„Blik 1965/Söfnin í Eyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1965/Söfnin í Eyjum, I. hluti“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:




[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center>


=<big>Söfnin í Eyjum</big>=
 
<br>
<big><big><big><big><big><center>Söfnin í Eyjum</center></big></big></big></big>
<br>
 
<big>Mér þykir hlýða að eyða hér nokkuru rúmi ritsins í þágu safnanna í Eyjum. Í júlí sumarið 1964 voru þau opnuð almenningi til sýnis á 3. hæð Sparisjóðsbyggingarinnar að Bárugötu 15, þar sem þau hafa til afnota um 100 fermetra sal. Margir Eyjabúar heimsóttu söfnin á s.1. sumri og nokkrir hópar ferðafólks.  <br>
 
Mér þykir hlýða að eyða hér nokkuru rúmi ritsins í þágu safnanna í Eyjum. Í júlí sumarið 1964 voru þau opnuð almenningi til sýnis á 3. hæð Sparisjóðsbyggingarinnar að Bárugötu 15, þar sem þau hafa til afnota um 100 fermetra sal. Margir Eyjabúar heimsóttu söfnin á s.1. sumri og nokkrir hópar ferðafólks.  <br>
[[Eyjólfur Gíslason]], fyrrv. skipstjóri á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] hér, vann hluta af 5 mánuðum ársins við að hreinsa upp og lagfæra muni í Byggðarsafninu. Öll var sú vinna innt af hendi með mikilli natni og samvizkusemi. — Smám saman fjölgaði munum þeim, er urðu sýningarhæfir á Byggðarsafninu. Húsrými leyfir ekki að sýna fleiri muni á safninu en þar eru nú eða um eitt þúsund. Flestir stærstu munirnir verða að geymast „í leyndum“ til síðari tíma, er safnhús rís með Eyjabúum yfir þessa sögulegu dýrgripi. <br>
[[Eyjólfur Gíslason]], fyrrv. skipstjóri á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] hér, vann hluta af 5 mánuðum ársins við að hreinsa upp og lagfæra muni í Byggðarsafninu. Öll var sú vinna innt af hendi með mikilli natni og samvizkusemi. — Smám saman fjölgaði munum þeim, er urðu sýningarhæfir á Byggðarsafninu. Húsrými leyfir ekki að sýna fleiri muni á safninu en þar eru nú eða um eitt þúsund. Flestir stærstu munirnir verða að geymast „í leyndum“ til síðari tíma, er safnhús rís með Eyjabúum yfir þessa sögulegu dýrgripi. <br>
Spor er markað í sögu Byggðarsafnsins, og það markvert, með því að bæjarstjórn kaupstaðarins veitti kr. 100.000,00 fjárframlag til þess á síðastliðnu ári. Aðeins heimurinn einn var skapaður af engu. Allt annað þarf afl þeirra hluta, sem gera skal, umfram afl huga og handar. Svo er það og með söfnin okkar. Við sem höfum starfað í byggðarsafnsnefndinni hér árum saman, eru þakklátir fyrir þá viðurkenningu og þann rétta skilning á sögulegum og menningarlegum verðmætum, er bæjarstjórn hefur nú sannað seinni tíma kynslóðum með fjárveitingunni til Byggðarsafnsins. Fram mun haldið sem horfir. <br>
Spor er markað í sögu Byggðarsafnsins, og það markvert, með því að bæjarstjórn kaupstaðarins veitti kr. 100.000,00 fjárframlag til þess á síðastliðnu ári. Aðeins heimurinn einn var skapaður af engu. Allt annað þarf afl þeirra hluta, sem gera skal, umfram afl huga og handar. Svo er það og með söfnin okkar. Við sem höfum starfað í byggðarsafnsnefndinni hér árum saman, eru þakklátir fyrir þá viðurkenningu og þann rétta skilning á sögulegum og menningarlegum verðmætum, er bæjarstjórn hefur nú sannað seinni tíma kynslóðum með fjárveitingunni til Byggðarsafnsins. Fram mun haldið sem horfir. <br>
Lína 15: Lína 16:
Þessi vitneskja okkar er ávöxtur af árvökru starfi nemenda minna og mín á undanförnum árum við að safna skeljum og kuðungum og greina dýrin, mjög oft með hjálp Ingimars Óskarssonar, náttúrufræðings, sem hefur ávallt verið reiðubúinn að veita okkur fræðslu og hjálp og okkur ómetanleg hjálparhella við starfið. Við færum honum hér með okkar alúðarfyllstu þakkir. Öll þjóðin stendur í þakkarskuld við þennan fórnfúsa náttúrufræðing og mannkostamann.
Þessi vitneskja okkar er ávöxtur af árvökru starfi nemenda minna og mín á undanförnum árum við að safna skeljum og kuðungum og greina dýrin, mjög oft með hjálp Ingimars Óskarssonar, náttúrufræðings, sem hefur ávallt verið reiðubúinn að veita okkur fræðslu og hjálp og okkur ómetanleg hjálparhella við starfið. Við færum honum hér með okkar alúðarfyllstu þakkir. Öll þjóðin stendur í þakkarskuld við þennan fórnfúsa náttúrufræðing og mannkostamann.


