232
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 30: | Lína 30: | ||
Eins og sagt er að fötin skapi manninn. eins má með sanni segja. að hver og einn mótist af heimili sínu. þar sem hann elst upp. | Eins og sagt er að fötin skapi manninn. eins má með sanni segja. að hver og einn mótist af heimili sínu. þar sem hann elst upp. | ||
Sumir foreldrar hafa tamið sér að amast við félögum barna sinna. Þeim finnst of mikill hávaði og svaldur, þar sem þau eru. Eru þeir þeirri stundu fegnastir, er þau fara út. Þetta er að mínu áliti alvarlegt mál og algjörlega skakkt. Húsbædurnir eiga að keppa að því að hafa heimilið sem hlýlegast og sem mest aðlaðandi, — hafa það þannig, að manni finnist eins og veggirnir. húsgögnin og heimilisfólki komi með opna arma og bjóði mann hjartanlega velkominn. Til þess að svo sé, þarf heimilið ekki að vera íburðármikið. Það skiptir mestu. að það sé hreinlegt, og hjartahlýja húsbænd- | Sumir foreldrar hafa tamið sér að amast við félögum barna sinna. Þeim finnst of mikill hávaði og svaldur, þar sem þau eru. Eru þeir þeirri stundu fegnastir, er þau fara út. Þetta er að mínu áliti alvarlegt mál og algjörlega skakkt. Húsbædurnir eiga að keppa að því að hafa heimilið sem hlýlegast og sem mest aðlaðandi, — hafa það þannig, að manni finnist eins og veggirnir. húsgögnin og heimilisfólki komi með opna arma og bjóði mann hjartanlega velkominn. Til þess að svo sé, þarf heimilið ekki að vera íburðármikið. Það skiptir mestu. að það sé hreinlegt, og hjartahlýja húsbænd-anna skipi öndvegið. — Það dýrmætasta, sem við unga fólkið eigum, er góð heilsa, góðir foreldrar og gott heimili. | ||
H. B. G. 3. b. | |||
Gott heimili er án efa eitt af því bezta, sem maðurinn eignast Á heimili, þar sem ekki er mjög góð stjórn á öllu. er mjög hætt við, að börnin lendi í vondum félagsskap. sem þeim stafar illt af. | |||
Til þess að heimilislífið geti orðið skemmtilegt, verður öll fjölskyldan að gera sitt bezta í því efni. | |||
Á mörgum góðum heimilum er það brýnt fyrir börnunum að gera sitt bezta til að hjálpa mæðrum sínum, gera ýmsa snúninga fyrir þær, þvo upp leirinn með þeim o. s. frv. Allt of fáir kunna að meta gildi hins góða heimilis, þeir sem það eiga. | |||
E.J., 3. b | |||
Þeim unglingi ,sem á hvorki pabba né mömmu og engan að, honum getur varla liðið vel. Mér finnst, að heimilin eigi að vera hrein og hlýleg. Það þarf ekki að bera mikið í þau, svo að þau verði hlýleg og aðlaðandi, en til þess þarf húsmóðir¬in að leggja fram mikla vinnu, Og allir á heimilinu þurfa að læra að meta störf hennar og virða. ....... Það er mikils | |||
virði Fyrir ungling að eiga gott heimili, svo að honum finnist ekki, að hann verði að fara að heiman til að sækja ánægju, sem hægt er að veita sér heima. | |||
Ástþór Runólfsson, 3. b. | |||
Heimilið á að vera ímynd friðar og gleði, þar sem fjölskyldan situr í hlýlegri stofunni á kvöldin og hlustar á útvarpið eða eitthvað þess háttar. Stundum les heimilisfaðirinn upp úr einhverri góðri bók fyrir konuna sína, en hún situr þá með prjónana eða stoppar í sokka, því að alltaf er nóg að gera. | |||
Það er í raun og veru ekkert heimili, ef húsmóðirin er ekki heima. Hún þarf ekki að vera nema nokkra daga í burtu til þess að munur verði brátt á. hversu heimilislífið verður leiðinlegra, tómlegra. maturinn ef til vill verri og allt í drasli. þess vegna er oftast allt á tjá og tundri hjá piparsveinum. Heimilið þarf hvorki að vera stórt né íburðarmikið, en það þarf að vera þannig. að börnin fjarlægist ekki heimili sín og flari að stunda götuna. | |||
