„Dalrós Gottschalk (Kirkjuhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Dalros Gottschalk.jpg|thumb|200px|''Dalrós Gottschalk.]]
'''Dalrós Gottschalk''' húsfreyja, röntgentæknir á Hvammstanga fæddist 31. mars 1952 á [[Kirkjuhóll|Kirkjuhól við Bessastíg 4]] og lést 8. ágúst 2024.<br>
'''Dalrós Gottschalk''' húsfreyja, röntgentæknir á Hvammstanga fæddist 31. mars 1952 á [[Kirkjuhóll|Kirkjuhól við Bessastíg 4]] og lést 8. ágúst 2024.<br>
Foreldrar hennar voru [[Kristín Ólafsdóttir (Kirkjuhól)| Guðfinna ''Kristín'' (Kiddý) Ólafsdóttir]] frá Kirkjuhól, síðar í Svíþjóð, f. 25. júlí 1930, d. 21. október 2005, og barnsfaðir hennar Jören Rudolf Gottschalk verslunarmaður í Kaupmannahöfn, f. 18. desember 1930.<br>   
Foreldrar hennar voru [[Kristín Ólafsdóttir (Kirkjuhól)| Guðfinna ''Kristín'' (Kiddý) Ólafsdóttir]] frá Kirkjuhól, síðar í Svíþjóð, f. 25. júlí 1930, d. 21. október 2005, og barnsfaðir hennar Jören Rudolf Gottschalk verslunarmaður í Kaupmannahöfn, f. 18. desember 1930.<br>   

Núverandi breyting frá og með 18. september 2024 kl. 16:56

Dalrós Gottschalk.

Dalrós Gottschalk húsfreyja, röntgentæknir á Hvammstanga fæddist 31. mars 1952 á Kirkjuhól við Bessastíg 4 og lést 8. ágúst 2024.
Foreldrar hennar voru Guðfinna Kristín (Kiddý) Ólafsdóttir frá Kirkjuhól, síðar í Svíþjóð, f. 25. júlí 1930, d. 21. október 2005, og barnsfaðir hennar Jören Rudolf Gottschalk verslunarmaður í Kaupmannahöfn, f. 18. desember 1930.
Fósturforeldrar hennar voru foreldrar Kristínar móður hennar, þau Dagmey Einarsdóttir húsfreyja, verkalýðsleiðtogi á Kirkjuhól og maður hennar Ólafur Beck Bjarnason sjómaður.

Börn Dagmeyjar og Ólafs:
1. Finnbogi Hafsteinn Ólafsson sjómaður, f. 25. september 1928, d. 31. mars 2011.
2. Guðfinna Kristín (Kiddý) Ólafsdóttir, f. 25. júlí 1930, d. 21. október 2005.
3. Jóna Dalrós Ólafsdóttir. f. 30. september 1931 á Hásteinsvegi 17, d. 3. maí 1940.
4. Guðbjörg Birna Ólafsdóttir, f. 24. febrúar 1934. Maður hennar Valgeir Helgason í Rvk, f. 22. febrúar 1936.

Dalrós var í húsmæðraskólanum á Laugum í S-Þing. 1969-1970. Hún lærði röntgentækni í Tækniskólanum og á Borgarspítalanum, vann m.a. á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1983-1984.
Dalrós bjó á Hvammstanga.

I. Fyrrum sambýlismaður Dalrósar var Ólafur Ágúst Baldursson pípulagningamaður á Húsavík, f. 18. ágúst 1954.
Barn þeirra:
1. Guðfinna Kristín Ólafsdóttir lærir viðskiptalögfræði, starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga, húsfreyja á Staðarbakka í Miðfirði, f. 1. nóvember 1973. Maður hennar Þórarinn Óli Rafnsson.

II. Maður Dalrósar, (skildu), var Óskar Geir Pétursson frá Hrísey, skipstjóri á Akureyri, f. 1. september 1952. Foreldrar hans voru Pétur Geir Helgason frá Ísafirði, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, yfirfiskimatsmaður, verkstjóri, forstjóri, f. 5. nóvember 1932 í Álftafirði við Djúp, d. 21. maí 2021, og kona hans Ósk Norðfjörð Óskarsdóttir húsfreyja, verkakona á Ísafirði, f. 9. júní 1934 í Hrísey, d. 30. janúar 2008.
Börn þeirra:
2. Hjördís Ósk Óskarsdóttir íþróttakennari, yfirþjálfari, rekur Xið í Garðabæ, f. 25. júní 1984 á Hvammstanga.
3. Hafdís Ýr Óskarsdóttir, rekur líkamsræktarstöð í Keflavík, f. 27. október 1986 á Hvammstanga. Barnsfaðir hennar Sævar Borgarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.