„Blik 1971/Trúin á landið og framtíðina“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1971 ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON: =Trúin á landið= =og framtíðina= <br> <br> <big>Farkennslan hefur vissulega verið ...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:




[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center>


=Trúin á landið=
 
=og framtíðina=
<big><big><big><big><center>Trúin á landið</center>
<br>
<center>og framtíðina</center> </big></big></big>
<br>
 
<big>Farkennslan hefur vissulega verið ríkjandi í flestum dreifbýlisbyggðum landsins frá því að barnafræðslan var leidd í lög hér á landi. Flestir forgöngumenn hinna dreifðu byggða hafa á öllum tímum séð agnúana á þessum fræðsluháttum en litlu fengið áorkað til breytinga á þeim sökum fjárskorts, fyrr en nú á seinni árum.  <br>
 
Farkennslan hefur vissulega verið ríkjandi í flestum dreifbýlisbyggðum landsins frá því að barnafræðslan var leidd í lög hér á landi. Flestir forgöngumenn hinna dreifðu byggða hafa á öllum tímum séð agnúana á þessum fræðsluháttum en litlu fengið áorkað til breytinga á þeim sökum fjárskorts, fyrr en nú á seinni árum.  <br>
Við, sem búum í efnalega vel stæðum kaupstað, gerum okkur litla hugmynd um það, hversu dreifbýlisfólkið verður oft mikið á sig að leggja til þess að búa vel að hinum uppvaxandi æskulýð sínum, svo að hann þurfi ekki af þeim sökum að verða eftirbátur æskulýðsins í þéttbyggðunum, þar sem meiri eru tökin á að fullnægja alls kyns kröfum og þörfum líðandi stundar. <br>
Við, sem búum í efnalega vel stæðum kaupstað, gerum okkur litla hugmynd um það, hversu dreifbýlisfólkið verður oft mikið á sig að leggja til þess að búa vel að hinum uppvaxandi æskulýð sínum, svo að hann þurfi ekki af þeim sökum að verða eftirbátur æskulýðsins í þéttbyggðunum, þar sem meiri eru tökin á að fullnægja alls kyns kröfum og þörfum líðandi stundar. <br>
Íbúar Rauðasandshrepps eru hugstætt og athyglisvert dæmi um þann fórnarvilja og þá átthagaást, sem víða er ríkjandi í byggðum þessa lands og birtist m.a. í því, hversu fólkið vill mikið á sig leggja til þess að halda byggð sinni við lýði allri þjóðinni til heilla og giftu. <br>
Íbúar Rauðasandshrepps eru hugstætt og athyglisvert dæmi um þann fórnarvilja og þá átthagaást, sem víða er ríkjandi í byggðum þessa lands og birtist m.a. í því, hversu fólkið vill mikið á sig leggja til þess að halda byggð sinni við lýði allri þjóðinni til heilla og giftu. <br>
Lína 19: Lína 20:
Fólkinu í hreppnum fækkaði ár frá ári, svo að tæki og tök til að hýsa skólabörn og kennara á heimilunum, gera þau að farskólastað, fór minnkandi frá ári til árs. Það leiddi til þess, að félagsheimilið var notað til kennslu þrjá vetur, áður en hafizt var handa um byggingu skólahússins. Endanleg ákvörðun um það að hefjast handa um skólabygginguna var tekin á almennum fundi í Kvígindisdal 18. sept. 1963. Byggingin skyldi rísa í nánd við félagsheimilið í Örlygshöfn. Þar með voru allir hreppsbúar sameinaðir um skólahugsjónina og þá tók að reka og ganga um þetta mál. Allir vildu nú bregðast drengilega og karlmannlega við vandanum, hvernig sem til kynni að takast um að afla fjárins til þessara miklu framkvæmda. <br>
Fólkinu í hreppnum fækkaði ár frá ári, svo að tæki og tök til að hýsa skólabörn og kennara á heimilunum, gera þau að farskólastað, fór minnkandi frá ári til árs. Það leiddi til þess, að félagsheimilið var notað til kennslu þrjá vetur, áður en hafizt var handa um byggingu skólahússins. Endanleg ákvörðun um það að hefjast handa um skólabygginguna var tekin á almennum fundi í Kvígindisdal 18. sept. 1963. Byggingin skyldi rísa í nánd við félagsheimilið í Örlygshöfn. Þar með voru allir hreppsbúar sameinaðir um skólahugsjónina og þá tók að reka og ganga um þetta mál. Allir vildu nú bregðast drengilega og karlmannlega við vandanum, hvernig sem til kynni að takast um að afla fjárins til þessara miklu framkvæmda. <br>


[[Mynd: 1971 b 99.jpg|300px|ctr]]


