf af því áður gjörða, skal rofið með varúð og gætni, svo það skemmist sem minnst.
Norðurhliðin skal máluð að utan strax og búið er að klæða hana. Gólfið skal vera úr plægðum gólfborðum og loftið úr plægðum þiljuborðum. Frá ákvæðum þessum má því aðeins víkja, að mér Sigurði Sigurfinnssyni og að minnsta kosti tveim öðrum með undirskrifuðum komi ásamt um það.
3. Á smíðinni byrja ég Sigurður Sigurfinnsson strax í dag, og skal halda henni tafarlaust áfram, unz henni er lokið, nema að því leyti sem óveður eða aðrar óviðráðanlegar hindranir koma í veg fyrir það. Einkum skal þó kosta kapps um, að húsið sé sem skemmstan tíma opið fyrir veðrum. En undir eins og smíðinni er lokið, skal húsið og efniviður sá, sem afgangs kann að verða, afhentur áðurnefndri stúku.
4. Við Árni Filippusson, Engilbert Engilbertsson, Gísli Lárusson og Sveinn Jónsson skuldbindum okkur til vegna stúkunnar Báru nr. 2 að annast um, að grjótvinnu þeirri og járnsmíði, sem byggingu þessari er samfara, verði svo tímanlega og haganlega lokið, að það hindri ekki hr. Sigurð Sigurfinnsson frá að halda áfram verki sínu og honum verði endurgoldin smíðin með 30 — þrjátíu — krónum í innskrift við Garðsverzlun, þegar henni er lokið samkvæmt þessum samningi.
5. Verði ágreiningur um skilning á ákvæðum þessa samnings, eða um það, hvort vinnan sé leyst af hendi samkvæmt honum, skulu tveir óvilhallir menn, er málspartar kjósa sinn hvor, skera úr þeim ágreiningi.
- Vestmannaeyjum 18. ágúst 1891
- Sigurður Sigurfinnsson
- Sigurður Sigurfinnsson
- Árni Filippusson —— Sveinn Jónsson
- Engilbert Engilbertsson —— Gísli Lárusson
Hafnarmerki þau, sem nú
brúkast í Vestmannaeyjum
Þegar siglt er að höfninni, skal gæta þess að vera sem svarar mitt á milli Klettsnefs, sem er norðausturtangi innsiglingarinnar, og svo kallaðra Urða, sem eru suðaustan megin.
Ef austan vindur er, skal sigla svo langt norður eftir Víkinni, að suðurendi Elliðaeyjar sé jafn Klettsnefi, sem þá er orðið aftur af, og skal stýra undan því og sjást aðeins til Elliðaeyjar, þar til þær stangir, sem standa sunnan megin innsiglingarinnar, bera hvor í aðra, sem eru flaggstöng og smástöng með nokkru millibili, og skal þá beygja suður á (til bakborðs), og stýra á norðurenda kletts þess, sem stendur sunnan megin hafnarinnar og kallast Nausthamar, og skal svo beygja til stjórnborðs, þegar austurendi Helgafells er kominn vestur undan hæðinni, sem stangirnar standa á (flaggstöngin og litla stöngin) og skal þá stýra mitt á höfnina eftir því sem maður sér, að skip liggja, ef þau eru inni. Séu skip fyrir, þá ber að gæta þess, að vera ætíð norðan megin við þau.
Ef flagg er dregið upp á fyrrnefndri flaggstöng og það er látið standa, þá má það skip, sem höfn vill taka, sigla inn, og sé sá vindur og sjór, að hafnsögumaður ekki komist út, og skipið hefir flaggað lóðsflaggi, þá liggur hafnsögumaðurinn fyrir innan svokallað Steinsrif og vísar þaðan rétta leið með flaggi, sem hann hefur á stöng í bátnum. Skal þá gæta þess að stýra eftir því, sem hann vísar til, nefnilega bendir með flagginu: til stjórnborðs, til bakborðs.
Tvö flögg í fyrrnefndri flaggstöng merkja, að norðan megin við Eiðið geta skip legið og tekið hafnsögumann, ef þau vilja.
Tvö ljós á nóttu í flaggstönginni merkja sama og tvö flögg; eitt ljós á nóttu í flaggstönginni, merkir sama og eitt flagg. En þegar flagg er dregið upp og niður eftir, eftir þann tíma, sem maður ímyndar sér, að flaggið hafi sézt frá skipinu, þá merkir það: ,,0f lágt vatn“ (fjara), og má því ekki halda inn til hafnarinnar, fyrr en flaggið er dregið upp aftur.
