77.747
breytingar
m (Verndaði „Blik 1958/Gömul skjöl“ [edit=sysop:move=sysop]) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 4: | Lína 4: | ||
<big><big><big><big><center>Gömul skjöl</center></big></big> | |||
< | |||
<center>Samningur um byggingu Landakirkju 1774</center></big> | |||
Samkvæmt bréfi hins konunglega Westindiske-Guineiske-Rente- og General-Told-Kammers dags. 14. desember 1773 til hins konunglega byggingaryfirráðs f.h. hinnar háu ráðuneytisdeildar og með nánara samþykki hins hæstvirta stjórnarráðs, þá hefi ég, Georg Davíð Anthon, byggingameistari hans konunglegu hátignar, annars vegar, og ég, Christopher Berger, óháður múrarameistari í Kaupmannahöfn, hinsvegar, gjört samning varðandi múrundirstöður og byggingu kirkju í Vestmannaeyjum við Ísland. | Samkvæmt bréfi hins konunglega Westindiske-Guineiske-Rente- og General-Told-Kammers dags. 14. desember 1773 til hins konunglega byggingaryfirráðs f.h. hinnar háu ráðuneytisdeildar og með nánara samþykki hins hæstvirta stjórnarráðs, þá hefi ég, Georg Davíð Anthon, byggingameistari hans konunglegu hátignar, annars vegar, og ég, Christopher Berger, óháður múrarameistari í Kaupmannahöfn, hinsvegar, gjört samning varðandi múrundirstöður og byggingu kirkju í Vestmannaeyjum við Ísland. | ||
::::::::::::1. | :::::::::::::1. | ||
Ég, Christopher Berger, skuldbind mig til að ferðast héðan til Vestmannaeyja við Ísland og byggja þar kirkju að undirstöðum og veggjum úr steini með aðstoð bróður míns, Johanns Georgs Bergers, múrarasveins, sem fer héðan með mér. Kirkjubygging þessi skal vera 27,5 álnir á lengd, 16 álnir á breidd og 8 álnir á hæð frá grunnfleti til efri brúnar á bitum. Undirstöður byggingarinnar í jörðu skulu á alla vegu vera tveggja álna háar upp að grunnfleti, en þykkt 2,5 álnir á hliðum, og 2 álnir á göflum. Múrveggir hliðanna á byggingunni skulu vera 2 álnir á þykkt, en gaflanna, 1,5 álnir upp að ræfurbitum, og fyrir ofan þá einungis ein alin á þykkt. Allir skulu veggirnir gjörðir af nothæfu, tilhöggnu grjóti, sem fæst í landinu. Veggirnir skulu múrhúðaðir beggja vegna. Í kirkjunni skal undirstaða altarisins múruð og kirkjugólfið inn að kórnum lagt Flensborgarmúrsteinum á rönd. Einnig skulu allir bogar yfir gluggum og útidyrum gjörðir af samskonar múrsteinum og þeim komið fyrir á sama hátt. Þá skal einnig koma fyrir á sínum stöðum 6 járngluggum, 2 trégluggum og einum plankahurðarkarmi með einum glugga yfir. Allt skal þetta múrað fast. Verk þetta skal allt gjört óaðfinnanlega og af ýtrustu vandvirkni og í samræmi við hina kröfuvægustu, samþykktu teikningu. | Ég, Christopher Berger, skuldbind mig til að ferðast héðan til Vestmannaeyja við Ísland og byggja þar kirkju að undirstöðum og veggjum úr steini með aðstoð bróður míns, Johanns Georgs Bergers, múrarasveins, sem fer héðan með mér. Kirkjubygging þessi skal vera 27,5 álnir á lengd, 16 álnir á breidd og 8 álnir á hæð frá grunnfleti til efri brúnar á bitum. Undirstöður byggingarinnar í jörðu skulu á alla vegu vera tveggja álna háar upp að grunnfleti, en þykkt 2,5 álnir á hliðum, og 2 álnir á göflum. Múrveggir hliðanna á byggingunni skulu vera 2 álnir á þykkt, en gaflanna, 1,5 álnir upp að ræfurbitum, og fyrir ofan þá einungis ein alin á þykkt. Allir skulu veggirnir gjörðir af nothæfu, tilhöggnu grjóti, sem fæst í landinu. Veggirnir skulu múrhúðaðir beggja vegna. Í kirkjunni skal undirstaða altarisins múruð og kirkjugólfið inn að kórnum lagt Flensborgarmúrsteinum á rönd. Einnig skulu allir bogar yfir gluggum og útidyrum gjörðir af samskonar múrsteinum og þeim komið fyrir á sama hátt. Þá skal einnig koma fyrir á sínum stöðum 6 járngluggum, 2 trégluggum og einum plankahurðarkarmi með einum glugga yfir. Allt skal þetta múrað fast. Verk þetta skal allt gjört óaðfinnanlega og af ýtrustu vandvirkni og í samræmi við hina kröfuvægustu, samþykktu teikningu. | ||
