„Guðrún Jónasdóttir (Hæli)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 20: | Lína 20: | ||
#Guðrún, f. 1. ágúst 1881, d. 2. ágúst 1881; | #Guðrún, f. 1. ágúst 1881, d. 2. ágúst 1881; | ||
#Guðný, f. 12. júlí 1882, d. 13. júlí 1882; | #Guðný, f. 12. júlí 1882, d. 13. júlí 1882; | ||
#[[ | #[[Bernótus Sigurðsson|Bernótus]] útvegsmaður í Stakkagerði, f. 23. apríl 1884, drukknaði 12. febrúar 1920; | ||
#[[Sigurður Sigurðsson (Hæli)|Sigurður]] járnsmiður á [[Hæli]], f. 11. maí 1889, d. 25. apríl 1974; | #[[Sigurður Sigurðsson (Hæli)|Sigurður]] járnsmiður á [[Hæli]], f. 11. maí 1889, d. 25. apríl 1974; | ||
#Dóttir, f. andvana 28. júlí 1891. | #Dóttir, f. andvana 28. júlí 1891. |
Útgáfa síðunnar 12. nóvember 2009 kl. 10:33
Guðrún Jónasdóttir húsfreyja á Hæli við Brekastíg, fæddist 10. maí 1855 í Rimakoti í A-Landeyjum og lézt 8. marz 1936 í Eyjum.
Ætt og uppruni
Foreldrar hennar voru Jónas bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1. febr. 1823 í Kúfhól þar, d. 27. okt. 1885, Jóns bónda og hreppstjóra á Önundarstöðum þar, f. 1798, d. 1861, og konu Jóns hreppstjóra, Guðrúnar húsfreyju, f. 1795, d. 1876, Jónsdóttur. Móðir Guðrúnar á Hæli og kona Jónasar á Kirkjulandi var Guðrún húsfreyja, f. 4. ágúst 1825, d. 23. febrúar 1899, Þorkels bónda á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, skírður 1799, d. 1879, Jónssonar og konu Þorkels, Guðrúnar húsfreyju, f. 1825, d. 1899, Guðmundsdóttur.
Lífsferill
Guðrún giftist Sigurði Þorbjörnssyni 7. október 1875. Hann var sonur Þorbjarnar Jónssonar bónda í Kirkjulandhjáleigu í A-Landeyjum og síðari konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur.
Þau bjuggu í Selshjáleigu í A-Landeyjum 1878-1886, en Kirkjulandshjáleigu 1886-1893.
Sigurður drukknaði, er áttæringur hans, Tobías, fórst við Landeyjasand. Þar fórust alls fjórtán manns.
Guðrún bjó áfram í Kirkjulandshjáleigu til ársins 1920.
Hjá henni var vinnumaður og fyrirvinna Sigurður Ólafsson, síðar í Bólstað.
Með Sigurði átti hún dótturina Sigurbjörgu, síðar húsfreyju á Stað, f. 5. maí 1895, d. 16. marz 1969, konu Kristjáns Egilssonar.
Guðrún brá búi 1920 og fluttist til Eyja. Hún var húsfreyja á Hæli hjá Sigurði syni sínum með dóttur sína Þorgerði Sigurbjörgu Sigurðardóttur 1920. Eftir að Sigurður kvæntist 1932, var Guðrún hjá þeim hjónum til dánardægurs.
Börn þeirra Sigurðar Þorbjörnssonar voru:
- Jón, f. 16. febrúar 1877, d. 10. marz 1877;
- Anna húsfreyja á Syðri-Úlfsstöðum í Landeyjum, f. 8. október 1878;
- Kári bóndi í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu, síðar í Presthúsum í Eyjum, f. 9. júlí 1880, d. 10. ágúst 1925;
- Guðrún, f. 1. ágúst 1881, d. 2. ágúst 1881;
- Guðný, f. 12. júlí 1882, d. 13. júlí 1882;
- Bernótus útvegsmaður í Stakkagerði, f. 23. apríl 1884, drukknaði 12. febrúar 1920;
- Sigurður járnsmiður á Hæli, f. 11. maí 1889, d. 25. apríl 1974;
- Dóttir, f. andvana 28. júlí 1891.
Heimildir
- Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Brynja Sigurðardóttir frá Hæli.
- Legstaðaskrá.
- Manntal 1920.
- Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Landeyingabók, Austur-Landeyjar. Gunnarshólmi: Austur-Landeyjahreppur, 1999.