:::::::::::I
<big><center>I</center></big>
::::::::NÁTTÚRUGRIPASAFN EYJABÚA
 
<big><big><center>NÁTTÚRUGRIPASAFN EYJABÚA</center></big></big>
 
 
<big><center>''A. Samlokur í sjó''</center></big>


<big>''A. Samlokur í sjó''</big>


Fyrri útgáfa af Skeldýrafánu Íslands I (samlokur í sjó) eftir Ingimar Óskarsson, náttúrufræðing, kom út 1952, en síðari útgáfan 1964. <br>
Fyrri útgáfa af Skeldýrafánu Íslands I (samlokur í sjó) eftir Ingimar Óskarsson, náttúrufræðing, kom út 1952, en síðari útgáfan 1964. <br>
Lína 25: Lína 29:
Við köllum þetta starf okkar rannsóknarstarf, enda þótt okkur sé það ljóst, að „það er stórt orð Hákot“, — það er stórt orð í huga vísindamannsins orðið rannsókn, og við vonum, að enginn þeirra, sem kynnu að lesa þessa grein mína, hneykslist. Við sjáum, að Ingimar Óskarsson hefur ekki þótzt upp úr því vaxinn að taka staðreyndir okkar til greina og birt þær í nýju útgáfu Skeldýrafánunnar (1964). En af því að þetta eru okkar eigin  ''vísindi'',  mín  og  nemenda minna, þá langar mig að biðja Blik að geyma niðurstöður okkar handa seinni  tíma  mönnum.  Einhverjir þeirra kynnu að láta sér koma til hugar að sinna fræðslu um þessi dýr sjávarins, sem við getum með réttu fullyrt, að skapi ekki lítilvægar undirstöður atvinnulífsins hér í Vestmannaeyjum. Margir okkar ágætustu nytjafiska lifa að miklu leyti á þessum lindýrum í sjónum, skelfiskum og kuðungasniglum, svo sem ýsan og flestar flatfiskategundirnar. Hætt er við, að þessir fiskar færu hratt um á miðunum okkar eða stæðu lítið við, ef þeir fyndu ekki þetta lostæti þar. <br>
Við köllum þetta starf okkar rannsóknarstarf, enda þótt okkur sé það ljóst, að „það er stórt orð Hákot“, — það er stórt orð í huga vísindamannsins orðið rannsókn, og við vonum, að enginn þeirra, sem kynnu að lesa þessa grein mína, hneykslist. Við sjáum, að Ingimar Óskarsson hefur ekki þótzt upp úr því vaxinn að taka staðreyndir okkar til greina og birt þær í nýju útgáfu Skeldýrafánunnar (1964). En af því að þetta eru okkar eigin  ''vísindi'',  mín  og  nemenda minna, þá langar mig að biðja Blik að geyma niðurstöður okkar handa seinni  tíma  mönnum.  Einhverjir þeirra kynnu að láta sér koma til hugar að sinna fræðslu um þessi dýr sjávarins, sem við getum með réttu fullyrt, að skapi ekki lítilvægar undirstöður atvinnulífsins hér í Vestmannaeyjum. Margir okkar ágætustu nytjafiska lifa að miklu leyti á þessum lindýrum í sjónum, skelfiskum og kuðungasniglum, svo sem ýsan og flestar flatfiskategundirnar. Hætt er við, að þessir fiskar færu hratt um á miðunum okkar eða stæðu lítið við, ef þeir fyndu ekki þetta lostæti þar. <br>
Verða nú taldar upp þær skeljategundir íslenzkar, sem við geymum á [[Náttúrugripasafn Eyjabúa|Náttúrugripasafni Eyjabúa]], og gert grein fyrir þeim teg., sem ekki var vitað með vissu áður, að lifðu hér við Eyjar eða tómar skeljar fundizt af hér. <br>
Verða nú taldar upp þær skeljategundir íslenzkar, sem við geymum á [[Náttúrugripasafn Eyjabúa|Náttúrugripasafni Eyjabúa]], og gert grein fyrir þeim teg., sem ekki var vitað með vissu áður, að lifðu hér við Eyjar eða tómar skeljar fundizt af hér. <br>


1. Aða (öðuskel. Fst.: Vm. Vestmannaeyjar. <br>
1. Aða (öðuskel. Fst.: Vm. Vestmannaeyjar. <br>
Lína 46: Lína 49:
17. ''Ferjuskel'' (Cochlodesma praeténue). Áður var þessi skel sögð finnast lifandi á þrem stöðum í Faxaflóa. Hvergi getið um hana annars staðar. Nú er vitað, að hún lifir hér við Eyjar. Það höfum við sannað og frá því er greint í 2. útgáfu Skeldýrafánunnar I.  <br>
17. ''Ferjuskel'' (Cochlodesma praeténue). Áður var þessi skel sögð finnast lifandi á þrem stöðum í Faxaflóa. Hvergi getið um hana annars staðar. Nú er vitað, að hún lifir hér við Eyjar. Það höfum við sannað og frá því er greint í 2. útgáfu Skeldýrafánunnar I.  <br>


[[Mynd: 1965 b 220.jpg|left|thumb|400px]]
<center>[[Mynd: 1965 b 220 A.jpg|left|thumb|400px]]</center>






''Þessi mynd er tekin í Náttúrugripasafni Eyjabúa. Kórallinn er af 500—600 m dýpi sunnan við Eyjar. „Ígulkerið“ er mjög sjaldgæft. Það fékkst á sama dýpi. Fyrsta ígulker þessarar tegundar mun hafa fengizt við Suðvesturlandið eftir að Rússar sendu fyrsta „spúttnikkinn“ sinn upp í himingeiminn. Þess vegna kölluðu sjómennirnir, er fengu upp fyrsta ígulkerið þessarar tegundar, það „spúttnikk“. Því nafni heldur það enn. Íglarnir (angarnir) eru sérlegir. Þeir eru kóralkenndir og leika á hnúð. Endi þeirra fellur yfir „kúlu“ í yfirborði kersins, — „kúluliður“. Þeir þremenningarnir á [[Hrafn Sveinbjarnarson VE-|v/b Hrafni Sveinbjarnarsyni]] ([[Guðjón Jónsson (Hlíðardal)|Guðjón í Hlíðardal]], [[Guðjón Tómasson]] og [[Jagvan Hansen]]) gáfu okkur hluti þessa.''  
''Þessi mynd er tekin í Náttúrugripasafni Eyjabúa. Kórallinn er af 500—600 m dýpi sunnan við Eyjar. „Ígulkerið“ er mjög sjaldgæft. Það fékkst á sama dýpi. Fyrsta ígulker þessarar tegundar mun hafa fengizt við Suðvesturlandið eftir að Rússar sendu fyrsta „spúttnikkinn“ sinn upp í himingeiminn. Þess vegna kölluðu sjómennirnir, er fengu upp fyrsta ígulkerið þessarar tegundar, það „spúttnikk“. Því nafni heldur það enn. Íglarnir (angarnir) eru sérlegir. Þeir eru kóralkenndir og leika á hnúð. Endi þeirra fellur yfir „kúlu“ í yfirborði kersins, — „kúluliður“. Þeir þremenningarnir á [[Hrafn Sveinbjarnarson VE-|v/b Hrafni Sveinbjarnarsyni]] ([[Guðjón Jónsson (Hlíðardal)|Guðjón í Hlíðardal]], [[Guðjón Tómasson]] og [[Jagvan Hansen]]) gáfu okkur hluti þessa.''  