::::::::::::2. | :::::::::::::2. | ||
Allt grjót, sem þörf er á og notandi er, sé ég sjálfur, Christopher Berger, um að útvega á staðnum, brjóta og laga til. Sandinn og mölina í múrveggina legg ég til svo og kalkið hæfilega brennt og óaðfinnanlega lagað á allan hátt. | Allt grjót, sem þörf er á og notandi er, sé ég sjálfur, Christopher Berger, um að útvega á staðnum, brjóta og laga til. Sandinn og mölina í múrveggina legg ég til svo og kalkið hæfilega brennt og óaðfinnanlega lagað á allan hátt. | ||
::::::::::::3. | :::::::::::::3. | ||
Ég, Christopher Berger, legg til öll tæki og áhöld, hvaða nafni sem nefnast og nauðsynleg teljast til grjótnámsins, steinhöggsins, múrvinnunnar og lögunar á kalkinu, svo og allt efni í vinnupalla. Ég læt halda þessu öllu við á eigin kostnað. Einnig greiði ég bróður mínum iðnsveinalaun fyrir alla hans vinnu við bygginguna og nauðsynleg telst eftir samkomulagi, sem við gerum okkar á milli og hann gerir sig ánægðan með. | Ég, Christopher Berger, legg til öll tæki og áhöld, hvaða nafni sem nefnast og nauðsynleg teljast til grjótnámsins, steinhöggsins, múrvinnunnar og lögunar á kalkinu, svo og allt efni í vinnupalla. Ég læt halda þessu öllu við á eigin kostnað. Einnig greiði ég bróður mínum iðnsveinalaun fyrir alla hans vinnu við bygginguna og nauðsynleg telst eftir samkomulagi, sem við gerum okkar á milli og hann gerir sig ánægðan með. | ||
::::::::::::4. | :::::::::::::4. | ||
Alla járnsínkla og annað, sem nota skal til bindings og styrktar byggingunni eftir því sem ástæður þykja til og ætla má, að þeim verði fyrir komið, sé ég, Christopher Berger, um að láta smíða í landinu. Eins er ég skuldbundinn til að láta setja glergluggana í hinar fastmúruðu járnumgjörðir, skrúfa þá fasta og kitta. Einnig hefi ég tilhlýðilega umsjón með, að allt annað, sem að því lýtur að fullgera bygginguna í hólf og gólf, sé vel gjört og óaðfinnanlega og að fullu lokið. Mér ber einnig sjálfum eftir megni að veita aðstoð mína, þó allt gegn þóknun samkvæmt útgefnum, sanngjörnum reikningi. | Alla járnsínkla og annað, sem nota skal til bindings og styrktar byggingunni eftir því sem ástæður þykja til og ætla má, að þeim verði fyrir komið, sé ég, Christopher Berger, um að láta smíða í landinu. Eins er ég skuldbundinn til að láta setja glergluggana í hinar fastmúruðu járnumgjörðir, skrúfa þá fasta og kitta. Einnig hefi ég tilhlýðilega umsjón með, að allt annað, sem að því lýtur að fullgera bygginguna í hólf og gólf, sé vel gjört og óaðfinnanlega og að fullu lokið. Mér ber einnig sjálfum eftir megni að veita aðstoð mína, þó allt gegn þóknun samkvæmt útgefnum, sanngjörnum reikningi. | ||
::::::::::::5. | :::::::::::::5. | ||
Gegn þessu býð ég, Anthon, hinn æðsti byggingarmeistari hins hæsta áðurnefnda konunglega stjórnarráðs, og heiti hinum oft nefnda óháða byggingarmeistara Christopher Berger, að hann skuli fá: <br> | Gegn þessu býð ég, Anthon, hinn æðsti byggingarmeistari hins hæsta áðurnefnda konunglega stjórnarráðs, og heiti hinum oft nefnda óháða byggingarmeistara Christopher Berger, að hann skuli fá: <br> | ||
a) ókeypis flutning til og frá nefndum Vestmannaeyjum ásamt ókeypis fæði og annan viðurgerning handa sér og múrarasveini sínum á leiðinni, svo og konum þeirra og börnum. <br> | a) ókeypis flutning til og frá nefndum Vestmannaeyjum ásamt ókeypis fæði og annan viðurgerning handa sér og múrarasveini sínum á leiðinni, svo og konum þeirra og börnum. <br> | ||
b) 900 tunnur af brenndu kalki og 11.000 stk. Flensborgarmúrsteina, sem hann skal fá með sér héðan og nauðsynlegir eru til byggingarinnar. <br> | b) 900 tunnur af brenndu kalki og 11.000 stk. Flensborgarmúrsteina, sem hann skal fá með sér héðan og nauðsynlegir eru til byggingarinnar. <br> | ||
