Guðmundur H. Guðjónsson
Guðmundur Hafliði Guðjónsson er fæddur 22. desember 1940 að Kjörvogi í Árneshreppi á Ströndum. Kona Guðmundar er Dagný Pétursdóttir (áður Ubonwan Paruska) frá Thailandi, sem Eyjamenn þekkja betur sem Deng, og búa þau að Helgafellsbraut 6. Þau eiga tvær dætur, Rósu og Védísi.
Guðmundur stundaði nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar, við Kirchenmusikschule í Hannover, Royal School of Church Music í London og nám í orgellleik í Róm og Siena á Ítalíu. Var skólastjóri Tónlistarskóla Barðastrandarsýslu frá 1968 til 1970 og organisti við Patreksfjarðarkirkju á sama tíma. Guðmundur fluttist til Vestmannaeyja árið 1970 og varð organisti Landakirkju og stjórnandi Kórs Landakirkju auk þess sem hann hefur verið skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja.
Guðmundur stofnaði jeppaklúbbinn Herði í Vestmannaeyjum og hefur stjórnað hálendisferðum á hans vegum um árabil.
Frekari umfjöllun
Guðmundur Hafliði Guðjónsson kennari, skólastjóri, organisti, kórstjóri fæddist 22. desember 1940 að Kjörvogi í Árneshreppi, Strand.
Foreldrar hans voru Guðjón Magnússon trésmiður, oddviti, síðar í Reykjavík, f. 28. júní 1908, d. 25. janúar 1993, og kona hans Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1916, d. 14. desember 2005.
Guðmundur nam í Tónlistarskóla Þjóðkirkjunnar og í Námsflokkum Reykjavíkur 1956-1961, í Kirchenmusikshule der Ev. Luth. Landeskirche í Hannover 1961-1966, Royal School of Church Music í London 1967 og 1968. Hann var undir leiðsögn hjá Fernando Germani í orgelleik í Róm og við Academia Musicale Chigiana í Siena á Ítalíu sumurin 1970 og 1972, sótti sumarnámskeið hjá Marie-Clair Alain við Academie Internationale d´orgue de Saint-Donat í Frakklandi 1981 og fjögur tónlistarnámskeið í Reykjavík.
Guðmundur var skólastjóri Tónlistarskóla V.-Barð. frá stofnun 1968-1970, Tónlistarskóla Vestmannaeyja frá 1970-2011. Hann var organisti í Patreksfjarðarkirkju 1968-1970, Landakirkju frá 1970-2011.
Hann hélt fjölda tónleika Kórs Landakirkju víðsvegar, svo og einleiks- og samleikstónleika.
Guðmundur eignaðist barn með Ásgerði 1967.
Þau Dagný giftu sig 1979, eignuðust tvö börn.
I. Barnsmóðir Guðmundar er Ágerður Ágústsdóttir, f. 14. apríl 1946.
Barn þeirra:
1. Ágúst Herbert Guðmundsson athafnamaður, körfuboltaþjálfari, f. 26. ágúst 1967, d. 1. janúar 2021.
II. Kona Guðmundar, (22. desember 1979), er Dagný Pétursdóttir (upprunalegt nafn Ubonwan Paruska), f. 20. mars 1949 í Thailandi.
Börn þeirra:
2. Rósa Guðmundsdóttir tónlistarmaður, f. 11. mars 1979. Hún er gift Moonli Shingha.
3. Védís Guðmundsdóttir sviðsstjóri á skrifstofu borgarstjóra í Reykjavík, f. 24. maí 1982. Sambúðarmaður hennar Hreggviður Vopni Hauksson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðmundur.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.