Lína 120: Lína 126:
Við þökkum innilega sjómönnum þeim, sem verið hafa okkur hjálplegir við að safna skeljum hér á undanförnum árum. Þeir eiga vissulega sinn hlut í því, hversu vel þetta hefur tekizt til þessa. Enn vil ég eiga þá að í söfnunarstarfi þessu. <br>
Við þökkum innilega sjómönnum þeim, sem verið hafa okkur hjálplegir við að safna skeljum hér á undanförnum árum. Þeir eiga vissulega sinn hlut í því, hversu vel þetta hefur tekizt til þessa. Enn vil ég eiga þá að í söfnunarstarfi þessu. <br>


<big>''B. Kuðungar (Sæsniglar með skel)''</big>
 
<big><center>''B. Kuðungar (Sæsniglar með skel)''</center></big>
 


Við Íslandsstrendur munu nú hafa fundizt 152 tegundir sæsnigla með skel. Marga þessa snigla höfum við fundið hér við Eyjar, en þó skal það strax viðurkennt, að mikið er hér ógert enn í þessu rannsóknarstarfi. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að Skeldýrafána Íslands II (Sæsniglar með skel) kom fyrst út 1962. Þar sem við höfðum ekki þessa ágætu bók Ingimars Óskarssonar, náttúrufræðings, fyrr í höndum, höfum við minna aðhafzt á s.l. áratug um söfnun kuðunga og rannsókn á þeim en skyldi. Þetta stendur nú vonandi allt til bóta hjá okkur. <br>
Við Íslandsstrendur munu nú hafa fundizt 152 tegundir sæsnigla með skel. Marga þessa snigla höfum við fundið hér við Eyjar, en þó skal það strax viðurkennt, að mikið er hér ógert enn í þessu rannsóknarstarfi. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að Skeldýrafána Íslands II (Sæsniglar með skel) kom fyrst út 1962. Þar sem við höfðum ekki þessa ágætu bók Ingimars Óskarssonar, náttúrufræðings, fyrr í höndum, höfum við minna aðhafzt á s.l. áratug um söfnun kuðunga og rannsókn á þeim en skyldi. Þetta stendur nú vonandi allt til bóta hjá okkur. <br>
Lína 224: Lína 232:
Hér höfum við því eignast um 62% af sæsniglum með skel. Af þessum 95 teg. eru 56 teg. fundnar hér við Eyjar.
Hér höfum við því eignast um 62% af sæsniglum með skel. Af þessum 95 teg. eru 56 teg. fundnar hér við Eyjar.


<big>''C. Ýmsar tegundir landsnigla''</big>
 
<big><center>''C. Ýmsar tegundir landsnigla''</center></big>
 


1. Brekkubobbi. <br>
1. Brekkubobbi. <br>
Lína 233: Lína 243:
6. Skrautbobbi. <br>
6. Skrautbobbi. <br>


<big>''D. Nökkvar''</big>
 
<big><center>''D. Nökkvar''</center></big>
 


1. Breiðnökkvi. <br>
1. Breiðnökkvi. <br>

Útgáfa síðunnar 13. september 2010 kl. 22:57

Efnisyfirlit 1965



ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:


Söfnin í Eyjum


Mér þykir hlýða að eyða hér nokkuru rúmi ritsins í þágu safnanna í Eyjum. Í júlí sumarið 1964 voru þau opnuð almenningi til sýnis á 3. hæð Sparisjóðsbyggingarinnar að Bárugötu 15, þar sem þau hafa til afnota um 100 fermetra sal. Margir Eyjabúar heimsóttu söfnin á s.1. sumri og nokkrir hópar ferðafólks.
Eyjólfur Gíslason, fyrrv. skipstjóri á Bessastöðum hér, vann hluta af 5 mánuðum ársins við að hreinsa upp og lagfæra muni í Byggðarsafninu. Öll var sú vinna innt af hendi með mikilli natni og samvizkusemi. — Smám saman fjölgaði munum þeim, er urðu sýningarhæfir á Byggðarsafninu. Húsrými leyfir ekki að sýna fleiri muni á safninu en þar eru nú eða um eitt þúsund. Flestir stærstu munirnir verða að geymast „í leyndum“ til síðari tíma, er safnhús rís með Eyjabúum yfir þessa sögulegu dýrgripi.
Spor er markað í sögu Byggðarsafnsins, og það markvert, með því að bæjarstjórn kaupstaðarins veitti kr. 100.000,00 fjárframlag til þess á síðastliðnu ári. Aðeins heimurinn einn var skapaður af engu. Allt annað þarf afl þeirra hluta, sem gera skal, umfram afl huga og handar. Svo er það og með söfnin okkar. Við sem höfum starfað í byggðarsafnsnefndinni hér árum saman, eru þakklátir fyrir þá viðurkenningu og þann rétta skilning á sögulegum og menningarlegum verðmætum, er bæjarstjórn hefur nú sannað seinni tíma kynslóðum með fjárveitingunni til Byggðarsafnsins. Fram mun haldið sem horfir.
Með því að nú virðast tímamót í sögu safnstarfsins hér í Eyjum, þar sem Byggðarsafnið nýtur orðið viðurkenningar og fjárstyrks allríflegs úr bæjarsjóði og söfnin bæði eru á vissum tímum opin almenningi til sýnis, orðin þannig menningar- og fræðslustofnanir, þá óska ég að skrá hér nöfn ýmissa muna í Náttúrugripasafninu og birta þá vitneskju, sem við höfum áunnið okkur á undanförnum árum varðandi líf lindýrategunda hér við Eyjar, — dýra, sem ekki var vitað með vissu fyrr, hvort fyndust hér, lifandi eða dauð.
Þessi vitneskja okkar er ávöxtur af árvökru starfi nemenda minna og mín á undanförnum árum við að safna skeljum og kuðungum og greina dýrin, mjög oft með hjálp Ingimars Óskarssonar, náttúrufræðings, sem hefur ávallt verið reiðubúinn að veita okkur fræðslu og hjálp og okkur ómetanleg hjálparhella við starfið. Við færum honum hér með okkar alúðarfyllstu þakkir. Öll þjóðin stendur í þakkarskuld við þennan fórnfúsa náttúrufræðing og mannkostamann.

