„Kristján Magnússon (verslunarstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
mEkkert breytingarágrip
(Mynd.)
Lína 1: Lína 1:
'''Kristján Magnússon''' verslunarstjóri og yfirflokksforingi í [[Herfylkingin|Herfylkingunni]], fæddist 20. júlí 1830 að [[Nýibær|Nýjabæ]] og lést 26. febrúar 1865.<br>
'''Kristján Magnússon''' verslunarstjóri og yfirflokksforingi í [[Herfylkingin|Herfylkingunni]], fæddist 20. júlí 1830 að [[Nýibær|Nýjabæ]] og lést 26. febrúar 1865.<br>
Foreldrar Kristjáns voru Skaftfellingar, þau [[Magnús Guðlaugsson]] bóndi, hreppstjóri og meðhjálpari í [[Nýibær|Nýjabæ]] og kona hans [[Kristín Ögmundsdóttir]] húsfreyja.<br>  
Foreldrar Kristjáns voru Skaftfellingar, þau [[Magnús Guðlaugsson]] bóndi, hreppstjóri og meðhjálpari í [[Nýibær|Nýjabæ]] og kona hans [[Kristín Ögmundsdóttir]] húsfreyja.<br>  
 
[[Mynd:Kristján Magnússon verzlunarstjóri.jpg|thumb|250px|Kristján Magnússon verzlunarstjóri
]]
==Lífsferill==
==Lífsferill==
Kristján ólst upp hjá móður sinni og síðar stjúpa, Jóni Árnasyni hreppstjóra. Hann varð ungur verzlunarþjónn, fór til Danmerkur, kom þaðan 1855 og gerðist verzlunarmaður við [[Godthaabverzlun]], sem þeir áttu [[Thorvald Abel]] og [[J. Th. Christensen]]. Ári seinna varð hann þar verzlunarstjóri og gegndi því starfi til ársins 1862. [[H. E. Thomsen]] hafði keypt verzlunina 1858, en verzlaði áður á Ísafirði og Þingeyri. Allmikill halli var á verzluninni meðan Kristján var við hana og stafaði það líklega af miklu tapi Kristjáns á útgerð, sem gekk illa þessi ár og útgerðin því í mikilli skuld. Hann varð þá að hætta hjá Gaadthaabverzlun og varð verzlunarmaður í [[Garðurinn|Garðinum]] hjá [[N. N. Bryde]], en [[Pétur Bjarnasen]] verzlunarstjóri þar ábyrgðist greiðslu skuldarinnar við H. E. Thomsen.<br>
Kristján ólst upp hjá móður sinni og síðar stjúpa, Jóni Árnasyni hreppstjóra. Hann varð ungur verzlunarþjónn, fór til Danmerkur, kom þaðan 1855 og gerðist verzlunarmaður við [[Godthaabverzlun]], sem þeir áttu [[Thorvald Abel]] og [[J. Th. Christensen]]. Ári seinna varð hann þar verzlunarstjóri og gegndi því starfi til ársins 1862. [[H. E. Thomsen]] hafði keypt verzlunina 1858, en verzlaði áður á Ísafirði og Þingeyri. Allmikill halli var á verzluninni meðan Kristján var við hana og stafaði það líklega af miklu tapi Kristjáns á útgerð, sem gekk illa þessi ár og útgerðin því í mikilli skuld. Hann varð þá að hætta hjá Gaadthaabverzlun og varð verzlunarmaður í [[Garðurinn|Garðinum]] hjá [[N. N. Bryde]], en [[Pétur Bjarnasen]] verzlunarstjóri þar ábyrgðist greiðslu skuldarinnar við H. E. Thomsen.<br>

Útgáfa síðunnar 16. febrúar 2007 kl. 14:52

Kristján Magnússon verslunarstjóri og yfirflokksforingi í Herfylkingunni, fæddist 20. júlí 1830 að Nýjabæ og lést 26. febrúar 1865.
Foreldrar Kristjáns voru Skaftfellingar, þau Magnús Guðlaugsson bóndi, hreppstjóri og meðhjálpari í Nýjabæ og kona hans Kristín Ögmundsdóttir húsfreyja.

Kristján Magnússon verzlunarstjóri

Lífsferill

Kristján ólst upp hjá móður sinni og síðar stjúpa, Jóni Árnasyni hreppstjóra. Hann varð ungur verzlunarþjónn, fór til Danmerkur, kom þaðan 1855 og gerðist verzlunarmaður við Godthaabverzlun, sem þeir áttu Thorvald Abel og J. Th. Christensen. Ári seinna varð hann þar verzlunarstjóri og gegndi því starfi til ársins 1862. H. E. Thomsen hafði keypt verzlunina 1858, en verzlaði áður á Ísafirði og Þingeyri. Allmikill halli var á verzluninni meðan Kristján var við hana og stafaði það líklega af miklu tapi Kristjáns á útgerð, sem gekk illa þessi ár og útgerðin því í mikilli skuld. Hann varð þá að hætta hjá Gaadthaabverzlun og varð verzlunarmaður í Garðinum hjá N. N. Bryde, en Pétur Bjarnasen verzlunarstjóri þar ábyrgðist greiðslu skuldarinnar við H. E. Thomsen.
Kristján var harðduglegur maður og rak um tíma mikinn útveg. Árið 1862 átti hann hálfan áttæringinn Langvinn og Gideon og minna í þriðja bátnum. Þá átti enginn meiri skipaeign í Eyjum.
Síðustu árin bjó hann í Sjólyst.

Fjölskylda

Kristján átti konu af dönskum ættum, Petreu Andreu Magnússon, fædda Nielsen, f. um 1830. Eftir lát hans fluttist hún til Danmerkur með syni þeirra tvo, Kristján Carl, f. 24. marz 1860, og Magnús Peter Andreas, f. 16. janúar 1862.

  1. Kristján (Christian Carl Magnusen) varð framkvæmdastjóri Nordisk Brandforsikring, (tryggingafélags í Kaupmannahöfn), og samdi kennslubók í tryggingafræðum. Hann aðstoðaði við stofnun Brunabótafélags Íslands á ýmsan hátt. Dóttir hans var Eli Magnusen forstöðukona Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn.
  2. Magnús Peter Andreas varð skrifstofustjóri hjá skipasmíðafélaginu Burmeister og Wain. Dóttir hans var Ingeborg Wennerwald Magnusson listmálari.



Heimildir