„Guðmundur H. Guðjónsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. júlí 2023 kl. 10:59

Guðmundur á jólatónleikum Landakirkju 2005.

Guðmundur Hafliði Guðjónsson er fæddur 22. desember 1940 að Kjörvogi í Árneshreppi á Ströndum. Kona Guðmundar er Dagný Pétursdóttir (áður Ubonwan Paruska) frá Thailandi, sem Eyjamenn þekkja betur sem Deng, og búa þau að Helgafellsbraut 6. Þau eiga tvær dætur, Rósu og Védísi.

Guðmundur stundaði nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar, við Kirchenmusikschule í Hannover, Royal School of Church Music í London og nám í orgellleik í Róm og Siena á Ítalíu. Var skólastjóri Tónlistarskóla Barðastrandarsýslu frá 1968 til 1970 og organisti við Patreksfjarðarkirkju á sama tíma. Guðmundur fluttist til Vestmannaeyja árið 1970 og varð organisti Landakirkju og stjórnandi Kórs Landakirkju auk þess sem hann hefur verið skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja.

Guðmundur stofnaði jeppaklúbbinn Herði í Vestmannaeyjum og hefur stjórnað hálendisferðum á hans vegum um árabil.