„Björn Finnbogason“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 20: | Lína 20: | ||
}} | }} | ||
[[Flokkur:Formenn]] | [[Flokkur:Formenn]] | ||
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]] | |||
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]] |
Útgáfa síðunnar 20. júní 2007 kl. 13:23
Björn Þórarinn Finnbogason fæddist að Dvergasteini á Seyðisfirði 7. desember 1885 og lést 4. apríl 1964. Foreldrar hans voru Rósa Eyjólfsdóttir og Finnbogi Björnsson. Þau bjuggu í Nöjsomhed fyrst um sinn. Síðan fluttust þau í húsið Uppsali. Svo flutti fjölskyldan að Norðurgarði sem var æskuheimili Björns og fjögurra bræðra hans. Björn giftist Láru Guðjónsdóttur frá Kirkjubæ árið 1910. Reistu þau heimili sitt Kirkjuland og bjuggu þar í rúm 53 ár. Þau hjón eignuðust sex börn en eitt þeirra lést í æsku.
Björn hóf að stunda sjómennsku með föður sínum. Þegar Björn var 15 ára reri hann með föður sínum á áraskipinu Nýja öldin. Eigandi þess skips var Gísli J. Johnsen en Björn eignaðist síðar hluta í því. Björn var svo formaður þess skips þar til vélbátaútgerðin hófst. Gísli og Björn ásamt Birni Jónssyni frá Gerði keyptu vélbátinn Neptúnus og var Björn formaður á honum til árins 1923.
Björn stundaði ekki einungis sjósókn af kappi heldur einnig fuglaveiðar en Björn var heiðursfélagi í Bjargveiðimannafélagi Vestmannaeyja.
Björn starfaði í sóknarnefnd Landakirkju á þeim árum sem safnað var fyrir nýju orgeli og byggingu fordyris.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Björn:
- Sjóra prýðin Boga Björn,
- bundinn Kirkjulandi,
- mund á víðis véla örn
- veiðir undir sandi.
Heimildir
- Unnið úr grein eftir Friðfinn Finnson frá Oddgeirshólum í Fylki um Björn Finnbogason.