85.018
breytingar
m (Changed protection level for "Blik 1967/Áfengisnautn-óhamingja" [edit=sysop:move=sysop]) |
Ekkert breytingarágrip |
||
| Lína 1: | Lína 1: | ||
=== Orsök-afleiðing | [[Blik 1967|Efnisyfirlit Blik 1967]] | ||
=== Orsök-afleiðing=== | |||
==Áfengisnautn óhamingja== | |||
Einn af kunnustu prestum landsins skrifar í eitt dagblaðanna í Reykjavík: ... „Válegir atburðir gerast daglega, já, oft á dag, oftar á nóttu. Ungur maður finnur konu sína í annars örmum. Hann banar ástmanni hennar, - á næsta andartaki sjálfum sér. Annar ungur maður notar byssuna til eigin lífláts í augnabliksæði í heimahúsum. Móðir í blóma lífsins býr börn sín að morgni til skólagöngu. Það er brotizt inn um dyrnar og hún margstungin til bana af föður barnanna og að því yngsta sjáandi. Síðan undrast vantrúaðir verðir réttar í landinu þá sögu, að hún er talin hafa beðið um vernd og óskað eftir geðrannsókn vegna framkomu mannsins, en hún hafði flúið með börnin til þess að búa ekki hjá honum. Maður, sem flytur slasað fólk, segist hafa flutt nær tvo tugi þess á nokkrum dögum, en flest eða allt slasazt við átök eða áflog í heimahúsum við arin sinn eða rekkjustokk hjónaherbergisins“.<br> | Einn af kunnustu prestum landsins skrifar í eitt dagblaðanna í Reykjavík: ... „Válegir atburðir gerast daglega, já, oft á dag, oftar á nóttu. Ungur maður finnur konu sína í annars örmum. Hann banar ástmanni hennar, - á næsta andartaki sjálfum sér. Annar ungur maður notar byssuna til eigin lífláts í augnabliksæði í heimahúsum. Móðir í blóma lífsins býr börn sín að morgni til skólagöngu. Það er brotizt inn um dyrnar og hún margstungin til bana af föður barnanna og að því yngsta sjáandi. Síðan undrast vantrúaðir verðir réttar í landinu þá sögu, að hún er talin hafa beðið um vernd og óskað eftir geðrannsókn vegna framkomu mannsins, en hún hafði flúið með börnin til þess að búa ekki hjá honum. Maður, sem flytur slasað fólk, segist hafa flutt nær tvo tugi þess á nokkrum dögum, en flest eða allt slasazt við átök eða áflog í heimahúsum við arin sinn eða rekkjustokk hjónaherbergisins“.<br> | ||
| Lína 6: | Lína 11: | ||
::„Hver er vesalli vera | ::„Hver er vesalli vera | ||
::varnarlausum manni?“ D. St. | ::varnarlausum manni?“ D.St. | ||
Og síðan tjáir einn af rannsóknarmönnunum alla málavexti. Út úr orðalaginu verður naumast annað lesið milli línanna en þetta: Hann var fullur greyið og hafði verið það lengi. Honum var vorkunn, greyskinninu.<br> | Og síðan tjáir einn af rannsóknarmönnunum alla málavexti. Út úr orðalaginu verður naumast annað lesið milli línanna en þetta: Hann var fullur greyið og hafði verið það lengi. Honum var vorkunn, greyskinninu.<br> | ||
| Lína 12: | Lína 17: | ||
Hvar er svo öryggi að finna í slíku þjóðfélagi, ef á reynir?<br> | Hvar er svo öryggi að finna í slíku þjóðfélagi, ef á reynir?<br> | ||
Og allt eru þetta afleiðingar drabbs og drykkjuskapar.<br> | Og allt eru þetta afleiðingar drabbs og drykkjuskapar.<br> | ||
Óhamingja almennings í landinu og þjóðfélagsins í heild sökum áfengisneyzlu virðist fara vaxandi ár frá ári. Einnig í þessum bæ á sér ýmislegt stað árlega, sem bendir til hins sama. Þykir það t. d. tiltökumál lengur að sjá ofurölvaðan kennara slangra um götur bæjarins? Á fyrstu tugum aldarinnar hefði slíkt hneykslað fólk óskaplega. Glæpur drýgður gagnvart ungviði því, sem þar skyldi njóta fræðslu og forustu, uppeldis og leiðsagnar.<br> | Óhamingja almennings í landinu og þjóðfélagsins í heild sökum áfengisneyzlu virðist fara vaxandi ár frá ári. Einnig í þessum bæ á sér ýmislegt stað árlega, sem bendir til hins sama. Þykir það t.d. tiltökumál lengur að sjá ofurölvaðan kennara slangra um götur bæjarins? Á fyrstu tugum aldarinnar hefði slíkt hneykslað fólk óskaplega. Glæpur drýgður gagnvart ungviði því, sem þar skyldi njóta fræðslu og forustu, uppeldis og leiðsagnar.<br> | ||
