„Zophonías Jónsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Zophonías Jónsson''' frá Bakka í Svarfaðardal, verkamaður, skrifstofumaður fæddist 12. mars 1897 og lést 2. desember 1984.<br> Foreldrar hans voru Jón Zophoníasson bóndi, f, 26. nóvember 1865, d. 20. janúar 1926, og kona hans Svanhildur Björnsdóttir húsfreyja, f. 21. ágúst 1865, d. 24. maí 1942. Zophonías var með foreldrum sínum í æsku, á Bakka og á Neðra-Ási í Hólasókn í Skagafirði.<br> Hann var verkamaður, vann um skeið á Litla-Hrauni,...) |
m (Verndaði „Zophonías Jónsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 20. febrúar 2024 kl. 11:47
Zophonías Jónsson frá Bakka í Svarfaðardal, verkamaður, skrifstofumaður fæddist 12. mars 1897 og lést 2. desember 1984.
Foreldrar hans voru Jón Zophoníasson bóndi, f, 26. nóvember 1865, d. 20. janúar 1926, og kona hans Svanhildur Björnsdóttir húsfreyja, f. 21. ágúst 1865, d. 24. maí 1942.
Zophonías var með foreldrum sínum í æsku, á Bakka og á Neðra-Ási í Hólasókn í Skagafirði.
Hann var verkamaður, vann um skeið á Litla-Hrauni, var skrifstofumaður á Vinnumiðlunarskrifstofu Ríkisins, var verkamaður um skeið, vann síðan hjá Skattstofunni í Rvk um árabil.
Þau Anna giftu sig 1924, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Eyjum, síðan á Stokkseyri og á Eyrarbakka. Þau fluttu til Reykjavíkur 1931, bjuggu við Óðinsgötu, slitu samvistir um skeið, tóku saman að nýju og bjuggu í Kópavogi.
Zophonías lést 1984 og Anna 1987.
I. Kona Zophoníasar, (22. nóvember 1924), var Anna Theódórsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1899, d. 18. febrúar 1987.
Börn þeirra:
1. Jón Sigtryggur Zophoníasson skýrsluvélafræðingur, f. 15. september 1925 í Eyjum, d. 16. október 2005. Kona hans Heiður Gestsdóttir.
2. Sigurlaug Svanhildur Zophoníasdóttir iþróttakennari, f. 4. október 1929, d. 19. nóvember 2019. Maður hennar Gunnar R. Magnússon.
3. Sesselja Zophoníasdóttir húsfreyja, verkakona, f. 3. desember 1930, d. 31. maí 2017. Maður hennar Ólafur Jónsson.
4. Kristinn Björgvin Zophoníasson múrari, f. 4. desember 1936, d. 31. júlí 2022.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 3. mars 1987. Minning Önnu.
- Þjóðviljinn 11. desember 1964. Minning Zóphoníasar.}}
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.