I
NÁTTÚRUGRIPASAFN EYJABÚA


A. Samlokur í sjó


Fyrri útgáfa af Skeldýrafánu Íslands I (samlokur í sjó) eftir Ingimar Óskarsson, náttúrufræðing, kom út 1952, en síðari útgáfan 1964.
Ég býst við að fullyrða megi, að þessi litla bók hafi markað mikilvægt spor. Gefinn hefur verið meiri gaumur að skeldýralífi sjávarins en áður, og svo allt auðveldara um þá fræðigrein með þessa ágætu handbók til afnota. Okkur hér varð hún grundvöllur að sérstöku fræðslustarfi og tómstundastarfi, sem margur unglingur hér hefur notið góðs af á margvíslegan hátt á undanförnum árum. Með þessa bók í höndum stofnuðum við í Gagnfræðaskólanum skeljaklúbba, sem unnu að söfnun og rannsókn skelja, eftir því sem efni stóðu til, og satt að segja höfum við í þessu starfi okkar orðið margs fróðari um skeljar og kuðunga, sem ekki var áður vitað, svo að við þykjumst hafa aukið eilitlu við náttúrufræði landsmanna, þó að það þyki ef til vill drýldni að segja þetta, þegar aðeins ég og nemendur mínir eiga í hlut.
Við berum saman báðar þessar útgáfur, og í ljós kemur, að höfundurinn veit ýmislegt meira um skeljalífið í kringum Eyjarnar 1964, en þegar hann lét fyrri útgáfuna frá sér fara. Við fullyrðum, að meginið af þeirri auknu fræðslu hefur hann fengið frá okkur í skeljaklúbbum Gagnfræðaskólans.
Við köllum þetta starf okkar rannsóknarstarf, enda þótt okkur sé það ljóst, að „það er stórt orð Hákot“, — það er stórt orð í huga vísindamannsins orðið rannsókn, og við vonum, að enginn þeirra, sem kynnu að lesa þessa grein mína, hneykslist. Við sjáum, að Ingimar Óskarsson hefur ekki þótzt upp úr því vaxinn að taka staðreyndir okkar til greina og birt þær í nýju útgáfu Skeldýrafánunnar (1964). En af því að þetta eru okkar eigin vísindi, mín og nemenda minna, þá langar mig að biðja Blik að geyma niðurstöður okkar handa seinni tíma mönnum. Einhverjir þeirra kynnu að láta sér koma til hugar að sinna fræðslu um þessi dýr sjávarins, sem við getum með réttu fullyrt, að skapi ekki lítilvægar undirstöður atvinnulífsins hér í Vestmannaeyjum. Margir okkar ágætustu nytjafiska lifa að miklu leyti á þessum lindýrum í sjónum, skelfiskum og kuðungasniglum, svo sem ýsan og flestar flatfiskategundirnar. Hætt er við, að þessir fiskar færu hratt um á miðunum okkar eða stæðu lítið við, ef þeir fyndu ekki þetta lostæti þar.
Verða nú taldar upp þær skeljategundir íslenzkar, sem við geymum á Náttúrugripasafni Eyjabúa, og gert grein fyrir þeim teg., sem ekki var vitað með vissu áður, að lifðu hér við Eyjar eða tómar skeljar fundizt af hér.

1. Aða (öðuskel. Fst.: Vm. Vestmannaeyjar.
2. Auðnuskel (Crenella decussata) er talin algeng við austur og vesturströndina, en fágæt annars staðar. Hér höfum við fundið töluvert af henni.
3. Bárudiskur (Pecten aratus). Þessi skelfiskur hefur fundizt lifandi áður í Grindavíkurdjúpi og svo út af vesturströndinni. Hér höfum við einnig fundið tómar skeljar og með fiski í, einungis á fremur miklu dýpi, 200—300 metrum og allt að 600 m.
4. Báruskel. Fst.: Austfirðir.
5. Bergbúi (Zirphaea crispata). Þessi sérkennilega skel hefur fundizt lifandi norður við Tjörnes. Dauðar skeljar hafa fundizt við Norður-, Vestur- og Suðurland. Þessa skel höfum við fundið lifandi hér við Eyjar, eins og greint er frá í 2. útgáfu Skeldýrafánunnar, um samlokur í sjó.
6. Bugðukesja (Cuspidaria subtorta). Þessa skel telur Ingimar Óskarsson sjaldgæfa. Hefur áður fundizt á einum stað við austurströndina austur á Reyðarfirði. Áður talinn fundinn við suðurströndina, en þó virðist á huldu um það. Þessa skel fundum við fyrir þrem árum á þilfari velbáts, sem þá hafði veitt með dragnót suðaustur af Bjarnarey, eftir því sem við komumst næst. Í henni var lifandi skelfiskur. Svo að það er víst, að tegund þessi lifir við Eyjar.
7. Bugnisskel. Fst.: Vm.
8. Búldusystir. Fst.: Vm.
9. Bylgjuskel (Mysia undata). Árið 1952, er fyrri útgáfa Skeljafánunnar I kom út, hafði bylgjuskel ekki fundizt við Ísland, svo að vitað væri. Fyrsta skelin fannst síðar í skeljasandi, er fluttur var í land handa sementsverksmiðjunni á Akranesi. Síðan mun hún hafa fundizt víðar.
Hér í Vestmannaeyjum fundum við skel þessa inni í Botni, hægri skel með gati eftir Natica (Meyjarpatta), kuðung, sem aflar sér fæðu með því að bora gat á skeljar og sjúga í sig skelfiskinn á þann hátt. Hvergi hef ég séð náttúrufræðingana okkar geta um stærri bylgjuskel. Hún er 21 mm, kjörgripur mikill, sem geymdur er á safninu okkar. Ekki er mér kunnugt um, að þessi skel hafi nokkurs staðar fundizt lifandi hér við land. Ef ég man rétt, var skelin, sem fannst í skeljasandinum á Akranesi 8,5 mm að stærð.
10. Dorraskel. Fst.: Vm.
11. Drafnarskel. Fst.: Suðvesturhafið.
12. Drummaðkur. Fst.: Vm.
13. Dvergtodda. Fst.: Suðvesturhafið.
14. Dökkhadda. Fst.: Vm.
15. Eggertsdiskur. Fst.: Vm.
16. Flekkudiskur (Pecten tigerinus). Þennan skelfisk höfum við fundið lifandi hér við Eyjar. Það var áður vitað, að hann fannst lifandi suður af Grindavík og á Síðugrunni og á einum stað við norðvesturströnd landsins. Þessi tegund er margbreytilegri að litum en aðrar diskategundir hér við land. Þess sjást glögg dæmi á Náttúrugripasafninu okkar, hversu litirnir eru fjölbreytilegir og fagrir.
17. Ferjuskel (Cochlodesma praeténue). Áður var þessi skel sögð finnast lifandi á þrem stöðum í Faxaflóa. Hvergi getið um hana annars staðar. Nú er vitað, að hún lifir hér við Eyjar. Það höfum við sannað og frá því er greint í 2. útgáfu Skeldýrafánunnar I.