Eftir framangreindum merkjum hefir verið farið að minnsta kosti síðustu tuttugu árin, og engin breyting á þeim orðið, að undanskildu því, að smástöngin, sem áður er nefnd, var sett upp fyrir nokkrum árum.
Akkerismerki eru einnig föstákveðin, og er í því tilliti mikið komið undir kringumstæðum, enda mun engu ókunnu skipi fært að leita á hina eiginlegu höfn án hafnsögumanns.
- Vestmannaeyjum, 15. okt. 1899.
- Hannes Jónsson, hafnsögumaður.
Listi
yfir fuglaveiði í Vestmannaeyjum
árið 1863 og gjald það,
sem þar af greiddist, 4 af 100.
Bæjar nöfn |
Manna nöfn |
Fýll | Lundi |
Nöjsomhed | B.E.M. sýslum. | 500 | 4300 |
Garðurinn | Fact. P. Bjarnas. | 350 | 10000 |
Kornhóll | Lárus Jónsson | 150 | 2800 |
Miðhús | S. Helgadóttir | 150 | 3800 |
Miðhús | H. Jónsson | 100 | 1500 |
Gjábakki | S. Sæmundsd. | 140 | 1400 |
Gjábakki | I. Jónsson | 100 | 5000 |
Gjábakki | E. Hansson | 200 | 2400 |
Vilborgarst. | G. Ólafsson | 300 | |
V.b.st. | M. Pálsson | 300 | 1000 |
V.b.st. | G. Daníelsd. | 800 | 7000 |
V.b.st. | S. Sigurðsson | 600 | 4000 |
V.b.st. | P. Halldórsson | 300 | 500 |
V.b.st. | M. Magnússon | 300 | 1500 |
V.b.st. | Á. Einarsson | 500 | 3000 |
V.b.st. | Jón Jónsson | 300 | |
Kirkjubær | O. Guðmundss. | 400 | |
K.bær | Sv. Sveinsson | 230 | |
K.bær | Magnússon | 230 | 400 |
K.bær | M. Oddsson | 450 | |
K.bær | I. Guðmundsd. | 200 | |
Móhús | E. Nikulásdóttir | 200 | 300 |
Tún | Mad. I. Möller | 700 | 3000 |
Presthús | B. Einarsson | 430 | 2000 |
Pr.hús | J. Jónsson | 200 | 1000 |
Oddstaðir | J. Þorgeirsson | 200 | 400 |
Oddsst. | J. Bjarnason | 200 | 1400 |
Búastaðir | P. Jensson | 200 | 7000 |
Búast. | S. Torfason | 500 | 2000 |
Ólafshús | J. Jónsson | 400 | 1700 |
Nýibær | Þ. Jónsson | 600 | 6000 |
Vesturhús | E. Erasmusson | 150 | 1500 |
Vesturhús | Sv. Hjaltason | 150 | 1600 |
Stóragerði | Helgi Jónsson | 400 | 3200 |
Dalir | G. Guðnason | 250 | 3200 |
Dalir | B. Bjarnason | 400 | 1600 |
Norðurgarður | T. Oddsson | 100 | 900 |
Norðurg. | Ísak Jónsson | 100 | 500 |
Norðurg. | Br. Halldórsson | 200 | 3000 |
Ofanleiti | pr. Br. Jónsson | 2415 | 7910 |
Svaðkot | Bj. Ólafsson | 500 | 5200 |
Gvendarhús | Þ. Erasmusd. | 500 | 3200 |
Brekkhús | A. Guðmundss. | 500 | 3000 |
Draumbær | St. Austmann | 500 | 400 |
Þorlaugarg. | J. Árnason | 200 | 800 |
Þorl.g. | J. Austmann | 100 | 400 |
Þorl.g. | D. Magnússon | 100 | 1000 |
Stakkagerði | Á. Diðriksson | 600 | 10500 |
Sta.gerði | B. Magnússon | 100 | 1000 |
Steinstaðir | F. Árnason | 100 | 1800 |
St.staðir | _ I. Ólafsson | 100 | 1400 |
Kastali | J. Magnússon | 150 | 1000 |
Landlyst | M. Markússon | 450 | |
Sjólyst | Kr. Magnússon | 400 | 4900 |