Sunnudaginn 29. jan. s. l. sagði útvarpið íslenzka frá miklu ölæði í Reykjavík kvöldið áður og þeim vandræðum, sem lögreglan hefði þá átt í við ofurölvaða unglinga. Allar fangageymslur yfirfullar; ráðist á lögregluna og lögreglustöðina; lögregluþjónar meiddir o. s. frv. Dauðadrukknir unglingar fluttir heim til sín sökum rúmleysis í fangageymslunum.<br> | Sunnudaginn 29. jan. s.l. sagði útvarpið íslenzka frá miklu ölæði í Reykjavík kvöldið áður og þeim vandræðum, sem lögreglan hefði þá átt í við ofurölvaða unglinga. Allar fangageymslur yfirfullar; ráðist á lögregluna og lögreglustöðina; lögregluþjónar meiddir o.s.frv. Dauðadrukknir unglingar fluttir heim til sín sökum rúmleysis í fangageymslunum.<br> | ||
Um kvöldið sagði fréttamaður sjónvarpsins frá þessum sorglegu staðreyndum. Hann tjáði þá sjónvarpssjáendum, að hér hefði einhver hluti nemenda framhaldsskólanna í Reykjavík verið að „gera sér glaðan dag“ eftir stritið í miðsvetrarprófunum!<br> | Um kvöldið sagði fréttamaður sjónvarpsins frá þessum sorglegu staðreyndum. Hann tjáði þá sjónvarpssjáendum, að hér hefði einhver hluti nemenda framhaldsskólanna í Reykjavík verið að „gera sér glaðan dag“ eftir stritið í miðsvetrarprófunum!<br> | ||
Þannig varð þá loksins alþjóð ljós hin geigvænlega þróun, sem átt hefur sér stað í uppeldis- og áfengismálum þjóðarinnar undanfarna áratugi.<br> | Þannig varð þá loksins alþjóð ljós hin geigvænlega þróun, sem átt hefur sér stað í uppeldis- og áfengismálum þjóðarinnar undanfarna áratugi.<br> | ||
| Lína 36: | Lína 41: | ||
Líf okkar mannanna er háð lögmálum, duldum lögmálum. Gegn þeim megum við ekki brjóta, hvað sem í boði er. Þá er lífshamingjan í veði. Þegar áhrif eða straumar steðja að, - freistingar köllum við það, - sem leiða kunna til brota á hinum duldu lögmálum, og einstaklingurinn ræður ekki við sjálfan sig, - býr ekki yfir dyggð og manndómi til þess að standast þær, - vofir óhamingjan yfir, - voðinn er vís. Þannig er þetta, með áfengisástríðurnar, sem þegar vakna við fyrsta glasið, sem drukkið er. Aldrei getur nokkur einstaklingur í lífinu tapað meir en einmitt þá! Ógæfunni er boðið heim.<br> | Líf okkar mannanna er háð lögmálum, duldum lögmálum. Gegn þeim megum við ekki brjóta, hvað sem í boði er. Þá er lífshamingjan í veði. Þegar áhrif eða straumar steðja að, - freistingar köllum við það, - sem leiða kunna til brota á hinum duldu lögmálum, og einstaklingurinn ræður ekki við sjálfan sig, - býr ekki yfir dyggð og manndómi til þess að standast þær, - vofir óhamingjan yfir, - voðinn er vís. Þannig er þetta, með áfengisástríðurnar, sem þegar vakna við fyrsta glasið, sem drukkið er. Aldrei getur nokkur einstaklingur í lífinu tapað meir en einmitt þá! Ógæfunni er boðið heim.<br> | ||
Augljós er óhamingja manna og kvenna sökum brota á hinum duldu lögmálum í ástarlífinu, viðskiptalífinu, félagslífinu og að öðru leyti mati einstaklingsins á sjálfum sér, persónu sinni, guðsneistanum í sér. Væri okkur öllum þetta nægilega ljóst, myndum við meta manninn í okkur meira en svo, að við hæfum áfengisneyzlu, og steyptum okkur þannig í það voðalega sjálfskaparvíti, sem hún reynist og hefur ávallt reynzt.<br> | Augljós er óhamingja manna og kvenna sökum brota á hinum duldu lögmálum í ástarlífinu, viðskiptalífinu, félagslífinu og að öðru leyti mati einstaklingsins á sjálfum sér, persónu sinni, guðsneistanum í sér. Væri okkur öllum þetta nægilega ljóst, myndum við meta manninn í okkur meira en svo, að við hæfum áfengisneyzlu, og steyptum okkur þannig í það voðalega sjálfskaparvíti, sem hún reynist og hefur ávallt reynzt.<br> | ||
Fyrir löngu hafa menn gert sér grein fyrir afleiðingum þess, ef vissar ,„leikreglur“ viðskiptalífsins t. d. eru brotnar, menn brotið gegn „lögmálinu“ í samskiptum og viðskiptum. Hvaða sannleika segir þetta máltæki almennings okkur: „Illur fengur illa forgengur“ | Fyrir löngu hafa menn gert sér grein fyrir afleiðingum þess, ef vissar ,„leikreglur“ viðskiptalífsins t.d. eru brotnar, menn brotið gegn „lögmálinu“ í samskiptum og viðskiptum. Hvaða sannleika segir þetta máltæki almennings okkur: „Illur fengur illa forgengur“. Þessu hefur fólk tekið eftir, enda þótt sjaldan hafi undirstaðan eða orsökin verið íhuguð eða hugleidd nánar.<br> | ||
