„Ágústa Eiríksdóttir (hjúkrunarfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ágústa Eiríksdóttir. '''Ágústa Eiríksdóttir''' frá Núpi í Dýrafirði, hjúkrunarfræðingur fæddist 18. júní 1948.<br> Foreldrar hennar voru Eiríkur Júlíus Eiríksson frá Ekru, prófastur, þjóðgarðsvörður, áður skólastjóri á Núpi, f. 22. júlí 1911, d. 11. janúar 1987, og kona hans Sigríður ''Kristín'' Jónsdóttir frá Minni-Garði í Dýrfirði, hús...)
 
m (Verndaði „Ágústa Eiríksdóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 29. apríl 2024 kl. 13:25

Ágústa Eiríksdóttir.

Ágústa Eiríksdóttir frá Núpi í Dýrafirði, hjúkrunarfræðingur fæddist 18. júní 1948.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Júlíus Eiríksson frá Ekru, prófastur, þjóðgarðsvörður, áður skólastjóri á Núpi, f. 22. júlí 1911, d. 11. janúar 1987, og kona hans Sigríður Kristín Jónsdóttir frá Minni-Garði í Dýrfirði, húsfreyja, f. 5. október 1917, d. 17. febrúar 1999.

Ágústa varð gagnfræðingur á Núpi 1965, lauk námi í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjaf. 1966, lauk námi í HSÍ í mars 1974.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum, handlækningadeild apríl til ágúst 1974, Sjúkrahúsinu á Akureyri ágúst til nóvember 1974, Sjúkrahúsinu í Eyjum nóvember 1974 til apríl 1975, bæklunar- og handlækningadeild Lsp apríl 1975 til júní 1977, Sjúkrahúsinu á Siglufirði febrúar til 1. nóvember 1978, var skólahjúkrunarfræðingur á Sauðárkróki frá 1. nóvember 1978-1981, hjúkrunarfræðingur á Héraðshælinu á Blönduósi og heilsugæslunni 1984-1986, Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki frá janúar 1987. (1988).
Þau Snorri Björn giftu sig 1977, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Ágústu, (25. desember 1977), Snorri Björn Sigurðsson bæjarritari á Sauðárkróki, f. 23. júlí 1950. Foreldrar hans Sigurður Snorrason múrarameistari, f. 6. apríl 1919, d. 20. febrúar 1998, og Þorbjörg Þorbjarnardóttir, f. 10. september 1928, d. 4. júní 2014.
Börn þeirra:
1. Arnar Þór Snorrason, f. 3. júlí 1975.
2. Kristín Rannveig Snorradóttir, f. 18. september 1977.
3. Þorbjörg Þórhildur Snorradóttir, f. 6. ágúst 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Þorbjargar Þorbjarnardóttur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.