Frydendal | C.W. Roed | 300 | 3200 |
Ottahús | J. Salomonsen | 700 | 1300 |
Lönd | Sv. Þórðarson | 450 | 5600 |
Tómthúsmenn: | |||
Fögruvellir | G. Guðbrandss. | ||
Fögruv. | Ól. Jónsson | 2400 | |
Litlibær | E. Jónsson | 1600 | |
Steinmóðshús | E. Guðmundsson | ||
Steinm.hús | J. Steinmóðss. | 2000 | |
Ömpuhjallur | G. Árnason | 300 | 500 |
Helgahjallur | E. Eiríksson | 100 | 3000 |
Helgabær | Halldór Jónsson | ||
Steinshús | J. Samúelsson | 1600 | |
Smiðjan | G. Pétursson | 3400 | |
Grímshjallur | J. Þorkelsson | 100 | 4000 |
Grímshj. | H. Gíslason | 100 | 3300 |
Alls | 20995 | 166310 | |
París | Úlfh. Jónsdóttir | ||
Litlakot | O. Einarsson | 100 | 2500 |
Hólshús | V. Jónsson | ||
Jónshús | G. Guðmundss. | 1000 | |
Gata | B. Sigurðsson | 1200 | |
Kokkhús | S. Guðmundsson | ||
Brandshús | S. Ólafsdóttir | ||
Elínarhús | G. Eyjólfsdóttir | 250 | 6100 |
Vanangur | I. Sigurðsson | 200 | 3000 |
Fagurlist | J. Ásgrímsson | 250 | 400 |
Lönd | E. Hjaltason | 100 | |
Lönd | F. Jónsson | 100 | 4500 |
Húsmenn: | |||
Kornhóll | Helgi Jónsson | 2400 | |
Garður | Þ. Kortsdóttir | 1600 | |
Ennfremur: | |||
Júlíushaab | G. Bjarnasen | 200 | 4600 |
Alls | 21945 | 19060 | |
Skattur | Rd | Sk. | |
Skattur samtals | 103 | 4 | |
Eftirgefið samtals | 18 | 47 | |
Skattur greiddur | 84 | 5 | |
Vestmannaeyjum | 20. marz 1864 | ||
Á. Einarsson | Á. Diðriksson |
Tilskipan um torfskurð
Jarðabændur, — og aðrir mega alls eigi torf skera, — aðvarast um það, að láta skorið torf eigi liggja lengur við flagið en sólarhring, að skera eigi meira torf, en brýna nauðsyn ber til, að skera eigi lengra torf en álnarlangt, og að hafa hæfilegt bil milli torfristnanna.
- Skrifstofu Vestmannaeyjasýslu 3. okt. 1893.
Tafla yfir tíund
í Vestmannaeyjahreppi,
haustið 1862:
Bæj ar- nöfn |
Bú end ur |
Heim ilis fólk |
Kýr | Kvíg ur |
Ær með lömb um |
Tvæ- vetl ur og eld ri |
Eins árs |
Hest ar |
Hryss ur |
10- ær ing ar |
8- æri ng ar |
6- ær ing ar |
4- ær ing ar |
2 mann a för |
Tal a laus a- fjár- hundr aða | |
1. | Noisomhed | B.E. Magnús son, sýslu maður |
7 | 1 | 6 | 2 | 1 | 1/8 | 1/6 | 3 1/2 | ||||||
2. | Garðurinn | Fact or Bohn |
1 | 7 | 3 | 3/4 | 2 | |||||||||
3. | Garðurinn | P. Bjarnasen | 11 | 1 | 30 | 20 | 10 | 1 | 1/5 | 3/4 | 1/3 | 1/2 | 11 | |||
4. | Kornhóll | H. Jóns son |
4 | 1/2 | 3 | 1 | 5 | 1 | 1/8 | 2 1/2 | ||||||
5. | Miðhús | Sigurð ur Jóns son |
4 | 1/2 | 4 | 4 | 1/2 | 2 | ||||||||
6. | Miðhús | Helgi Jóns son |
5 | 1/2 | 5 | 4 | 2 | 2 | ||||||||
7. | Gjábakki | Sig ríð ur Sæmunds dóttir |
5 | 1/2 | 10 | 6 | 8 | 1/4 | 1/2 | 4 1/2 | ||||||
8. | Gjábakki | Ingi mundur Jóns son |