Þessi mynd er tekin í Náttúrugripasafni Eyjabúa. Kórallinn er af 500—600 m dýpi sunnan við Eyjar. „Ígulkerið“ er mjög sjaldgæft. Það fékkst á sama dýpi. Fyrsta ígulker þessarar tegundar mun hafa fengizt við Suðvesturlandið eftir að Rússar sendu fyrsta „spúttnikkinn“ sinn upp í himingeiminn. Þess vegna kölluðu sjómennirnir, er fengu upp fyrsta ígulkerið þessarar tegundar, það „spúttnikk“. Því nafni heldur það enn. Íglarnir (angarnir) eru sérlegir. Þeir eru kóralkenndir og leika á hnúð. Endi þeirra fellur yfir „kúlu“ í yfirborði kersins, — „kúluliður“. Þeir þremenningarnir á v/b Hrafni Sveinbjarnarsyni (Guðjón í Hlíðardal, Guðjón Tómasson og Jagvan Hansen) gáfu okkur hluti þessa.




18. Freyjuskel. Fst.: Vm.
19. Friggjarskel (Venus casina). Í Fánunni 1952 er fullyrt, að lifandi eintök af þessari skel hafi ekki fundizt við Ísland til þessa. Í útgáfunni 1964 er hins vegar tjáð, að skelin finnist lifandi við Vestmannaeyjar. Það er samkvæmt fundum okkar. Þess er getið, að stærð skeljarinnar sé allt að 42 mm. Á safninu okkar er Friggjarskel, sem er 53 mm að stærð. Hana gaf okkur Kristinn Kristinsson frá Miðhúsum. Skelin mun fengin í dragnót.
20. Færiskel. Fst.: Breiðifj.
21. Geisladiskur (Pecten septemradiatus). Í Skeljafánunni 1952 er þess getið, að diskur þessi hafi fundizt í Grindavíkurdjúpi og svo úti fyrir vesturströnd landsins. Í útgáfunni 1964 er Vestmannaeyjum bætt við eins og þar er tekið með flest af því, sem við höfum getað frætt um skeldýralífið kringum Eyjarnar af athugunum okkar á s.l. árum. Stærsti geisladiskur, sem hér hefur fundizt, hefur Kristinn Kristinsson frá Miðhúsum gefið okkur. Hann er 52 mm að stærð en Skeljafánan getur um 55 mm diska stærsta af þessari tegund. Skel þessi var lifandi, er hún fannst. Kom upp í dragnót.
22. Gimburskel. Fst.: Vm.
23. Glitdiskur (Pecten vitreus). Þessa diskategund höfum við fundið lifandi hér við Eyjar og ekki á því dýpi, að djúpsævi geti heitið, 70—150 m. Við eigum skel með fiski í á safninu okkar. Einnig fengið þá af 400—550 m dýpi.
24. Glittodda. Fst.: Norðausturhafið.
25. Gljáhnytla. Fst.: Vm.
26. Gljámeyla. Fst.: Vm.
27. Gljáskel (Adipieola pelagica). Þessa skeljartegund fékk bátur hér sumarið 1961 á 100—200 m dýpi suðaustur af Bjarnarey, 8 samlokur. Ný skeljategund við Íslandsstrendur fundin. Eintak var sent erlendum sérfræðingi til rannsóknar og hann ákvarðaði tegundina. Þessi dýrgripur er geymdur hér á Náttúrugripasafninu.
28. Gluggaskel. (Anomia squamula). Við höfum fundið hér aðaltegund og afbrigðið, A. aculeata.
29. Grýtuskel. Fst.: Vm.
30. Grœnlandsdiskur (Pecten groenlandicus). Hann höfum við fundið hér í ýsugörnum af ekki djúpu vatni. Áður var hann þekktur í Eyjafjarðardýpi og við Austurland og djúpt undan Suðurströndinni.
31. Hall-loka. Fst.: Vm.
32. Hjartaskel (Cardium edule). Þessi skeljategund fannst fyrst hér við land árið 1948, þá við Faxaflóa. Á árunum 1956—'60 fundum við hana hér í Vestmannaeyjum, í Botninum, en aldrei fundið hana lifandi.
33. Hreisturdiskur (Pecten testae). Þessi diskategund er sjaldgæf eins og ýmsar fleiri þeirra skeljategunda, sem ég hef nefnt hér. Hreisturdiskur er talinn hafa fundizt áður á einum stað við suðurströnd landsins og svo í Faxaflóa. Þessa diskategund höfum við fundið í ýsugörnum hér. Hann verður, hygg ég, að teljast mjög sjaldgæfur, og mér er ekki kunnugt um, að hann hafi fundizt lifandi.
34. Hrímskel. Fst.: Suðvesturhafið.
35. Hrukkubúlda. Fst.: Vm.
36. Hrukkusnekkja. Fst.: Vm.
37. Hvítsnekkja. Fst.: Vm.
38. Hörpubirða. Fst.: Vm.
39. Hörpudiskur (Pecten islandicus). Áður var hann talinn fundinn á einum stað við suðausturströndina, ekki sunnar. Við höfum fundið hörpudiska hér í Eyjum með fiski í. Einn geymum við í Náttúrugripasafninu okkar til þess að sanna þetta. Hann er geymdur í formalíni. Hörpudiskinn fann ég í lóni austur í Skanz-klöppum. Tvívegis höfum við annars fundið hörpudiska hér með fiski í. Þeir eru að vísu smáir allir, enda er hörpudiskurinn fyrst og fremst lindýr kalda sjávarins.
40. Ígulskel. Fst.: Vm.
41. Jökulbirða. Fst.: Norðurhafið.
42. Kolkuskel. Fst.: Austurhafið.
43. Krákuskel, kræklingur. Fst.: Vm.
44. Krókskel. Fst.: Skagafj.
45. Kúfskel. Fst.: Vm.
46. Lambaskel. Fst.: Vm.
47. Langkænuskel. Fst.: Vm.
48. Lofnarskel. Fst.: Vm.
49. Lýsuskel. Fst.: Vm.
50. Mœruskel. (Cyamium minutum). Áður var þessi skel kunn við Vestur- og Norðurlandið, vestanvert. Og svo við Austfirði sunnanverða. Þessa skel fundum við með fiski í undir Löngu fyrir fáum árum, svo að víst er, að hún lifir hér við Eyjar.
