„Steinn Sigurðsson (skólastjóri)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Steinn Sigurðsson var skólastjóri í Barnaskóla Vestmannaeyja árin 1904-1914. Steinn var fæddur 24. apríl 1872 að Fagurhóli í Austur-Landeyjum. Þar ólst hann upp í verkamannavinnu fyrir fátækan föður sinn. Ekki fékk hann neina fræðslu nema þá er hann kenndi sjálfum sér. Hann þyrsti í nám og í óþökk föður síns hóf hann nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Þaðan lauk hann kennaraprófi vorið 1893. Næstu ár vann sem kennari og ferðaðist milli bæja. Það var | Steinn Sigurðsson var skólastjóri í Barnaskóla Vestmannaeyja árin 1904-1914. Steinn var fæddur 24. apríl 1872 að Fagurhóli í Austur-Landeyjum. Þar ólst hann upp í verkamannavinnu fyrir fátækan föður sinn. Ekki fékk hann neina fræðslu nema þá er hann kenndi sjálfum sér. Hann þyrsti í nám og í óþökk föður síns hóf hann nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Þaðan lauk hann kennaraprófi vorið 1893. Næstu ár vann sem kennari og ferðaðist milli bæja. | ||
Það var árið 1903 að Steinn flytur til Vestmannaeyja. Hóf hann störf sem farkennari og fólst það í að kenna 7-14 ára börnum sem ekki fengu vist í skólanum sökum rúmleysis. Árið eftir var hann svo ráðinn sem skólastjóri [[Barnaskólinn í Vestmannaeyjum|Barnaskóla Vestmannaeyja]] eftir að [[Séra Oddgeir Guðmundsen]] hætti störfum. Sama haust og Steinn hóf störf fluttist Barnaskólinn í nýtt hús. Þá hóf [[Högni Sigurðsson]] einnig störf. Kennaraliðið, samsett af Steinari og Högna ásamt [[Eiríkur Hjálmarsson|Eiríki Hjálmarssyni]] átti eftir að verða farsælir saman og voru samhuga í að efla skólastarfið. | |||
Steinn Sigurðsson var góður kennari og hélt hann aga í bekknum. Hann fór ýmsar nýstárlegar leiðir í kennslu sinni, t.d. lét hann nemendur semja og skrifa íslenskuritgerðir um efni sem hann sjálfur valdi. Ekki þóttu þetta létt verkefni en nemendur sáu mikilvægi þessa ritgerðaskrifa eftir á. Ekki voru það einungis ritgerðir þar sem hann var brautryðjandi í, heldur samdi hann leikrit og lét nemendur leika fyrir almenning. Skemmtanir hélt hann á hverju skólaári og þegar viðraði fóru nemendur á skauta á [[Vilpa|Vilpu]]. Ekki tóku foreldrar vel í allt sem Steinn gerði og fannst frjálslyndið einum of mikið. | |||
Sjálfur var Steinn bindindismaður á vín og tóbak og beitti hann sér fyrir málefnum og velferðarmálum ungs fólks. Hann hjálpaði til við íþróttir, þá sérstaklega sundi, og var formaður [[Ungmennafélag Vestmannaeyja|Ungmennafélags Vestmannaeyja]]. | |||
Eiginkona Steins hét Agatha Þórðardóttir. Þau byggðu sér hús við [[Njarðarstígur|Njarðarstíg]] og kallaðist það [[Sólheimar]]. |
Útgáfa síðunnar 22. júní 2005 kl. 09:26
Steinn Sigurðsson var skólastjóri í Barnaskóla Vestmannaeyja árin 1904-1914. Steinn var fæddur 24. apríl 1872 að Fagurhóli í Austur-Landeyjum. Þar ólst hann upp í verkamannavinnu fyrir fátækan föður sinn. Ekki fékk hann neina fræðslu nema þá er hann kenndi sjálfum sér. Hann þyrsti í nám og í óþökk föður síns hóf hann nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Þaðan lauk hann kennaraprófi vorið 1893. Næstu ár vann sem kennari og ferðaðist milli bæja.
Það var árið 1903 að Steinn flytur til Vestmannaeyja. Hóf hann störf sem farkennari og fólst það í að kenna 7-14 ára börnum sem ekki fengu vist í skólanum sökum rúmleysis. Árið eftir var hann svo ráðinn sem skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja eftir að Séra Oddgeir Guðmundsen hætti störfum. Sama haust og Steinn hóf störf fluttist Barnaskólinn í nýtt hús. Þá hóf Högni Sigurðsson einnig störf. Kennaraliðið, samsett af Steinari og Högna ásamt Eiríki Hjálmarssyni átti eftir að verða farsælir saman og voru samhuga í að efla skólastarfið.
Steinn Sigurðsson var góður kennari og hélt hann aga í bekknum. Hann fór ýmsar nýstárlegar leiðir í kennslu sinni, t.d. lét hann nemendur semja og skrifa íslenskuritgerðir um efni sem hann sjálfur valdi. Ekki þóttu þetta létt verkefni en nemendur sáu mikilvægi þessa ritgerðaskrifa eftir á. Ekki voru það einungis ritgerðir þar sem hann var brautryðjandi í, heldur samdi hann leikrit og lét nemendur leika fyrir almenning. Skemmtanir hélt hann á hverju skólaári og þegar viðraði fóru nemendur á skauta á Vilpu. Ekki tóku foreldrar vel í allt sem Steinn gerði og fannst frjálslyndið einum of mikið.
Sjálfur var Steinn bindindismaður á vín og tóbak og beitti hann sér fyrir málefnum og velferðarmálum ungs fólks. Hann hjálpaði til við íþróttir, þá sérstaklega sundi, og var formaður Ungmennafélags Vestmannaeyja.
Eiginkona Steins hét Agatha Þórðardóttir. Þau byggðu sér hús við Njarðarstíg og kallaðist það Sólheimar.