6 | 1 | 6 | 2 | 1/8 | 1 | 3 1/3 | |||||||
9. | Gjábakki | E. Hans son |
7 | 1 | 4 | 3 | 1 | 1/2 | 1 | 4 | ||||||
10. | Vilborgar staðir |
Guð mundur Ólafs son |
4 | 1/2 | 1/2 | 1 | ||||||||||
11. | Vilborgar staðir |
Magnús Páls son |
5 | 1/2 | 2 | 3/4 | ||||||||||
12. | Vilborgar staðir |
Jón Jóns son |
5 | 1/3 | 2 | 2/3 | ||||||||||
13. | Vilborgar staðir |
Guð björg Daníels dóttir |
6 | 2 | 1/2 | 1 2/3 | ||||||||||
14. | Vilborgar staðir |
Sig hvatur Sigurðs son |
9 | 1 | 4 | 3 | 1 | 1 | 3 3/4 | |||||||
15. | Vilborgar staðir |
M. Magnús son |
5 | 1/2 | 1 | 1/2 | 1 | |||||||||
16. | Vilborgar staðir |
P. Hall dórs son |
4 | 1/2 | 1/2 | |||||||||||
17. | Vilborgar staðir |
Árni Einars son |
13 | 1 | 11 | 6 | 1 | 1/4 | 1/3 | 1 | 6 | |||||
18. | Háigarður | M. Sig urðs son |
6 | 1/3 | 2 | 1/2 | 1 | 2 | ||||||||
19. | Háigarður | V. Sig urðar dóttir |
3 | 1/3 | 3 | 1/2 | 1 | |||||||||
20. | Kirkjubær | O. Guð munds son |
1 | 1 | 1 | |||||||||||
21. | Kirkjubær | Sv. Sveins son |
2 | 1/2 | 4 | 5 | 1/2 | 2 | ||||||||
22. | Kirkjubær | V. Magnús son |
5 | 1/2 | 2 | 1/2 | 1 | |||||||||
23. | Kirkjubær | Ingvar Guð munds son |
4 | |||||||||||||
24. | Kirkjubær | M. Odds son |
4 | 1/2 | 8 | 3 | 1 | 1/4 | 1/2 | 1/2 | 4 11/24 | |||||
25. | Tún | Mad. I. Möller |
9 | 1 | 15 | 4 | 1 | 1 | 5 1/2 | |||||||
26. | Móhús | Evlalía Nikulás dóttir |
1 | 1/2 | 1/2 | |||||||||||
27. | Oddsstaðir | J. Þor geirs son |
7 | 1 | 2 | 1 | 1 | 1 | 1/2 | 2 1/2 | ||||||
28. | Oddsstaðir | J. Bjarna son |
7 | 2 | 4 | 2 | 1/2 | 1 1/2 | ||||||||
29. | Presthús | J. Jóns son |
3 | 1 | 2 | 2 | 1 |
1 2/3 | ||||||||
30. | Presthús | Björn Einars son |
8 | 1 | 10 | 4 | 1/8 | 3 | ||||||||
31. | Búastaðir | P. Jens son |
8 | 1 | 6 | 4 | 1/5 | 2 1/2 | ||||||||
32. | Búastaðir | S. Torfa son |
8 | 1 | 5 | 3 | 4 | 1/8 | 1/2 | 3 | ||||||
33. | Ólafshús | J. Jóns son |
7 | 1 | 8 | 6 | 1/2 | 3 | ||||||||
34. | Nýibær | Þor steinn Jóns son |
6 | 2 | 12 | 8 | 1 | 1/4 | 1/3 | 1/2 | 6 1/2 | |||||
35. | Vesturhús | E. Er asmus son |
5 | 1 | 10 | 4 | 6 | 1/2 | 1/10 | 4 | ||||||
36. | Vesturhús | Sv. Hjalta son |
4 | 1 | 8 | 4 | 6 | 1 | 1/8 | 1/2 | 4 1/2 | |||||
37. | Stóragerði | H. Jóns son |
6 | 1 | 6 | 5 | 6 | 1 | 1/2 | 4 | ||||||
38. | Stóragerði | Kr. Magnús son |
8 | 1 | 18 | 12 | 1 | 1 | 1 1/4 | 1/2 | 8 1/2 | |||||
39. | Dalir | G. Guðna son |
4 | 1 | 7 | 2 | 3 | 1/2 | 3 | |||||||
40. | Dalir | Bj. Bjarna son |
6 | 1 | 3 | 1 | 2 | |||||||||
41. | Norðurgarður | Týli Odds son |
3 | 1/2 | 4 | 2 | 1 | 1 1/2 | ||||||||
42. | Norðurgarður | Ísak Jóns son |
5 | 1/2 | 3 | 1 | 1 | 1 5/6 | ||||||||
43. | Norðurgarður | Brynj. Hall dórs son |
