„Hjörtur Hermannsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Hjörtur Hermannsson. '''Hjörtur Hermannsson''' frá Akureyri, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, verkstjóri fæddist þar 1. mars 1941.<br> Foreldrar hans Hermann Vilhjálmsson frá Torfunesi í Kinn, S.-Þing., verkstjóri, f. og kona hans Aðalbjörg Sigurðardóttir frá Víðivöllum í Fnjóskadal, S.-Þing., húsfreyja, f. 8. apríl 1916, d. 21. júlí 2008. Hjörtur lauk fiskimannaprófi í Rvk 1964 og vélstjórapr...)
 
m (Verndaði „Hjörtur Hermannsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 11. mars 2024 kl. 10:37

Hjörtur Hermannsson.

Hjörtur Hermannsson frá Akureyri, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, verkstjóri fæddist þar 1. mars 1941.
Foreldrar hans Hermann Vilhjálmsson frá Torfunesi í Kinn, S.-Þing., verkstjóri, f. og kona hans Aðalbjörg Sigurðardóttir frá Víðivöllum í Fnjóskadal, S.-Þing., húsfreyja, f. 8. apríl 1916, d. 21. júlí 2008.

Hjörtur lauk fiskimannaprófi í Rvk 1964 og vélstjóraprófi á Akureyri 1959.
Hann stundaði sjómennsku til 1969, var háseti, vélstjóri og stýrimaður, varð verkstjóri í Fiskiðjunni 1969-1985, en varð útgerðarstjóri (framkvæmdastjóri) hjá Samtogi 1985.

Þau Rannveig giftu sig 1967, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Borg við Heimagötu 3, við Bakkastíg 7 við Gos 1973, á Faxastíg 7 eftir Gos og síðan við Dverghamar.

I. Kona Hjartar er Rannveig Vigdís Gísladóttir húsfreyja, f. 27. janúar 1946.
Börn þeirra:
1. Gísli Hjartarson, rekur Prentsmiðjuna Eyrúnu og Crossfit, f. 1. maí 1967. Kona hans er Jóhanna Jóhannsdóttir.
2. Kolbrún Aðalbjörg Hjartardóttir, flugfreyja, f. 26. febrúar 1969. Fyrrum maður hennar Hafliði Sævarsson. Sambúðarmaður Albert Óskarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjörtur og Rannveig.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Aðalbjargar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.