„Blik 1971/Byggðarsafnið“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1971 =Byggðarsafn Vestmannaeyja= <br> <br> <big>Á undanförnum árum hefur þróun Byggðarsafns Vestmannaeyja verið ánægjuleg. Eftir að Blik kom ú...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:




=Byggðarsafn Vestmannaeyja=
<big><big><big><big><center>Byggðarsafn Vestmannaeyja</center> </big></big></big>
<br>
 
<br>
 
<big>Á undanförnum árum hefur þróun Byggðarsafns Vestmannaeyja verið ánægjuleg. Eftir að Blik kom út síðast (vorið 1969) hefur ýmislegt gerzt í sögu safnsins, sem vert er að minnast og biðja Blik að geyma. <br>
Á undanförnum árum hefur þróun Byggðarsafns Vestmannaeyja verið ánægjuleg. Eftir að Blik kom út síðast (vorið 1969) hefur ýmislegt gerzt í sögu safnsins, sem vert er að minnast og biðja Blik að geyma. <br>
Sumarið 1969 minntist kaupstaðurinn 50 ára bæjarstjórnarréttindanna. Þá var að segja má tjaldað því sem til er til þess að vekja landsmenn til skilnings á því, að Vestmannaeyjakaupstaður er ekki aðeins fiskveiðibær, útgerðarstöð, sem framleiðir og flytur út áberandi hluta af allri fiskframleiðslu þjóðarinnar, heldur líka bær menningarstofnana, snyrtimennsku og fágaðs umhverfis. Að þessu marki hafa margir menn í sameiningu vitandi og óvitandi um hlutdeild hvers annars í starfi þessu, unnið árum saman. <br>
Sumarið 1969 minntist kaupstaðurinn 50 ára bæjarstjórnarréttindanna. Þá var að segja má tjaldað því sem til er til þess að vekja landsmenn til skilnings á því, að Vestmannaeyjakaupstaður er ekki aðeins fiskveiðibær, útgerðarstöð, sem framleiðir og flytur út áberandi hluta af allri fiskframleiðslu þjóðarinnar, heldur líka bær menningarstofnana, snyrtimennsku og fágaðs umhverfis. Að þessu marki hafa margir menn í sameiningu vitandi og óvitandi um hlutdeild hvers annars í starfi þessu, unnið árum saman. <br>
Í upphafi þessara hátíðarhalda var stungin fyrsta skóflustungan fyrir safnabyggingu í bænum. Þar skal byggt hús yfir bókasafn bæjarins, Byggðarsafnið og listaverkasafn bæjarins, sem er þegar orðið nokkuð að vöxtum. Það munum við sannfærast um, þegar það er allt komið á einn stað. <br>
Í upphafi þessara hátíðarhalda var stungin fyrsta skóflustungan fyrir safnabyggingu í bænum. Þar skal byggt hús yfir bókasafn bæjarins, Byggðarsafnið og listaverkasafn bæjarins, sem er þegar orðið nokkuð að vöxtum. Það munum við sannfærast um, þegar það er allt komið á einn stað. <br>
Lína 68: Lína 68:
Þannig þróast þetta starf fram á við ár frá ári. Og þegar þetta er skrifað, eru reist steypumót að mestu leyti fyrir aðalhæð Safnabyggingar Vestmannaeyjakaupstaðar.<br>
Þannig þróast þetta starf fram á við ár frá ári. Og þegar þetta er skrifað, eru reist steypumót að mestu leyti fyrir aðalhæð Safnabyggingar Vestmannaeyjakaupstaðar.<br>
Ég færi svo öllum alúðarþakkir, sem komið hafa á móti mér í þessu starfi, lagt þar hönd á plóginn. Við skulum öll minnast þess, að minning feðranna er framhvöt niðjanna. Og feðranna og mæðranna minnumst við bezt með minjagripum frá lífi þeirra, striti og starfi.
Ég færi svo öllum alúðarþakkir, sem komið hafa á móti mér í þessu starfi, lagt þar hönd á plóginn. Við skulum öll minnast þess, að minning feðranna er framhvöt niðjanna. Og feðranna og mæðranna minnumst við bezt með minjagripum frá lífi þeirra, striti og starfi.
:::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]
:::::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]
   