51. Njarðardrekka. Fst.: ?
52. Njarðarskál. Fst.: Vm.
53. Pétursskel. Fst.: Vm.
54. Rataskel (Saxicava arctica). — Við höfum bæði fundið hér aðaltegund og afbrigðið, S. rugosa.
55. Rákadiskur (Pecten striatus). Áður hafði þessi diskategund aðeins fundizt á tveim stöðum: út af Vestra-Horni og á Grindavíkurgrunni. Hér höfum við einnig fengið þennan disk úr ýsugörnum. Það bendir til þess, að hann lifi hér við Eyjar, þó getum við ekki fullyrt það.
56. Ránardrekka. Fst.: Vm.
57. Redduskel. Fst.: Vm.
58. Risakesja. Fst.: Vm.
59. Risasnekkja (Thracia convexa). Þessi skel hafði aldrei fundizt hér við land fyrr en 1960. Þá gaf Sigurður Gissurarson, kunnur sjómaður hér, Þórarni syni sínum og nemanda mínum þessa skel. Síðan gaf Þórarinn mér hana. Þannig ganga þessir hlutir oft frá einum til annars þar til þeir hafna hjá mér og lenda þannig inn á safn Eyjabúa. Þessi sérstaka skel var send til útlanda til greiningar, þar sem þetta er fyrsta eintakið, sem finnst hér við land. Grun hef ég um, að annað eintak sé í fórum mínum, en það er mjög brotið og því illt að greina það. Skeljarnar báðar lifandi.
60. Ryðskel (Montacuta ferruginosa). Þessi skeljategund er sögð algeng við vestanvert landið frá Faxaflóa og norður á Vestfirði. Einnig hefur hennar orðið vart við Austurland og einhvers staðar á tveim stöðum við suðurströndina. Þessa skel höfum við fundið hér í ýsugörnum, en sjaldgæf mun hún teljast, og ekki er mér kunnugt um að hún hafi fundizt lifandi.
61. Sandskel (Mya arenaria). Þessi tegund fannst fyrst hér við land 1958 í Skarðsfirði við Hornafjörð. Árið 1960 fundum við fyrstu sandskelina hér í Botninum, án skelfisks. Ekki er mér kunnugt um, að nemendur mínir eða aðrir hafi fundið skel með fiski í. Sandskelin virðist miklu smærri hér en t.d. norður við Eyjafjörð. Samanburðinn gefur að líta á Náttúrugripasafninu okkar.
62. Sauðaskel. Fst.: Vm.
63. Silfurtodda. Fst.: Suðvesturhafið.
64. Silkihadda. Fst.: Vm.
65. Smyrslingur, (Mya truncata). Hér við Eyjar finnast allar gerðir smyrslingsins, M. truncata, M. ovata og M. uddevallensis. Aðeins tómar skeljar hafa borizt okkur, svo að mér sé kunnugt.
66. Stúfmeyla (Psammobia ferroensis). Árið 1952 höfðu fundizt tómar skeljar við suðurströndina. En síðan höfum við fundið hér skeljar þessarar tegundar með fiski í. Þannig höfum við sannað það, að hún lifir hér við Eyjar.
67. Tannhnytla. Fst.: Suðvesturhafið.
68. Tígulskel (Spisula solida, S. elliptica). Afbrigðið elliptica var áður þekkt af austurmiðum og víða hér við land. Árið 1964 er enn komizt svo að orði, að aðaltegundin (S. solida) sé talin fundin við Vestmannaeyjar. Við höfum fundið mikið af skel þessari hér, bæði aðaltegund og afbrigðinu. Samanburðinn geta menn athugað á safninu okkar. Að svo stöddu þori ég ekki að fullyrða að hún finnist hér lifandi.
69. Timburdólgur. Fst.: Vm.
70. Trönuskel. Fst.: Vm.
71. Trönusystir. Fst.: Vm.
72. Törguskel (Kellia rubra). Þessarar skeljar geta gömul vísindarit og fullyrða, að hún finnist við Ísland. Í dýrasafninu í Kaupmannahöfn eru tvö eintök, sem sögð eru send frá Íslandi. Fundarstaðir hafa til þessa verið óvissir og enginn Íslendingur átt skelina, svo að vitað sé. Árið 1962 fann Páll Steingrímsson, kennari, nokkrar törguskeljar undir Löngu. Ingimar Óskarsson, náttúrufræðingar, hefur ákvarðað tegundina. Á þá greiningu getum við treyst. Þá er sem sé törguskelin fundin við Vestmannaeyjar og til sýnis á Náttúrugripasafni Eyjabúa.
73. Unnardrekka (Lima similis). Áður talin fundin á einum stað við Suðurland, líklega á Selvogsgrunni. Þessa skeljategund höfum við fundið hér í ýsugörnum, en aldrei lifandi.
74. Unnarskel. Fst.: Vm.
75. Vörtubirða (Arca nodulosus) er algeng hér við Eyjar. Höfum fundið mikið af henni í ýsugörnum og á steinum, sem komið hafa upp í dragnót. Fyrr var hún talin finnast einungis á miklu dýpi við Suðurströndina. Við höfum fengið hana af tiltölulega grunnu vatni, við ætlum 80—110 m dýpi.
76. Ýsuskel. Fst.: Vm.
77. Ægisdrekka. Fst.: Vm.
78. Öðlingur. Fst.: Vm.
79. Þrúðarskel (Limosis minuta). Þessi skel er talinn fást á dýpra vatni en 400 metrum og þess vegna ekki talin með í Skeldýrafánu Íslands I. Við höfum fengið skelina frá togara, sem veiðir mikið fyrir Norðurlandi, Akureyrartogari, og hélt fundarmaður, að þeir hefðu verið á mun grynnri sjó en 400 m, er þeir fengu skelina.

