„Klara Tryggvadóttir (Faxastíg)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 17: | Lína 17: | ||
II. Maður Klöru var [[Hallgrímur Júlíusson (skipstjóri)|Hallgrímur Júlíusson]] skipstjóri, f. 3. júlí 1906, d. 7. janúar 1950.<br> | II. Maður Klöru var [[Hallgrímur Júlíusson (skipstjóri)|Hallgrímur Júlíusson]] skipstjóri, f. 3. júlí 1906, d. 7. janúar 1950.<br> | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
4. [[Óskar Hallgrímsson (Faxastíg)|Óskar Hallgrímsson]] sjómaður, f. 13. apríl 1942.<br> | 4. [[Óskar Hallgrímsson (Faxastíg)|Óskar Hallgrímsson]] sjómaður, iðnverkamaður, f. 13. apríl 1942.<br> | ||
5. [[Hallgrímur Hallgrímsson (Flugmaður)|Hallgrímur Hallgrímsson]] sjómaður, flugmaður, f. 4. febrúar 1944. | 5. [[Hallgrímur Hallgrímsson (Flugmaður)|Hallgrímur Hallgrímsson]] sjómaður, flugmaður, f. 4. febrúar 1944. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Útgáfa síðunnar 22. júní 2024 kl. 18:32
Klara Tryggvadóttir húsfreyja fæddist 1. október 1906 í Garpsdal í A.-Barð. og lést 9. október 1997 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Tryggvi Ágúst Pálsson bóndi, kennari á Kirkjubóli í Skutulsfirði, bóndi á Valshamri í Geiradalshreppi, A.-Barð., síðar í Neðri-Gufudal, f. 12. ágúst 1873, d. 5. ágúst 1963, og Ágústína Magnúsdóttir ekkja, vinnukona í Garpsdal, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 29. ágúst 1868, d. 8. október 1923.
Klara var tökubarn í Munaðstungu í Reykhólasókn, A.-Barð. 1910, var hjá móður sinni og Friðriki manni hennar á Bergþórugötu 16 í Reykjavík 1920.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Hallgrímur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 7, Fífilgötu 5 og við Faxastíg 33.
Hallgrímur lést 1950.
Klara bjó við Faxastíg 33 1972, flutti til Reykjavíkur, bjó við Kleppsveg 1986, dvaldi síðast að Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún lést 1997.
I. Maður Klöru, (skildu), var Jóhann Sigurður Hjálmarsson frá Fremri-Bakka í Langadal í Nauteyrarhreppi, N.-Ís, húsa- og bifreiðasmiður, f. þar 17. október 1900, d. 29. júlí 1981. Foreldrar hans voru Hjálmar Hafliðason bóndi, f. 29. september 1865, d. 10. júlí 1950, og kona hans Arndís María Sigurðardóttir, f. 24. febrúar 1861, d. 19. nóvember 1947.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Ágúst Sigurðsson vélstjóri, f. 16. febrúar 1931.
2. Arndís Birna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1932, d. 30. október 2018.
3. Garðar Sigurðsson alþingismaður, kennari, f. 20. nóvember 1933, d. 19. mars 2004.
II. Maður Klöru var Hallgrímur Júlíusson skipstjóri, f. 3. júlí 1906, d. 7. janúar 1950.
Börn þeirra:
4. Óskar Hallgrímsson sjómaður, iðnverkamaður, f. 13. apríl 1942.
5. Hallgrímur Hallgrímsson sjómaður, flugmaður, f. 4. febrúar 1944.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.