„Jón Sigtryggur Zophoníasson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Jón Sigtryggur Zophoníassson. '''Jón Sigtryggur Zophoníasson''' deildarstjóri fæddist 15. september 1925 í Eyjum og lést 16. október 2005..<br> Foreldrar hans voru Zophonías Jónsson verkamaður, skrifstofumaður, f. 12. mars 1897 á Bakka í Svarfaðardal, d. 2. desember 1984, og kona hans Anna Theódórsdóttir frá Botni í Þorgeirsfirði, húsfreyja, f. 29. apríl 1899, d. 18. febrúar 1987. Jón var...)
 
m (Verndaði „Jón Sigtryggur Zophoníasson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 25. febrúar 2024 kl. 10:38

Jón Sigtryggur Zophoníassson.

Jón Sigtryggur Zophoníasson deildarstjóri fæddist 15. september 1925 í Eyjum og lést 16. október 2005..
Foreldrar hans voru Zophonías Jónsson verkamaður, skrifstofumaður, f. 12. mars 1897 á Bakka í Svarfaðardal, d. 2. desember 1984, og kona hans Anna Theódórsdóttir frá Botni í Þorgeirsfirði, húsfreyja, f. 29. apríl 1899, d. 18. febrúar 1987.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Stokkseyrar, Eyrarbakka og Reykjavíkur. Á unglingsárum var Jón sendill hjá KRON. Sextán ára gamall veiktist hann af berklum og dvaldist næstu 5 ár á Vífilsstöðum, Akureyrarspítala og á Reykjalundi.
Hann stundaði nám í kvöldskóla KFUM, lauk námi í Samvinnuskólanum 1948, lærði skýrsluvélavinnslu hjá IBM í Danmörku, lærði tölvufræði hjá IBM í Noregi 1963 og 1964 og fór auk þess fjölmargar námsferðir til Norðurlanda.
Jón hóf störf hjá Skattstofu Reykjavíkur 1947, hóf störf hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar eftir námið hjá IBM og var lengst deildarstjóri kerfisfræðideildar.
Hann hafði umsjón með og skipulagði kerfissetningu fjölmargra verkefna fyrir þjóðskrá og skattayfirvöld.
Jón hóf störf hjá Ríkisskattstjóra 1987 og vann þar að ýmsum verkefnum til æviloka.
Þau Heiður giftu sig 1957, eignuðust eitt barn og ólu upp tvær systradætur Heiðu.
Jón lést 2005.

I. Kona Jóns Sigtryggs, (12. desember 1957), er Heiður Gestsdóttir húsfreyja, teiknikennari, f. 8. maí 1930 á Patreksfirði. Foreldrar hennar voru Gestur Oddfinnur Gestsson kennari, f. 2. janúar 1895, d. 26. desember 1982, og Oddný Ingiríður Sölvadóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1895, d. 13. maí 1945.
Barn þeirra:
1. Zophoníus Oddur Jónsson doktor í líffræði, f. 1. janúar 1967. Kona hans Veska Andrea Jónsdóttir (hét áður Veska Ivanova Dobreva).
Fósturdætur Jóns og Heiðar:
2. Elín Þorgerður Ólafsdóttir læknir, f. 30. júlí 1953. Maður hennar Grétar Ottó Róbertsson.
3. Jóna Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 4. febrúar 1955. Maður hennar Helgi Valdimarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.