Ef þrúðarskelin er ekki talin með, munu vera fundnar 98 tegundir af samlokum í sjó hér við land, þegar þetta er skrifað. Þar af eigum við 78 tegundir eða um 80% af samlokunum, og 66 teg. höfum við fundið hér við Eyjar. Við megum þess vegna enn „herða róðurinn“. Við vitum að minnsta kosti af einni skeljategund, sem hér hefur fundizt áður fyrr. Það er gormnefjan.
Við þökkum innilega sjómönnum þeim, sem verið hafa okkur hjálplegir við að safna skeljum hér á undanförnum árum. Þeir eiga vissulega sinn hlut í því, hversu vel þetta hefur tekizt til þessa. Enn vil ég eiga þá að í söfnunarstarfi þessu.


B. Kuðungar (Sæsniglar með skel)


Við Íslandsstrendur munu nú hafa fundizt 152 tegundir sæsnigla með skel. Marga þessa snigla höfum við fundið hér við Eyjar, en þó skal það strax viðurkennt, að mikið er hér ógert enn í þessu rannsóknarstarfi. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að Skeldýrafána Íslands II (Sæsniglar með skel) kom fyrst út 1962. Þar sem við höfðum ekki þessa ágætu bók Ingimars Óskarssonar, náttúrufræðings, fyrr í höndum, höfum við minna aðhafzt á s.l. áratug um söfnun kuðunga og rannsókn á þeim en skyldi. Þetta stendur nú vonandi allt til bóta hjá okkur.
Hér óska ég að telja upp þá kuðunga, sem Náttúrugripasafn Eyjabúa hefur eignazt, ef það mætti verða til hvatningar unglingum hér til að hefja þetta starf eða halda því áfram, ef hafið er.
Ég get fundarstaðar, þar sem vissa ríkir um hann, annars ekki. En eins og Hallgerði komu víða bitlingar, eins berast okkur og skeljar víða að af landinu, af Austfjörðum, af togara af Norðurlandi (Norðurhafið) og frá góðum vini okkar, safnara í Kópavogi (Suðvesturlandið). Þá hefur Ingimar Óskarsson gefið okkur ýmsar tegundir úr Faxaflóa. Öllum þessum gefendum okkar og velunnurum starfsins sendum við alúðarþakkir fyrir hugulsemina og áhugann.

