„Anton Axelsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Anton Axelsson''' frá Reykjavík, flugstjóri, flugkennari fæddist þar 12. júlí 1920 og lést 17. nóvember 1995.<br> Foreldrar hans voru Axel Hólm Samúelsson frá Rvk, málarameistari, f. 13. september 1890, d. 30. október 1953 í Rvk, og kona hans Jónína Kristjánsdóttir frá Kumlárbakka í Jökulfjörðum, húsfreyja, f. 3. desember 1893, d. 2. desember 1965 í Rvk. Börn Jónínu og Axels:<br> 1. Anton Axelsson...)
 
m (Verndaði „Anton Axelsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 27. mars 2024 kl. 10:20

Anton Axelsson frá Reykjavík, flugstjóri, flugkennari fæddist þar 12. júlí 1920 og lést 17. nóvember 1995.
Foreldrar hans voru Axel Hólm Samúelsson frá Rvk, málarameistari, f. 13. september 1890, d. 30. október 1953 í Rvk, og kona hans Jónína Kristjánsdóttir frá Kumlárbakka í Jökulfjörðum, húsfreyja, f. 3. desember 1893, d. 2. desember 1965 í Rvk.

Börn Jónínu og Axels:
1. Anton Axelsson flugstjóri, f. 12. júlí 1920 í Rvk, d. 17. nóvember 1995.
2. Sigríður Axelsdóttir húsfreyja, f. 21. desember 1922 í Hlíð, d. 16. júní 1995.
3. Friðrik Steinar Axelsson, sjómaður, f. 4. apríl 1925 í Rvk, d. 17. desember 2002.

Anton var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja og síðan til Rvk.
Hann stundaði námi við flugskóla Konna Jóhannessonar í Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada og við Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Oklahoma og lauk þaðan flugprófi 21. desember 1945. Hann lauk jafnhliða námi í listflugi frá sama skóla, fékk síðar blindflugs- og kennararéttindi frá Erie Institute of Aeronautics í Bandaríkjunum.
Anton var flugkennari í Reykjavík og hjá flugskólanum Cumulusi. Hann var skipaður verklegur prófdómari við flugpróf árið 1946, starfaði hjá Flugfélagi Íslands, síðar hjá Flugleiðum hf., frá 1. janúar 1947 til starfsloka 12. júlí 1983 eða samtals í 37 ár. Hann var verklegur prófdómari og eftirlitsflugmaður hjá Flugmálastjórn frá 1983 til 1990. Anton var léður til Slysavarnafélags Íslands vorið 1949 til að fljúga þyrlu, sem var í eigu þess. Hann öðlaðist réttindi sem þyrluflugmaður fyrstur Íslendinga 16. ágúst 1949. Anton starfaði einnig um nokkurra mánaða skeið hjá Loftleiðum árið 1964. Anton var einn af stofnendum FÍA og var virkur í starfsemi félagsins og lífeyrissjóðs flugmanna og sat í stjórn þeirra um skeið.
Þau Jenný giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn.
Anton lést 1995 og Jenný 2010.

I. Kona Antons, (21. júní 1947), var Jenný Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1922, d. 23. maí 2010. Foreldrar hennar voru Jón Helgason verkamaður, f. 22. júní 1892, d. 23. apríl 1964, og Valdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1897, d. 24. desember 1984.
Börn þeirra:
1. Valdís Antonsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 18. júní 1948. Barnsfaðir hennar er Árni Erlendur Stefánsson. Maður hennar Jón Heimir Sigurbjörnsson flautuleikari, látinn.
2. Úlfar Antonsson, vatnalíffræðingur, deildarstjóri, f. 16. júlí 1949. Kona hans Siv M. Oscarsson, hjúkrunarfræðingur.
3. Nína Antonsdóttir, tækniteiknari, f. 1. maí 1952. Barnsfaðir Gunnlaugur Pálmason. Sambúðarmaður Gunnar Viðar Hafsteinsson, flugvirki.
4. Jón Axel Antonsson, flugmaður, f. 5. júní 1956. Kona hans Magnfríður Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.