Axel Hólm Samúelsson
Axel Hólm Samúelsson frá Reykjavík, málarameistari fæddist þar 13. september 1890 og lést 30. október 1953 í Rvk.
Foreldrar hans voru Samúel Guðmundsson, járnsmiður í Ólafsdal og víðar, f. 29. júlí 1831, d. 27. ágúst 1899, og Anna Sigríður Guðmundsdóttir frá Stóra-Kambi í Breiðuvík á Snæf., f. 2. desember 1853, d. 13. júní 1913.
Axel mun hafa lært málaraiðn að einhverju leyti hjá Carli bróður sínum. Hann fékk iðnbréf 1928, stundaði iðnina í Rvk hjá ýmsum málarameisturum til dd.
Þau Jónína giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hlíð við Skólaveg 4b við fæðingu Sigríðar 1922.
Þau fluttu til Rvk.
Þau Kristín voru í sambúð, eignuðust ekki börn saman.
I. Kona Axels, var Jónína Kristjánsdóttir frá Kumlárbakka í Jökulfjörðum, f. 3. desember 1893, d. 2. desember 1965.
Börn þeirra:
1. Anton Axelsson flugstjóri, f. 12. júlí 1920 í Rvk, d. 17. nóvember 1995.
2. Sigríður Axelsdóttir húsfreyja, f. 21. desember 1922 í Hlíð, d. 16. júní 1995.
3. Friðrik Steinar Axelsson, sjómaður, f. 4. apríl 1925 í Rvk, d. 17. desember 2002.
II. Sambúðarkona Axels var Kristín Stefánsdóttir frá Arnarbæli í Grímsnesi, dóttir Stefáns Ólafssonar og Vilborgar Jónsdóttur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.