:Á. Á., 3.b. | |||
„Fyrir andans framför eina, fólksins hönd er sterk". | |||
Á tímum þeim, er maðurinn lifði áþekku lífi og dýrin, var ekki mikið um andlegt starf í heila hans. En svo þroskaðist hann og andinn varð til. Og þegar andinn var orðinn til, byrjaði maðurinn að taka náttúruna í þjónustu sína. Fyrst tók hann sér steina í hönd og notaði þá sem vopn eða verkfæri. Og svo tók starf andans að aukast og maðurinn fór að búa til áhöld úr steini og jafnvel beini. Svo lærði maðurinn að kveikja eld. Manninum þótti eyðilegur hellisveggurínn sinn, og því tók hann að skreyta hann með myndum. Fyrst mjög ófullkomnum, en smátt og smátt fór myndlistinni fram, er andi mannsins tók að þroskast meir. Er andans framför mannsins var komin svona langt, tóku sumir að skreyta sig með fagurlega lituðum steinum og öðru slíku til þess að bera af öðrum mönnum. | |||
Þá voru mennirnir komnir á það hátt andlegt stig, að þeir Fóru að metast á um það, hver þeirra væri mestur og fullkomnastur. Og þá reyndi vitanlega hver sem betur gat að vera sem fullkomnastur. Og þá fleygði mönnunum ört fram andlega. | |||
Því að nú þurftu þeir að hugsa meira en áður, Við það þroskaðist heilinn, og andinn óx enn. Svo tóku mennirnir að safnast i stærri hópa en áður og mynd uðu einskonar þjóðfélög, Þá var maðurinn óhultari fyrir dýrum. | |||
Svo tók andinn enn meiri framförum, og mennirnir fundu upp að rita niður hugsanir sínar, fyrst með ófullkomnu mynda eða táknletri, en smám saman var letrið endurbætt, og andinn óx enn. Þá fundu mennirnir málma og tóku að gera hluti úr þeim. Fyrst í stað smíðuðu þeir vitanlega vopn og ýmis konar verkfæri, því að maðurinn varð að geta varið sig. Svo eftir því sem andinn óx, tóku mennirnir að finna upp og búa til ýmiss konar vélar. Þær voru vitanlega ofur ófullkomnar í fyrstu, en þegar andi mannsins óx enn, urðu vélarnar fullkomnari, og styrkur handa hans jókst að sama skapi. Og þannig hélt andinn áfram að vaxa, og hönd fólksins varð æ sterkari. Þess vegna á nútímamaðurinn allt sitt að þakka andans framförum mannsins. | |||
:Aðalsteinn Brynjólfsson. | |||
:3. b. | |||
Úr ritgerðum um „Fyrir andans framför eina fólksins hönd er sterk". | |||
Svo er mál með vexti, að maðurinn er álitinn vitrasta skepna jarðarinnar, (svo álítur hann sjálfur a. m. k.). Allt þetta vit sitt hefur hann öðlazt af brýnni nauðsyn, þar sem hann er tiltölulega veikbyggður, og öll skilningsvit óþroskuð nema sjónin. | |||
Þetta gerði manninum nauðsynlegt að taka ýmis náttúrufyrirbrigði í sína þjónustu, svo sem steina, tré, önnur dýr o. fl. Steinana notaði hann í axir, spjóts og örvarodda og fleiri drápstól. Tré notaði hann í boga, í sköpt á örvarodda, í spjót, axir o. s. frv. Auk þess notaði hann tré í hreysi sín, sem stundrim voru byggð á tréstólpum í stöðuvötnum. Smám saman þroskaðíst maðurinn og óx að hugsun og tækni. Hann tók nú að smíða verkfæri og annað slíkt úr málmi. | |||
:Hreinn Aðalsteinsson, 3. b. | |||
Maðurinn var, er og verður alla tíð mesta hermikráka, ekki síður en apakötturinn, bróðir hans. | |||