c) ókeypis flutning að byggingarstað á öllu grjóti, sem þarfnast til byggingarinnar ásamt öllu öðru ótöldu efni og öllum tækjum, sem honum skal afhent, og hann fá með sér héðan: 6 hjólbörur, fernar handbörur, eina kerru, einn sleða og | c) ókeypis flutning að byggingarstað á öllu grjóti, sem þarfnast til byggingarinnar ásamt öllu öðru ótöldu efni og öllum tækjum, sem honum skal afhent, og hann fá með sér héðan: 6 hjólbörur, fernar handbörur, eina kerru, einn sleða og aktygi á 4 hesta. Hestana skal hinn konunglegi embættismaður á staðnum láta Christopher Berger í té eða vísa á til þessara nota og standa straum af fóðri þeirra árið um kring. <br> | ||
[[Mynd: 1958, bls. 94.jpg|left|thumb|400px]] | [[Mynd: 1958, bls. 94.jpg|left|thumb|400px]] | ||
Lína 38: | Lína 41: | ||
e) Þegar bygging þessi er fullgerð að því er lýtur að allri nauðsynlegri múrvinnu og steinhöggi eftir teikningunni og verkið óaðfinnanlega og frambærilega af hendi leyst og nefndur Christopher Berger hefir á allan hátt fullnægt samningi þessum og sannað það með vottorðum frá réttum aðilum, sem þar í landi verða talin gild og lögleg, fær hinn oft nefndi Christopher Berger greidda 940 ríkisdali — skrifa níu hundruð og fjörutíu ríkisdali — í dönskum silfurpeningum. Þar að auki fær hann greitt annað það, sem honum með réttu ber samkvæmt reikningum og ofanrituðu. | e) Þegar bygging þessi er fullgerð að því er lýtur að allri nauðsynlegri múrvinnu og steinhöggi eftir teikningunni og verkið óaðfinnanlega og frambærilega af hendi leyst og nefndur Christopher Berger hefir á allan hátt fullnægt samningi þessum og sannað það með vottorðum frá réttum aðilum, sem þar í landi verða talin gild og lögleg, fær hinn oft nefndi Christopher Berger greidda 940 ríkisdali — skrifa níu hundruð og fjörutíu ríkisdali — í dönskum silfurpeningum. Þar að auki fær hann greitt annað það, sem honum með réttu ber samkvæmt reikningum og ofanrituðu. | ||
::::::::::::6. | :::::::::::::6. | ||
Til þess að títt nefndur Christopher Berger og múrarasveinn hans og fjölskyldur þeirra, sem þeir skulu framfæra þar í landi fyrir eigin fjármuni, verði ekki í vandræðum með peninga, meðan á byggingarframkvæmdum stendur, bæði til framhalds á verkinu og til greiðslu á daglegum útgjöldum og kostnaði af daglegum nauðþurftum, skal hið konunglega General-Told-Cammer haga því svo til, að hinn konunglegi embættismaður á staðnum eða hver annar sem hinu hæstvirta áðurnefnda stjórnarráði þóknast að bjóða svo, greiði honum peninga eða ígildi þeirra smámsaman fyrirfram, í réttum hlutföllum við það, sem vinnst af verkinu, og verða þær greiðslur dregnar frá ofannefndri og umsaminni upphæð, 940 ríkisdölum, þegar fullnaðaruppgjör fer fram. <br> | Til þess að títt nefndur Christopher Berger og múrarasveinn hans og fjölskyldur þeirra, sem þeir skulu framfæra þar í landi fyrir eigin fjármuni, verði ekki í vandræðum með peninga, meðan á byggingarframkvæmdum stendur, bæði til framhalds á verkinu og til greiðslu á daglegum útgjöldum og kostnaði af daglegum nauðþurftum, skal hið konunglega General-Told-Cammer haga því svo til, að hinn konunglegi embættismaður á staðnum eða hver annar sem hinu hæstvirta áðurnefnda stjórnarráði þóknast að bjóða svo, greiði honum peninga eða ígildi þeirra smámsaman fyrirfram, í réttum hlutföllum við það, sem vinnst af verkinu, og verða þær greiðslur dregnar frá ofannefndri og umsaminni upphæð, 940 ríkisdölum, þegar fullnaðaruppgjör fer fram. <br> | ||
Lína 55: | Lína 58: | ||
::::''Moltke, Prætorius, Erichsen, Schleth, Hagerup, Trant.'' | ::::''Moltke, Prætorius, Erichsen, Schleth, Hagerup, Trant.'' | ||
:::::::::::: | :::::::::::::Hilmand. | ||
::::::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']] | ::::::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']] | ||
{{Blik}} | {{Blik}} |