„Blik 1939, 4. tbl./Til íhugunar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Foreldrar! Veitið því athygli, að bindindisstarfið miðar að því m.a. að tryggja yður barnalánið eftir megni, skapa yður gleði og hamingju af börnunum. Stúkurnar hér í bæ og bindindisfélög ungmennaskólanna hér, eru þau æskulýðsfélög, sem mest og bezt starfa fyrir bindindismál æskunnar hér. Styðjið þau félög með velvild í orði og verki.<br>
Foreldrar! Veitið því athygli, að bindindisstarfið miðar að því m.a. að tryggja yður barnalánið eftir megni, skapa yður gleði og hamingju af börnunum. Stúkurnar hér í bæ og bindindisfélög ungmennaskólanna hér, eru þau æskulýðsfélög, sem mest og bezt starfa fyrir bindindismál æskunnar hér. Styðjið þau félög með velvild í orði og verki.<br>
:::::::::''[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þ. Þ. V.]]''
:::::::::''[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þ. Þ. V.]]''
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 22. október 2009 kl. 15:11

Til íhugunar.

Hamingjuleitin er sameiginleg oss öllum, mönnunum, svo ólíkir, sem vér annars erum. Og fáir foreldrar gera sér grein fyrir því, meðan börnin þeirra eru á unga aldri, hve hamingja þeirra (foreldranna), þá árin færast yfir þá, er undir því komin, að uppeldi barna þeirra takist vel og úr þeim verði nýtir og mætir þjóðfélagsþegnar. Eitt meginskilyrði þess, að svo megi verða, er bindindishugur og bindindisþróttur æskumannsins. Stúkur og önnur bindindisfélög vinna að því eftir megni að efla þann þrótt, mótstöðuorkuna gegn ásækni eiturlyfjanautnanna í ýmsum myndum.
Foreldrar! Veitið því athygli, að bindindisstarfið miðar að því m.a. að tryggja yður barnalánið eftir megni, skapa yður gleði og hamingju af börnunum. Stúkurnar hér í bæ og bindindisfélög ungmennaskólanna hér, eru þau æskulýðsfélög, sem mest og bezt starfa fyrir bindindismál æskunnar hér. Styðjið þau félög með velvild í orði og verki.

Þ. Þ. V.