Frá upphafi hefur maðurinn verið að reka sig á staðreyndir í náttúrunni og verða fyrir ýmsum skakkaföllum. Hefur hann þá geymt það í huga sér, er honum mátti að gagni koma af því, sem hann hefur séð og reynt, og eins hitt, er honum ber að varast. Mest hefur maðurinn lært af reynslunni. Undirstaða allra verklegra framfara og framkvæmda er þekkingin. Undirstaða þekkingarinnar er menntunin. Hún er mátturinn mikli, er veldur því, að menntaði maðurinn stendur alltaf betur að vígi í þjóðfélaginu en sá ómenntaði eða þekkingarsnauði. | |||
:Guðm. Karlsson, 3. b. | |||
Margir trúðu á það máltæki í gamla daga, að bókvitið yrði ekki setl í askana. Þetta hefur nú reynzt alveg öfugt. Á menntun eða þekkingu byggist öll tækni. Með tækni getum við svo innunnið okkur mat í askinn. þekkingin er undirstaða vélaiðnaðarins, sem hefur mest aukið styrkleika „fólkshandarinnar". Sönnun þess eru þjóðirnar. semi skemmst eru á veg komnar í þekkingu og tækni. Þær verða að láta aðrar þjóðir vinna úr hráefnum sínum. í því sambandi vil ég minna á þróunina í okkar eigin atvinnulífi, Íslendinga. Sú þróun er glögg sönnun þess, að „andans fraimför" og tækninnar framför er það. sem gerir okkur það kleift að lifa mannsæmandi lífi í landi okkar. | |||
:Halldór Ólafsson, 3. b. | |||
Segðu mér, hverja þú umgengst, og ég skal segja þér, hver þú ert. | |||
Þetta orðtak felur í sér mikinn sannleik, sem á öllum tímum og ávallt er í gildi. Hver góður maður reynir að vanda val félaga sinna og getur það haft örlagaríkar afleiðingar. ef illa tekst til með þetta val. | |||
Margir unglingar hafa leiðzt afvega fyrir áhrif vondra félaga, sem hafa beitt áhrifum sínum til ills. Sem betur fer eru hinir líka margir, sem hafa bætandi áhrif á félaga sína og umhverfi sitt og koma altaf fram til góðs. | |||
Eldri menn segja, að heimur fari versnandi, og allt hafi verið betra, þegar þeir voru ungir. Eg þekki þetta ekki, en er vantrúaður á, að það hafi við rök að styðjast. Það skiptir mestu máli, að menn séu ávallt mótækilegir fyrir göfgandi áhrif frá samtíðarmönnunum, og þá sérstaklega frá foreldrum sínum, sem ávallt reyna að hafa bætandi áhrif á börn sín, svo að þau megi verða góðir þjóðfélagsþegnar. | |||
Eitthvað gott býr í öllum mönnum. Ýmsar ástæður geta þó legið til þess, að hið góða fái ekki alltaf notið sín sem skyldi. Eitt er öruggt: Sá. sem reynir að feta í fótspor Jesú Krists, reynir að tileinka sér kenningar hans af heilum hug, verður ætíð góður maður. | |||
:Guðm. Þórarinsson. 3. b. | |||
:Smásaga. | |||
Rósa litla og þrösturinn. | |||
Sagan um hana Rósu er svona. Hún Rósa var 10 ára og hún var í barnaskóla og krakkarnir gerðu grín að henni, af því að hún söng svo hræðilega illa. þetta þótti henni leiðinlegt, og hún var svo oft döpur út af þessu. Einu sinni var hún á gangi úti í skógi. Þá sá hún fallegan fugl sitja þar á grein. Það var þröstur og hann söng svo yndislega, að Rósa varð alveg heilluð af söng hans. Nú settist Rósa niður og datt henni þá í hug að syngja svolítið með þrestinum .Svo fór hún að reyna, fyrst hægt og hikandi, og fannst þetta ekki vel gott hjá sér, en hún gafst ekki upp. þegar hún fór heim fannst henni, að þetta hefði ekki verið svo afleitt hjá sér. Þetta gerði Rósa oftar, að fara út í skóg til að syngja með þrestinum. Nú söng hún orðið mjög vel. Svo átti einusinni að halda skemmtun í skólanum. Meðal annars átti að vera einsöngur. Já, og það var nú bara hún Rósa. sem var látin |
breytingar