9 | 1 | 8 | 4 | 6 | 1 | 3/8 | 1/2 | 1 | 6 | ||||
44. | Ofanleiti | Pr. Br. Jóns son |
12 | 2 | 12 | 4 | 4 | 2 | 2 | 2/3 | 9 | |||||
45. | Svaðkot | Bj. Ólafs son |
4 | 2 | 1 | 1/3 | 1/2 | 2 | ||||||||
46. | Gvöndarhús | Þ. Erasmus son |
3 1/2 | 1 | 6 | 2 | 7 | 1 | 1/4 | 1/3 | 4 | |||||
47. | Draumbær | St. Aust mann |
6 | 1 | 5/6 | 1 5/6 | ||||||||||
48. | Brekkuhús | A. Guð munds son |
5 | 1 | 6 | 3 | 5 | 1 | 1/2 | 4 | ||||||
49. | Steinsstað ir |
Finnur Árna son |
3 | 1/2 | 1/2 | 1 | ||||||||||
50. | Steinsstað ir |
Ingvar Ólafs son |
6 | 1/2 | 1/2 | 1 | ||||||||||
51. | Þorlaugar gerði |
J. Aust mann |
5 | 1 | 1/2 | |||||||||||
52. | Þorlaugar gerði |
D. Magnús son |
5 | 1 | 1/2 | |||||||||||
53. | Þorlaugar gerði |
Jón Árna son |
8 | 1 | 2 | 1 | 1/2 | 2 | ||||||||
54. | Stakkagerði | Á. Dið riks son |
9 | 6 | 1 | 4 | 1/5 | 1/2 | 2 | |||||||
55. | Stakkagerði | B. Magnús son |
2 | 1 | 2 | 1 | 1 | 2 | ||||||||
Tómthúsmenn, sem eitthvað fram telja til tíundar: | ||||||||||||||||
1. | Ömpuhjallur | G. Árna son |
8 | 7 | 4 | 1/3 | 1/2 | 2 | ||||||||
2. | Helgahjallur | E. Eiríks son |
4 | 5 | 2 | 5 | 1/3 | 1/2 | 2 | |||||||
3. | Frydendal | C.V. Roed |
7 | 1 | 15 | 6 | 3/8 | 1/2 | 5 | |||||||
4. | Litlakot | O. Einars son |
3 | 3 | 1/2 | 1 | ||||||||||
5. | Brandshús | Hr. Jónsson |
6 | 3 | 1/2 | |||||||||||
6. | Elínarhús | G Eyjólfs dóttir |
7 | 5 | 2 | 4 | 1/4 | 1/2 | 2 | |||||||
7. | Ottahús | J. Salo monsen |
7 | 1/2 | 15 | 9 | 3 | 1/4 | 1/2 | 5 | ||||||
8. | Vanangur | Ingi mundur Sigurðs son |
3 | 7 | 4 | 1 1/2 | ||||||||||
9. | Fagurlist | Jón Ásgríms son |
5 | 4 | 2 | 1/5 | 1 | |||||||||
10. | Lönd | Sv. Þórðar son |
7 | 1/2 | 5 | 2 | 2 | 1/10 | 1/2 | 2 | ||||||
Húsmenn: | ||||||||||||||||
1. | Hóllinn | Árni Eiríks son |
2 | 7 | 5 | 1 | 2 1/2 | |||||||||
2. | Austur-Gerði | Sigurður Jóns son |
6 | 1/2 | 1/2 | |||||||||||
Öðrum þjónandi: | ||||||||||||||||
1. | Gvendarhús | Jón Jóns son |
1/3 | 1/2 | 3/4 | |||||||||||
2. | Ofanleiti | Ingi björg Guðmunds dóttir |
5 | 2 | 1 | |||||||||||
Ennfremur: | ||||||||||||||||
Juliushaab | Factor G. Bjarna sen |
3 | 8 | 2 | 6 | 1/2 | 2 1/2 | |||||||||
Vestmannaeyjum | í jan. 1863 | |||||||||||||||
Á. Diðriksson | Á. Einarsson |
Niðurstöðutölur skýrslunnar:
Tala heimilisfólks þeirra, er tíund greiddu samtals 372 manns. (Alls bjuggu hér þá um 500 manns).
Kýr alls | 36 |
Kvígur | 4 |
Ær með lömbum | 370 |
Tvævetlur og eldri | 106 |
Eins árs kindur | 178 |
Hestar | 12 |
Hryssur | 23 |
8-æringar | 6 eða 7 |
10-æringar | 1 |
6-æringar | 2 |
4-æringar | 7 |
2ja manna för | 16 |
2ja manna för voru einnig 4-æringar |