:''Skólahúsið í Örlygshöfn.''
<center>[[Mynd: 1971 b 99 A.jpg|400px|ctr]]</center>
 
 
<center>''Skólahúsið í Örlygshöfn.''</center>
 


Þegar þetta er skrifað (haustið 1969) er skólahúsið með heimavistum og skólastjóraíbúð fullbyggt og hefur verið notað þrjá vetur. Heimavistir eru þar handa 20 börnum. Þarna er einnig stór og rúmgóður borðsalur og eldhús með öllum nýtízku tækjum og útbúnaði. Þá er íbúð skólastjóra (kennara) með öllum heimilistækjum þar í skólahúsinu og svo íbúð matráðskonu. Handavinnustofa nemenda er í kjallara hússins, og svo forðageymsla með frystitækjum. <br>
Þegar þetta er skrifað (haustið 1969) er skólahúsið með heimavistum og skólastjóraíbúð fullbyggt og hefur verið notað þrjá vetur. Heimavistir eru þar handa 20 börnum. Þarna er einnig stór og rúmgóður borðsalur og eldhús með öllum nýtízku tækjum og útbúnaði. Þá er íbúð skólastjóra (kennara) með öllum heimilistækjum þar í skólahúsinu og svo íbúð matráðskonu. Handavinnustofa nemenda er í kjallara hússins, og svo forðageymsla með frystitækjum. <br>

Útgáfa síðunnar 27. september 2010 kl. 15:39

Efnisyfirlit 1971



ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:


Trúin á landið
og framtíðina


Farkennslan hefur vissulega verið ríkjandi í flestum dreifbýlisbyggðum landsins frá því að barnafræðslan var leidd í lög hér á landi. Flestir forgöngumenn hinna dreifðu byggða hafa á öllum tímum séð agnúana á þessum fræðsluháttum en litlu fengið áorkað til breytinga á þeim sökum fjárskorts, fyrr en nú á seinni árum.
Við, sem búum í efnalega vel stæðum kaupstað, gerum okkur litla hugmynd um það, hversu dreifbýlisfólkið verður oft mikið á sig að leggja til þess að búa vel að hinum uppvaxandi æskulýð sínum, svo að hann þurfi ekki af þeim sökum að verða eftirbátur æskulýðsins í þéttbyggðunum, þar sem meiri eru tökin á að fullnægja alls kyns kröfum og þörfum líðandi stundar.
Íbúar Rauðasandshrepps eru hugstætt og athyglisvert dæmi um þann fórnarvilja og þá átthagaást, sem víða er ríkjandi í byggðum þessa lands og birtist m.a. í því, hversu fólkið vill mikið á sig leggja til þess að halda byggð sinni við lýði allri þjóðinni til heilla og giftu.
Farkennslan hafði um árabil verið hinir ríkjandi kennsluhættir í Rauðasandshreppi. Á árunum 1928-1932 var mjög til umræðu í hreppnum, hvort ekki væru tök á að byggja skólahús þar með heimavistum, og stofna þannig fastan skóla, þar sem nemendurnir nytu sín við námið á hinn fullkomnasta hátt.
Árið 1938 hófu íbúar hreppsins fjársöfnun í því skyni að gera hugsjón þessa að veruleika. Bæði var safnað fé hjá íbúum hreppsins og svo þeim, sem burt voru fluttir.
Svo hófst þrefið um skólastaðinn. Sumir vildu byggja skólahúsið með heimavistum og skólastjóraíbúð í Örlygshöfn, aðrir í Sauðlauksdal. Öðrum þræði vegna þessa ósamkomulags lágu framkvæmdir í láginni árum saman. Þó var haldið áfram að safna fé til byggingarinnar. En það rýrnaði jafnt og þétt í verði og sum árin meir en sem svaraði vexti byggingarsjóðsins.
Félagsheimilasjóður hafði gert sitt til að félagsheimili var byggt í Tungulandi í Örlygshöfn. Þessi bygging sameinaði hugi fólksins um skólahugsjónina. Það sannfærðist loks um það, að heppilegast mundi verða og farsælast fyrir það sjálft og börnin, að byggja skólahúsið í námunda við félagsheimilið, svo að nota mætti báðar byggingarnir í þágu skólans.
Fólkinu í hreppnum fækkaði ár frá ári, svo að tæki og tök til að hýsa skólabörn og kennara á heimilunum, gera þau að farskólastað, fór minnkandi frá ári til árs. Það leiddi til þess, að félagsheimilið var notað til kennslu þrjá vetur, áður en hafizt var handa um byggingu skólahússins. Endanleg ákvörðun um það að hefjast handa um skólabygginguna var tekin á almennum fundi í Kvígindisdal 18. sept. 1963. Byggingin skyldi rísa í nánd við félagsheimilið í Örlygshöfn. Þar með voru allir hreppsbúar sameinaðir um skólahugsjónina og þá tók að reka og ganga um þetta mál. Allir vildu nú bregðast drengilega og karlmannlega við vandanum, hvernig sem til kynni að takast um að afla fjárins til þessara miklu framkvæmda.


ctr


Skólahúsið í Örlygshöfn.