1. Amupoppa. Fst.: Vm.
2. Barðakati. Fst.: Vm.
3. Bárðarkóngur. Fst.: Norðurhafið.
4. Bárugylfi.
5. Bárusnotra. Fst.: Vm.
6. Baugadofri. Fst.: Vm.
7. Baugalyngvi. Fst.: Vm.
8. Baugasilfri. Fst.: Vm.
9. Baugasnotra. Fst.: Vm.
10. Bauti. Fst.: Vm.
11. Beitukóngur (Buccinum undatum). Þessi tegund er mjög afbrigðileg, eins og þeir vita, sem hana hafa athugað. Þessi afbrigði höfum við fundið hér við Eyjar: B. striatum, B. pelagicum, B. flexuose, B. littoralis og B. carinatum. Afbr. B. coeruleum höfum við eignazt úr Stöðvarfirði. Eintak eigum við, sem er stærra en náttúrufræðingar hafa séð áður eða vitað að til væri hér við land. Það er 150 mm á hæð. Annars er þessi kuðungur talinn verða 110 mm hár. Okkar stóra eintak er afbr. B. carinatum.
12. Beltispoppa. Fst.: Vm.
13. Blábeli. Fst.: Ísafj.djúp.
14. Blökkukóngur. Fst.: Stöðvarfj.
15. Brimgagar. Fst.: Vm.
16. Brúðarhetta. Fst.: Faxafl.
17. Bugðukóngur. Fst.: Norðurhafið.
18. Dumbur. Fst.: Stöðvarfj.
19. Dvergstrýta. Fst.: Suðurhafið (Faxafl.?)
20. Döglingur. Fst.: Vm.
21. Eðalbeli. Fst.: Vm.
22. Faxaperla. Fst.: Faxafl.
23. Fédugga. Fst.: Vm.
24. Finnakóngur. Fst.: Vm.
25. Frónpatti. Fst.: Vm.
26. Gáradofri. Fst.: Vm.
27. Gárastrýta. Fst.: Suðvesturhafið.
28. Gjallarjúði. Fst.: Vm.
29. Gjarðaböggvi. Fst.: Vm.
30. Gjúkagormur. Fst.: Suðvesturhafið.
31. Gljákóngur. Fst.: Norðurhafið.
32. Gljásilfri. Fst.: Vm.
33. Glufumotra. Fst.: Vm.
34. Goðahetta. Fst.: Vm.
35. Greipbarði. Fst.: Vm.
36. Gróttudoppa. Fst.: Faxafl.
37. Grænbeli. Fst.: Vm.
38. Grænlandskóngur. Fst.: Vm.
39. Grænlandspoppa. Fst.: Vm.
40. Grænsilfri. Fst.: Norðurhafið.
41. Gullskati. Fst.: Nýfundnaland (Gefandi: I.Ó.).
42. Hábeli. Fst.: Ísafjarðardjúp.
43. Haðarhetta. Fst.: Vm.
44. Hafkóngur. Fst.: Vm. Til skamms tíma höfðu stærstu hafkóngar hér við land reynzt allt að 160 mm háir. En í Náttúrugripasafni Eyjabúa eru tveir hafkóngar 200 mm og 206 mm. háir. Náttúrufræðingar tjá okkur, að hafkóngar þessir munu vera þeir stærstu, sem þekkzt hafi hér við land. Þeir eru báðir fengnir hér lifandi við Eyjar.
45. Hnýfilbobbi. Fst.: Vm.
46. Hornkúfa. Fst.: Vm.
47. Hvítstúfa. Fst.: Faxaflói eða Suðvesturhafið.
48. Kambdofri. Fst.: Vm. Bæði aðaltegund (B. clathratus) og afbrigðið (B. gunneri).
49. Kamblaufa. Fst.: Suðvesturhafið.
50. Keilukati. Fst.: Norðurhafið.
51. Kjalsilfri. Fst.: Faxafl.
52. Kjölstrýta. Fst.: Faxafl.
53. Klettadoppa. Fst.: Vm.
54. Krókhetta. Fst.: Norðurhafið.
55. Kúfstrútur. Fst.: Suðvesturhafið.
56. Langbeli. Fst.: Vm.
57. Langstúfa. Fst.: Vm.
58. Ljóramotra. Fst.: Vm.
59. Loðkúfa. Fst.: Vm.
60. Mararhetta. Fst.: Vm. Ingimar Óskarsson, náttúrufræðingur, greinir frá því í Skeldýrafánu ÍsIands II, að tvö dauð eintök af tegund þessari séu til á dýrasafninu í Kaupmannahöfn, merkt Ísland. Náttúrufræðingurinn telur vafasamt, að mararhettan geti talizt ísl. skeldýr, þar sem hún hafi ekki fundizt hér á síðari tímum. Síðan hann skrifaði þetta, höfum við fundið hér við Eyjar mararhettu, samkv. greiningu Ingimars sjálfs. Satt er það, að hún er smá. Fundin í ýsugörnum. Dæmi eru þess, að einungis einu sinni hafa sum þessi lindýr fundizt hér við land og þau þá talin íslenzk. Við þykjumst því hafa sannað tilveru mararhettunnar hér, enda þótt eintakið sé lítið vexti og ungt. Þær mararhettur, sem annars eru á Náttúrugripasafninu okkar, eru norskar.
61. Mardúfa. Fst.: Vm.
62. Mardugga. Fst.: Vm.
63. Meyjarhetta. Fst.: Vm.
64. Meyjarpatta. Fst.: Vm.
65. Mærudoppa. Fst.: Faxafl.
66. Möttuldoppa Fst.: Breiðafj.
67. Nákuðungur. Fst.: Vm.
68. Olnbogaskel. Fst.: Vm.
69. Perlutoppa. Fst.: Vm.
70. Péturskóngur. Fst.: Vm.
71. Rákapoppa. Fst.: Faxafl.
72. Randabokkur. Fst.: Vm.
73. Ránarbuðli. Fst.: Vm.
74. Ránarkarta. Fst.: Faxafl.
75. Ránarkuggur. Fst.: Norðurhafið.
76. Ránarögn. Fst.: Faxafl.
77. Rifjatyggi. Fst.: Faxafl.
78. Sandbauga. Fst. ?
79. Skelkúfa. Fst.: Vm.
80. Skinnkúfa. Fst.: Vm.
81. Skrautgylfi. Fst.: Norðurhafið.
82. Starkóngur. Fst.: Vm.
83. Stjörnupoppa. Fst.: Vm.
84. Stöðvarkóngur. Fst.: Stöðvarfjörður.
85. Strýtubróðir. Fst.: Vm.
86. Sævarlubbi. Fst.: Vm.
87. Tindadofri. Fst.: Vm.
88. Tígullaufa. Fst.: Norðurhafið.
89. Topplaufa. Fst.: Norðurhafið.
90. Vængbarði. Fst.: Vm.
91. Vörðubeli. Fst.: ?
92. Þangdoppa. Fst.: Vm.
93. Þarahetta. Fst.: Vm.
94. Þarastrútur. Fst.: Vm.
95. Ægiskuggur. Fst.: Vm.

Hér höfum við því eignast um 62% af sæsniglum með skel. Af þessum 95 teg. eru 56 teg. fundnar hér við Eyjar.


C. Ýmsar tegundir landsnigla


1. Brekkubobbi.
2. Eggbobbi.
3. Hvannabobbi.
4. Keilubobbi.
5. Rafbobbi.
6. Skrautbobbi.


D. Nökkvar


1. Breiðnökkvi.
2. Djúpnökkvi.
3. Flekkunökkvi.
4. Langnökkvi.
5. Ljósnökkvi.
6. Rauðnökkvi.

Nökkvar þessir hafa allir fundizt við Vestmannaeyjar. Ingimar Óskarsson hefur greint þá, með því að engin íslenzk bók er til um nökkva. Hann mun einnig hafa gefið þeim flestum a.m.k. íslenzkt nafn.
Langnökkvinn hefur aldrei fundizt hér við Ísland fyrr, að hann tjáir okkur.

II. hluti