Stundum er sem lífið sjálft spotti okkur, dragi dár að okkur, er við brjótum hin duldu lögmál þess. Dæmi: Fyrir 40-50 árum skrifaði ungur og upprennandi menntamaður íslenzkur grein í íslenzkt tímarit. Í grein sinni komst hann svo að orði: „Of mikið bindindi getur orðið hættulegt, ekki síður en drykkjuskapur. Menn verða að sleppa sér lausum um hríð, án þess að missa sjónar á markinu, og það er engum meðalgreindum, heilbrigðum manni ofvaxið að rata meðalhófið. Er það sjaldan mjög skaðlegt, þó að unglingar súpi djarflega á bikari lífsnautnanna. Það er stig, sem þeir komast oftast fljótt | Stundum er sem lífið sjálft spotti okkur, dragi dár að okkur, er við brjótum hin duldu lögmál þess. Dæmi: Fyrir 40-50 árum skrifaði ungur og upprennandi menntamaður íslenzkur grein í íslenzkt tímarit. Í grein sinni komst hann svo að orði: „Of mikið bindindi getur orðið hættulegt, ekki síður en drykkjuskapur. Menn verða að sleppa sér lausum um hríð, án þess að missa sjónar á markinu, og það er engum meðalgreindum, heilbrigðum manni ofvaxið að rata meðalhófið. Er það sjaldan mjög skaðlegt, þó að unglingar súpi djarflega á bikari lífsnautnanna. Það er stig, sem þeir komast oftast fljótt yfir.“ Þetta voru orð hins unga menntamanns, ávarp hans til íslenzks æskulýðs. Þvílík kenning. Þvílík hörmung. Hvernig vegnaði svo þessum „kennimanni“ Bakkusar í lífinu? Hvernig gekk honum að „rata meðalhófið?“ Hvernig gekk honum að „komast yfir stigið?“. Það skal ég segja ykkur lesendur mínir.<br> | ||
Um sína daga var hann einn kunnasti drykkjuróni í svokallaðri menntamannastétt höfuðstaðarins. Hann naut aldrei gáfna sinna og þekkingar sökum drykkjuskapar. Enginn naut þeirra. Spurning mín er sú eftir fregnum að dæma af honum: Dó hann ekki úr ofdrykkju? Þannig launaði lífið honum lögmálsbrotið. Það spottaði hann, dró dár að honum. Sýndi honum svart á hvítu sína eigin eymd. Og við skulum ekki láta okkur koma til hugar, að hann hafi ekki séð það sjálfur, þegar fram leið, hversu hann hafði misreiknað lífsdæmið sitt.<br> | Um sína daga var hann einn kunnasti drykkjuróni í svokallaðri menntamannastétt höfuðstaðarins. Hann naut aldrei gáfna sinna og þekkingar sökum drykkjuskapar. Enginn naut þeirra. Spurning mín er sú eftir fregnum að dæma af honum: Dó hann ekki úr ofdrykkju? Þannig launaði lífið honum lögmálsbrotið. Það spottaði hann, dró dár að honum. Sýndi honum svart á hvítu sína eigin eymd. Og við skulum ekki láta okkur koma til hugar, að hann hafi ekki séð það sjálfur, þegar fram leið, hversu hann hafði misreiknað lífsdæmið sitt.<br> | ||
Hann lifði róni, - dó róni og bar sinn kross. Þannig er líf fjölda þessara krossbera. | Hann lifði róni, - dó róni og bar sinn kross. Þannig er líf fjölda þessara krossbera. | ||
| Lína 45: | Lína 50: | ||
Ótal dæmi sjáum við þessa, ef við lítum í kringum okkur. Ekki þurfum við langt að fara. Áfengisneyzlan gerir úrvalsfólk að úrþvætti. Hjónalíf fer í hundana, barnalán glatast, lífshamingja fjölda barna glatast, fjármunir glatast, - lífið sjálft glatast. Óskapleg er sú saga, ef skráð væri til innsta kjarna, hugrenninga, tilfinninga og svo gjörða. | Ótal dæmi sjáum við þessa, ef við lítum í kringum okkur. Ekki þurfum við langt að fara. Áfengisneyzlan gerir úrvalsfólk að úrþvætti. Hjónalíf fer í hundana, barnalán glatast, lífshamingja fjölda barna glatast, fjármunir glatast, - lífið sjálft glatast. Óskapleg er sú saga, ef skráð væri til innsta kjarna, hugrenninga, tilfinninga og svo gjörða. | ||
::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']] | |||
Þ. Þ. V. | |||
{{Blik}} | {{Blik}} | ||