   
----  
----  


[[Mynd: 1971 b 202.jpg|500px]]
<center>[[Mynd: 1971 b 202 A.jpg|500px]]


''Grunur minn er sá, að kaupstaðurinn okkar eigi eftir að eignast<br>
''Grunur minn er sá, að kaupstaðurinn okkar eigi eftir að eignast Landlyst, eitt merkasta hús bæjarins frá sögulegu sjónarmiði séð, byggt 1848. - [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]
''Landlyst, eitt merkasta hús bæjarins frá sögulegu sjónarmiði séð,<br>
''byggt 1848. - [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]




{{Blik}}
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 28. september 2010 kl. 20:34

Efnisyfirlit 1971



Byggðarsafn Vestmannaeyja


Á undanförnum árum hefur þróun Byggðarsafns Vestmannaeyja verið ánægjuleg. Eftir að Blik kom út síðast (vorið 1969) hefur ýmislegt gerzt í sögu safnsins, sem vert er að minnast og biðja Blik að geyma.
Sumarið 1969 minntist kaupstaðurinn 50 ára bæjarstjórnarréttindanna. Þá var að segja má tjaldað því sem til er til þess að vekja landsmenn til skilnings á því, að Vestmannaeyjakaupstaður er ekki aðeins fiskveiðibær, útgerðarstöð, sem framleiðir og flytur út áberandi hluta af allri fiskframleiðslu þjóðarinnar, heldur líka bær menningarstofnana, snyrtimennsku og fágaðs umhverfis. Að þessu marki hafa margir menn í sameiningu vitandi og óvitandi um hlutdeild hvers annars í starfi þessu, unnið árum saman.
Í upphafi þessara hátíðarhalda var stungin fyrsta skóflustungan fyrir safnabyggingu í bænum. Þar skal byggt hús yfir bókasafn bæjarins, Byggðarsafnið og listaverkasafn bæjarins, sem er þegar orðið nokkuð að vöxtum. Það munum við sannfærast um, þegar það er allt komið á einn stað.
Þáttur Byggðarsafnsins í sýningum þeim, sem bæjarstjórn efndi til handa almenningi í tilefni bæjarstjórnarafmælisins, var mér til mikillar ánægju.
Sökum þrengsla, þar sem safnið er geymt, var töluverður hluti þess fluttur vestur í Iðnskólabygginguna við Heiðarveg, þar sem safnið fékk tvær kennslustofur samliggjandi til umráða. Þarna var safnið til sýnis almenningi í bænum og svo hinum mörgu gestum, er heimsóttu Eyjar í tilefni afmælisins, um það bil einn mánuð. Vitanlega var aðsókn mest að safninu fyrstu dagana, helztu hátíðardagana. Einn daginn töldum við gesti safnsins frá opnun þess kl. 2 e.h. til kl. 7 um kvöldið. Þá var fjöldi þeirra tæp 4.000. En þann dag var safnið opið til kl. 11 um kvöldið, og komu margir gestir í það eftir kvöldmatinn. En því miður töldum við þá ekki.
Ýmsir gáfu safninu gjafir í tilefni hins markverða þáttar þess í hátíðarhöldunum. Hér verða peningagjafirnar taldar með miklu þakklæti til allrar gefandanna:

Adólf Óskarsson, pípulagningameistari og frú kr. 500,00
Jón Hjaltason, hæstaréttarlögm. og frú -2.000,00
Eiríkur Ásbjörnsson, fyrrv. útgerðarm. og frú -1.000,00
Páll Árnason, bóndi og frú -1.000,00
Bragi Björnson, lögfr., vinningur frá útvarpsmálinu fræga - 10.000,00
Bj.S. - 100,00
Samtals kr. 14.600,00

