„Kristinn Pálsson (á heflinum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
* Ómar Garðarsson, Morgunblaðið 18. maí 2006.}} | * Ómar Garðarsson, Morgunblaðið 18. maí 2006.}} | ||
[[Flokkur:Listamenn]] | [[Flokkur:Listamenn]] | ||
[[Flokkur:Athafnafólk]] | |||
[[Flokkur:Fólk fætt á 20. öld]] | |||
[[Flokkur:Íbúar við Hólagötu]] |
Útgáfa síðunnar 22. júní 2007 kl. 16:25
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Kristinn Pálsson“
Kristinn Viðar Pálsson er fæddur 4. nóvember 1938. Eyjamenn þekkja ef til vill betur til hans undir nafninu Kiddi á heflinum en það er hann kallaður vegna þess að aðalstarf hans frá upphafi var malarnám og grjótmulningur. Malarnám skilur eftir sig sár en þau hefur Kiddi viljað græða á einhvern hátt og hans aðferð við það er að útbúa grjótskúlptúra og efnið sækir hann í nágrennið.
Árið 1952 byrjaði Kiddi í malarnáminu inn í Herjólfsdal. Fyrsta verkefnið var að mala grjót í hús Útvegsbankans við Kirkjuveg, sem var verið að byggja í Eyjum. Auk þess að mala grjót var hann á veghefli bæjarins og við hann er Kiddi kenndur.
Á yngri árum var Kiddi í myndlistarskóla hjá Páli Steingrímssyni. Árið 1995 byrjaði Kiddi að reisa grjótskúlptúra. Þekktastur þeirra er líklega hin 4 metra háa Auróra, sem horfir til hafs á brúninni vestan við Viðlagafjöru á Nýja hrauninu.
Heimildir
- Ómar Garðarsson, Morgunblaðið 18. maí 2006.