Þegar þetta er skrifað (haustið 1969) er skólahúsið með heimavistum og skólastjóraíbúð fullbyggt og hefur verið notað þrjá vetur. Heimavistir eru þar handa 20 börnum. Þarna er einnig stór og rúmgóður borðsalur og eldhús með öllum nýtízku tækjum og útbúnaði. Þá er íbúð skólastjóra (kennara) með öllum heimilistækjum þar í skólahúsinu og svo íbúð matráðskonu. Handavinnustofa nemenda er í kjallara hússins, og svo forðageymsla með frystitækjum.
Tvær dieselrafstöðvar hafa verið byggðar hjá skólahúsinu og framleiða þær nægilegt rafmagn til ljósa og suðu. Miðstöð skólans er olíukynnt.
Naumast þarf að taka það fram, að skólinn veitir nemendunum aðstöðu til að njóta útvarps og sjónvarps á sinn kostnað.
Allur þessi byggingarkostnaður hreppsins með öllum búnaði skólans mun hafa numið um 9,8 milljónum króna. Í byggingarsjóði voru aðeins tæpar 249 þúsundir.
Rauðasandshreppur hefur þegar greitt vegna skólabyggingarinnar og allra þessara menningarframkvæmda tæpar 2 milljónir króna og skuldir hreppsins nema svipaðri upphæð vegna þeirra.
Þegar þessar miklu framkvæmdir eru inntar af hendi þarna vestur í Rauðasandshreppi, er vert að íhuga, að íbúar hreppsins eru eða voru haustið 1969 aðeins 123. Kostnaðurinn við að byggja þennan skóla og tryggja það þannig eins og kostur er, að uppvaxandi kynslóð hreppsbúa fari ekki á mis við þann þroska og þá fræðslu, sem talin er undirstaða annars meir í nútíðarþjóðfélagi, nemur hvorki meira né minna en um kr. 32.000 á hvert mannsbarn í hreppnum eða um kr. 160 þúsund á hverja 5 manna fjölskyldu til uppjafnaðar.
Ég hefi kosið, að Blik mitt geymdi þessa frásögn vegna þess, að hún er og verður mér ljósast dæmi um óslökkvandi ást á átthögunum í íslenzku dreifbýli og óvenjulega fórnarlund, drengskap og kjark, sem til þess þarf fyrir svo fámennan hrepp að gera svo risavaxið átak til eflingar menningu í byggðinni og til að tryggja henni framtíð.
Þeir, sem annazt hafa þessar markverðu menningarframkvæmdir Rauðasandshrepps, eru þessir menn: Þórður Jónsson, bóndi á Hvallátrum, sem var formaður framkvæmdarnefndar, Árni Helgason, bóndi Neðri-Tungu, Egill Ólafsson, bóndi á Hnjóti, Össur Guðbjartsson, bóndi á Lága-Núpi, Ingvar Guðbjartsson, bóndi í Kollsvík, og Snæbjörn J. Thoroddsen, sparisjóðsstjóri í Kvígindisdal, og er hann heimildarmaður minn að frásögn þessari.
Það er ofur eðlilegt, að okkur Eyjamönnum hrjósi stundum hugur við þeim mikla kostnaði, sem vatnsveituframkvæmdirnar okkar hafa í för með sér, - hrjósi hugur við öllum þeim álögum og sköttum, sem þær kosta okkur. En um leið er bæði fróðlegt og ánægjulegt að hugleiða það, að byggingarkostnaður við barnaskóla Rauðasandshrepps, við þessar mikilvægu menningarframkvæmdir hinna fáu íbúa þar, svara nálega til kostnaðar okkar af vatnsveituframkvæmdunum á hvern íbúa kaupstaðarins, eða þar um bil.
Þessi fórnarvilji, kjarkur og dugnaður íbúa Rauðasandshrepps eins og Vestmannaeyinga í kostnaðarsömum framkvæmdum, sem varða framtíð fólksins og tilveru sveitarfélaganna, er ljósust sönnun þess, hversu fólkið þar og hér trúir einlæglega á framtíð lands og þjóðar, trúir eða vill trúa á heillir og hamingju komandi kynslóða á landi okkar.