Ég endurtek alúðarfyllsta þakklæti mitt til allra gefendanna. Verkin sýna merkin um það, hversu þetta fé og svo framlag bæjarins árlega, eflir safnið okkar bæði að munum og aðbúnaði.
Á s.l. ári eignaðist Byggðarsafnið ýmsa merka hluti. Einn merkasti hluturinn er bátslíkanið, sem Runólfur heitinn Jóhannsson hafði smíðað að töluverðu leyti, er hann féll frá. Sigurður Jónsson frá Hallgeirsey, sá hinn sami, sem gerði hið fagra líkan af Vestmannaeyja-Þór, lauk við verk þetta fyrir Safnið, setti á líkanið yfirbyggingu, siglutré og reiða. Síðast strauk svo Guðni Hermansen, málarameistari, yfir hinn fagra hlut með listapenslinum sínum. Þannig skapast þetta og þannig þróast þetta starf í velvild og gagngerðum skilningi okkar allra, sem hér búum og viljum efla sem flest og mest allt menningarstarf í bænum.
Árið 1968 safnaði ég fé til kaupa á líkani af Vestmannaeyja-Þór, hinu fyrsta björgunar- og varðskipi íslenzku þjóðarinnar. Í Bliki 1969 átti að vera greinargerð frá mér fyrir fjársöfnun þessari. En satt að segja var efni ritsins orðið meira en ég gerði ráð fyrir í fyrstu, svo að ýmislegt datt upp fyrir hjá mér, m.a. greinargerð þessi.
Í þessu hefti Bliks birtist mynd af líkaninu, sem þykir með afbrigðum vel gert. Það var almenningi til sýnis á afmælissýningum bæjarstjórnarinnar. En hér kemur loks greinargerð fyrir fjársöfnuninni, gjöfunum til líkankaupanna:

Gjöf frá Bátaábyrgðarfélagi Vestmannaeyja Kr. 25.000,00
Bæjarsjóði Vestmannaeyja —25.000,00
Stefáni Stefánssyni, skipstj. frá Gerði og frú —2.000,00
Gísla Jónassyni, skipstjóra og frú —1.000,00
Martini Tómassyni, forstjóra og frú —500,00
Guðjóni Jónssyni, vélsmíðameistara í Magna —500,00
Blaðinu Fylki, Vestmannaeyjum —1.060,00
Guðlaugi Halldórssyni, fyrrv. skipstjóra og frú —200,00
Frú Guðnýju Gunnlaugsdóttur og manni hennar —200,00
Guðna Hermansen, málaram. og frú —500,00
Engilbert Jóhannssyni, trésmíðam. og frú — 200,00
Almenn sýning Inngangseyrir —2.416,00
Margar smærri gjafir — 2.700,00
Samtals Kr. 61.276,00

Þegar ég hafði greitt að fullu líkanið, voru rúmlega 10 þúsund krónur afgangs til greiðslu upp í líkanið fagra af nýtízku togbátnum, sem Runólfur heitinn Jóhannsson var að smíða fyrir Safnið, er hann féll frá.
Nú hef ég lokið við að skrá um 7 þúsund ljósmyndir á spjaldskrá.
Þannig þróast þetta starf fram á við ár frá ári. Og þegar þetta er skrifað, eru reist steypumót að mestu leyti fyrir aðalhæð Safnabyggingar Vestmannaeyjakaupstaðar.
Ég færi svo öllum alúðarþakkir, sem komið hafa á móti mér í þessu starfi, lagt þar hönd á plóginn. Við skulum öll minnast þess, að minning feðranna er framhvöt niðjanna. Og feðranna og mæðranna minnumst við bezt með minjagripum frá lífi þeirra, striti og starfi.

Þ.Þ.V.

Grunur minn er sá, að kaupstaðurinn okkar eigi eftir að eignast Landlyst, eitt merkasta hús bæjarins frá sögulegu sjónarmiði séð, byggt 1848. - Þ.Þ.V.