„Blik 1960/Vestmannaeyjahöfn, innri hluti 1923, mynd“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: Efnisyfirlit 1960 ==Vestmannaeyjahöfn,== ==innri hluti 1923,== ==mynd== <br> ctr|400px Til vinstri á myndinni sést Tangabryggja ...) |
m (Verndaði „Blik 1960/Vestmannaeyjahöfn, innri hluti 1923, mynd“ [edit=sysop:move=sysop]) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 25. janúar 2010 kl. 17:59
Vestmannaeyjahöfn,
innri hluti 1923,
mynd
Til vinstri á myndinni sést Tangabryggja fram af vörugeymsluhúsi Tangaverzlunarinnar. Hún hvarf inn í Básaskersbryggjuna, þegar hún var byggð. Til hægri á myndinni er trébryggja, sem byggð var 1921 fram af Skildingafjöru. Sú bryggja var rifin á árunum 1928— 1930. Austan við hana sjást Básaskerin, hið efra og hið fremra. Þau eru meginundirstaða Básaskersbryggjunnar, sem byggð var á árunum 1927—1930, 1932 og 1936—1937, og loks var því verki öllu lokið 1942. Hún er eitt mesta mannvirki sinnar tegundar hér á landi. Lengst til hægri liggja uppskipunarbátar skipaafgreiðslnanna, en fram til ársins 1926 voru allar vörur fluttar í land í Eyjum úr skipum á svo nefndum uppskipunarbátum, en það sumar lagðist fyrsta hafskipið að bryggju í Eyjum, Edinborgarbryggjunni. Öll uppskipun úr hafskipum fór fram við bryggju, eftir að bygging Básaskersbryggjunnar var svo langt komin, að hafskip flutu að henni, og dýpi hafnarinnar leyfði það að öðru leyti.